fimmtudagur, nóvember 11, 2004

mig langaði bara til þess að sýna hversu fyndin ég er NEI.
mig langaði bara til þess að láta vita af því að ég er alls ekki þreytt, hef aldrei verið þreytt og verð það ábyggilega aldrei NEI.
af því að ég er hörkutól.
ég ætla ekkert að segja nei við þessu. ég er hörkutól, því verður ekki neitað nema í lygi.

það er soldið fyndið að í einu lagi sem ég man ekki hvað heitir með tónlistarmanni sem ég veit alveg hvað heitir þá syngur aðstoðarsöngkonan hans eitthvað orð og ég heyri ekki alveg hvað það er, en það gæti verið geðveikt eðlilegt orð en það gæti líka verið geðveikt funky president orð sem er dónó. og það er geðveikt fyndið.
samt er það ekkert geðveikt fyndið, en smá. líka sko af því að ég er ekkert alveg viss hvort þetta er það eðlilega eða dónalega.

jæja.
ég ætla þá að fara að deyja úr þreytu.
takk fyrir það.

ef einhver getur þá má hann koma með brynjuís fyrir mig.
tæknin getur hjálpað til við það. nú á tíðum er nefnilega hægt að halda hlutum köldum með rafmagni.

ég er samt alveg rennandi blaut. djöfull.
þeir sem vita símann minn mega alveg senda mér essemmess af bestu essemmesssíðu í heimi (sem áður hefur verið umrædd á þessu bloggi. hún er http://vit.is/spsms og býður uppá frítt hundrað stafa essemmess.
hún er hinsvegar nafnlaus þannig að nokkuð nauðsynlegt er fyrir fólk að geta nafns í essemmessunum, og númers ef þess gæti þurft) til að spyrja nánar útí votleikann.
hinum kemur það ekki við. engan veginn.

okeyj bæj, eða kegs eins og sumir segðu - bara ég samt.

Engin ummæli:

 

© Stefanía 2008