þriðjudagur, nóvember 09, 2004

ég skal segja lesendum síðunnar frá alvarlegu vandamáli mínu.
ef þeir eru einhverjir.
vandamálið er samt kannski ekki svo alvarlegt, en það er mjög pirrandi.

þannig er mál með vexti að ég hef það ekki í mér að geta mætt á réttum tíma. þessi eiginleiki hefur stigmagnast með árunum og flestir sem umgangast mig að einhverju leiti þekkja þennan eiginlega mjög vel og líkar jafnvel illa við hann.
þetta sýnir klárlega að ég mæti aldrei á réttum tíma í fyrsta tíma hvers dags, það er mér ofviða.
þessi persónugalli er að leiða til falls í sögu. það er vegna þess að þetta er próflaus áfangi sem er sko alls enginn dans á rósum (ég skil reyndar ekki þetta orðatiltæki vegna þess að ég get ekki ímyndað mér að það sé þægilegt að dansa á rósum þar sem þær eru ein þyrnahrúa, en það er annað mál) eins og fólk hefði hæglega getað getið sér til um. ó nei. áfanginn samanstendur af endalausum verkefnum ásamt heimildaritgerð uppá sjö til tíu blaðsíður sem gildir sextíu prósent af lokaeinkunn.
skilyrði áfangans eru að hafa áttatíu prósent mætingu ásamt því að lokaeinkunnin byggist hlutfalli mætingu.
viðurstyggilega stundataflan mín lenti þannig að allir mínir sögutímar eru minn fyrsti tími upphrópunarmerki.
með rökhugsun sést nú að mætingin mín í sögu er fyrir neðan allar hellur (þ.e.a.s. ekki viðunandi til að ná áfanganum) og ég næ henni ekki upp með neinu móti vegna þessarar draslóstundvísi, þ.e.a.s. ég get ekki mætt nógu snemma í fyrsta tíma upphrópunarmerki.

þetta angrar mig svo mjög.

ef ég verð í svona asnalega skilyrtum áfanga alltaf í fyrsta tíma á næstu önn þá ætla ég ýmist að segja mig úr honum eða bæta mér inní áfanga sem væri allavega einhverja daga vikunnar á undan fyrsta tíma dags hjá mér.

jæja þá hef ég tjáð mig um þetta mál.
núna er ég mjög þreytt. búin að horfa á
fyrsta þáttinn í
nýju ósí seríunni
tvisvar sinnum.
ójá. ég er betur sett en þið flest krakkar mínir.

og hann er svo skemmtilegur. var ég búin að segja frá því að ég horfði á síðasta þáttinn um daginn? langt á eftir öllum skomm. ég missti nefnilega af þessu drasli í sjónvarpinu.
það var vegna þess að ég átti manneskju að sem dánlódaði fyrstu tuttuguogþremur af tuttuguogsjö þáttunum, sem ég horfði á í maraþoni, langt á undan íslensku sjónvarpi, en svo átti ég manneskjuna ekki lengur að til þess að dánlóda restinni. þetta leiddi af sér að ég horfði aldrei á ósí í sjónvarpinu af því ég var búin að sjá þetta allt saman þannig að ég missti af því þegar rétti staðurinn byrjaði.
svokallaður páll dánlódaði þá mínum fjórum síðustu þáttum fyrir mig og er nú orðinn gallharður ósí aðdáandi.

það er núna hefð hjá okkur að hafa kósí ósí kvöld á laugardögum vegna þess að þá getur hann verið búinn að dánlóda einum þætti í viku. frá útlöndum úúú (sagt með pallastíl).

jæja. ég er farin í tímapásu. þetta er komið nóg.

kegs.

Engin ummæli:

 

© Stefanía 2008