miðvikudagur, nóvember 10, 2004

gvuð minn góður ég er að tilbiðja þennan mann svo mikið og mér finnst svo sárt og sorglegt að ég hafi ekki uppgötvað hann betur mun fyrr.
að hafa ekki keypt
o
fyrr er nánast glæpur.

já margt gott fæst af því að fara að heiman krakkar mínir.
þar á meðal að búa heima hjá frænda sínum sem er með þeim bestu í geimi heimi og á alla bestu tónlist í geimi heimi.
þegar ég var að "gera mig reddí fyrir djammið", ef svo má að orði komast, airwaves-föstudaginn, byrjaði ég kvöldið heima hjá davíð frænda.
eftir að hann og nokkrir ágætlega myndarlegir vinir hans höfðu lokið gríni sínu að mér vegna mikils tíma og vesens í kringum undirbúning bæjarferðar skildu þeir mig eftir með íbúðina fyrir mig og of mikið af góðri tónlist til að velja úr (já þetta er mjög löng setning... ég get svosem alveg breytt henni þannig að hún verði skiljanlegri og hnitmiðaðri, en ég er að pælí að sleppa því).

ég valdi því að setja o með damien rice í tækið þar sem ég hafði aðeins hlustað á nokkur sýnishorn og líkað vel.
mér hefur sjaldan liðið jafn vel í samfylgd einhverrar tónlistar.

ég held ég hafi komist að þeirri niðurstöðu að ég lagið amie með þessum meistara er eitt besta lag sem ég hef heyrt á minni löngu (innan gæsalappa) ævi.
fyrir þá sem eiga diskinn skrifaðan og eru ekki með nöfnin á hreinu þá er amie lag númer segs á disknum o.

takk davíð, fyrir að vera mjög frábær frændi - sérstaklega í neyð - með alveg úrvalstónlistarsmekk.

já fyrst ég er nú að nánast tileinka davíð þessa færslu þá má þess geta að fyrir svolitlu síðan fann mamma mín og afhenti mér púða sem amma mín gerði handa mér þegar ég var ung snót (samhengið kemur síðar).
þannig er mál með vexti að davíð er litli bróðir mömmu minnar, en þar sem mamma var orðin tólf ára gömul þegar dabbi (sem passar engan veginn sem nafn fyrir davíð frænda) litli fæddist, og þar sem mamma mín eignaðist mig ung, þá munar aðeins fimm árum á mér og davíð.
það sem er einnig afleiðing ungs barnseignaraldurs móður minnar er að ég og davíð deildum heimili í þónokkur ár sem gerði það að verkum að við vorum nokkuð lík systkinum í hegðun og væntumþykju.

amma gerði fyrir mig púða sem öðrum megin geymir
-mynd af garfield í englalíki og áletrunina "góða nótt ömmudúlla"
en hinum megin er
-mynd af garfield með brúnan bangsa í örmum sér og áletrunin "sofðu rótt davíðssnúlla".

sjaldan hefur púði glatt mig meira. bæði þegar ég fékk hann að gjöf sem og þegar mamma afhenti mér eftir ára aðskilnað.

vá en væmin færsla.
mér líður svona.
já svo er ég líka orðin soldið þreytt á sumum vinum. og ég nenni ekki að hafa samband við þá. til þess að langa það þarf að vera sameiginlegur áhugi fyrir vináttu ásamt sameiginlegri sýningu á ást.
drasl.

ég væri til í að vera á akureyri núna. þar eru soldið margir sem mér þykir soldið vænt um. eiginlega bara langflestir. og ég elska þá soldið mikið.

krakkar, ég elska ykkur.

jæja,
kegs.

Engin ummæli:

 

© Stefanía 2008