fimmtudagur, nóvember 18, 2004

já ég er að hafa það gott.
ja svona semí gott. ég hef haft það betra.

mig dreymdi ógeðslega ömurlegan draum um vinkonu mína í nótt. vinkonu mína sem ég á í súru sambandi við núna. það er til dæmis mjög asnalegt og dregur daga mína niður.

og það má jafnvel segja að í framhaldi af þessari umræðu þá má þess geta að ég er á skyttutímabili núna.
það sem ég á við með þessu er að ég er að hlusta á skytturnar mjög mikið þessa dagana, sem kemur einmitt í reglulegum tímabilum eins og aðrar hljómsveitir sem eru í miklu uppáhaldi hjá mér.

já krakkar mínir, svarið kom með blóðinu, sumsé birkir bé, taktu við og sjáðu til - hiphop ættartré.

þetta er einmitt mjög skemmtileg málsgrein (að "já krakkar mínir" undanskildu) í lagi með skyttunum og forgotten lores, sem eru einmitt bræðrahljómsveitir.
og það er einmitt einn af mínum uppáhalds íslensku röppurum sem fer með þessa hressandi línu (er hún hvít? (nei þetta var brandari. af því það er talað um að fá sér línu - og þannig línur eiga skv. skilgreiningunni að vera hressandi)).
og birkir bé, yrkisefni málsgreinarinnar, er einmitt bróðirinn sem tengir hljómsveitirnar saman ásamt höfundi hennar - sem er einmitt nokkuð auðséð á málsgreininni.
og það er einmitt núverandi samhljómsveitúngur höfundarins sem fer með eina af mínum uppáhaldssetningum í tónlist heimsins.
og hún hljómar einmitt svona:
"ef heimurinn lætur brúðu nauðga börnum vona ég að enginn togi í strengina"
og er einmitt ádeila á guð. enda heitir lagið einmitt guðlast.

ég gæti reyndar haldið lengi áfram að telja upp línur í lögum skyttanna sem mér finnst ýmist góðar pælingar eður skemmtilega fram settar.
þá má nefna:
  • "mig vantar líf, nýtt hjart'en ég dreg alltaf spaða."
  • "hvenær ætlarðu að byrja að taka upp?"
  • "ég er bara blaðra."
  • "einn af fjöldanum, mother fokker"
  • "við lærðum að les'en ekki skilja - lærðum að hald'en ekki hugsa - lærðum að svindla, slást og vilja - lærðum að vesenast og slugsa - kær'okkur kollótt um annarra manna mál - lærðum að setj'okkur reglur sem óhaggandi stál, en á móti þá lærðum við að gera við hár."
  • diddifel að stynja í skytts featuring effell.
  • "tsjiggtsjiggatsjiggatssssj" (hvíslað).
  • fyrri parturinn hans heimis í sama lagi (skytts featuring effell). allur parturinn er megasjitt og gefur mér fiðríng í magann vegna svalleika og fílíngs. brot: "og rödd mín faðmar taktinn eins og hefðarfrú með klút. ég borða orð úr andartakinu og set þau niður á blað."
  • áðurnefnd ættartréslína.
  • "ég hef kallað stelpu druslu, það er ekkert illa meint."
  • "nefndu mér einn dyravörð á íslandi sem er ekki fokkíng tsjokkó."
  • "fórst í vont skap, svo fór það."
  • "reynd'að slaka á, þú vilt ekki end'uppi með eitt stykki magasár."
  • "fólk spyr mig hvort ég sé að djóga undrandi."
  • "pæliðí öllum þeim sem þurfa þess að sakna."
  • "við eigum peningana."
  • "kæmust flestir á slíkum stöðum ekki af ef þeir hugsuðu um hina?"
  • "ég sofn'á hverju kvöldi, viss um það að vakna næsta dag."
  • "guð þú skapaðir þú fórst, fokkíng aumingi."
  • "adam og eva entust sjö dag'í paradís - það er ekki góð byrjun fyrir hvaða guð sem er."
  • "þú ert pólitík."
  • "hvaða almætti er það sem velur erfiðustu leiðina? hvaða algott afl er það sem horfir hljótt á sárustu neyðina?"
  • "maðurinn er barn og það er alltaf skrímsl'í skápnum."
  • "guð sem hefur liðið mannkynssöguna, hann elskar ekki mannkynið og hvers konar faðir er það sem felur sig og elskar ekki barnið sitt?"
  • áður nefnd strengjabrúðusetning sem er þess verðug að vera rituð aftur (og aftur): "ef heimurinn lætur brúðu nauðga börnum vona ég að enginn togi í strengina."
  • "enginn hér er öðruvísi en þú."

já, það má segja að mér þyki nokkuð í þetta illgresi spunnið.

nú er þessari umfjöllun um akureyrsku hipphopparana, skytturnar, lokið og ég þakka fyrir mig.

einnig býð ég góða nótt og vona að þið hafið haft gagn og gaman að.

diskur stundarinnar: skytturnar - illgresið.

kegs.

Engin ummæli:

 

© Stefanía 2008