sunnudagur, nóvember 21, 2004

þú varst kaldur
og kyrrðin þig þakti
konulausan
og tími þinn leið
regnvotar götur
og gljáandi stræti
gátu aðeins aukið þina neyð

þú sást á vappi vængjaða skugga
voteyga með hvít augnahár
og dvergvaxið frík með fölgræn augu
og feitan trúð er seldi börnum tár

já blásvartir
hrafnar í hjartanu búa
þar hoppa þeir
og krúnka lágt
því síst af öllu
vildu þeir vekja
vitund þín'um miðja nátt

og þú skynjar í skelfingu þinni
skyndilega verður allt ljóst
ósnortin liggur gáta þín grafin
í götunni þar sem þú áður bjóst

hvar átt'að leita
liggur ekki fyrir
leyndarmálið er vel geymt
gamli hrollurinn
þig heltekur aftur
í hverri íbúð er þar reimt

fékkst þér í pípu og púaðir stórum
pírðir augun sljó og rauð
heila þínum vafðir í
fjólublátt flauel
fannst tilveran vera grá og snauð

já borgin
er full af draugum drengur
sem í dimmum
skotum oft þar sjást
þeir töpuðu æskunni
og ellinni líka
og eiga barasta skilið að þjást

í myrkrinu augun þín æla ljósi
ísaköld birtan var hrímgrá
þínar eigin hugsanir
halda þér föstum
og höggva þig niður aftan frá

-bubbi

þetta lag heitir þetta feitletraða í textanum og er með þessum feitletraða fyrir aftan bandstrikið og er með bestu lögum í öllum heiminum - að mínu mati.

rosalega kalt inní herberginu mínu. alveg mjög.

ég ætlaði ekkert að blogga neitt mikið hérna, ég ætlaði að leyfa hinni færslunni að lifa eilítið lengur. heiðursfærslunni.
en tjáningarþörf mín hefur sigurinn.

nýir línkar.

tékkitt.

olga
halli
andri
finnur
katrín

hafið það annars gott í snjónum.

kegs.

Engin ummæli:

 

© Stefanía 2008