mánudagur, nóvember 01, 2004

sko já.
þreytan er farin að sjást á mér svo langar leiðir að það nær ekki átt.
baugarnir ná svona sirka niður í kjarna jarðarinnar. og þeir eru fjólubláir.

helgin samanstóð af barnapössun og heimsóknum. ég spann.
spann ég eins og gömlu konurnar í gamla daga? nei ég spann táfýlu og nauðgun.
er þetta setning til þess að fá fólk til þess að hugsa "ha angaði hún af táfýlu? oj bara" og "ha var henni nauðgað?" spurningarmerki.
nei. ég var í frostspunamaraþoni í tvo klukkutíma. maraþonið stóð samt yfir í sólarhring þrátt fyrir að ég hafi bara verið á staðnum 1/12 tímans.

þar sem ég greip inní í eitt skiptið var ég fúl lítil stelpa sem reif skóinn af ingu og hún var með táfýlu. hún var samt ekkert með neitt mikla táfýlu, hún hélt því bara geðveikt mikið fram þannig að ég fékk það á heilann.

þar sem ég greip inní í eitt skiptið var ég að setjast á klósettið (sagt með geðveikt mikilli áherslu og gæsalappahreyfingu (af hverju? nú vegna þess að þetta var spuni og það var ekkert alvöru klósett heldur bara þóttist ég setjast á klósett)) og mótspinnarinn minn vildi ekki leyfa mér það heldur vildi geðveikt mikið gera eitthvað klámfengið með mér. eða þú veist. í spunanum. þetta var stelpa sko. og við snerum þessu uppí nauðgun.

það var samt pínu erfitt af því litlu systkinin mín sem eru tvíburar og eru segs ára voru að horfa. af því ég var að passa.
þau eru mjög fyndin sko. mm.

þetta sko. mm. var sko af því ég skrifaði sko púnktur svo hugsaði ég "ég vil frekar skrifa skomm af því það er miklu skemmtilegra orð en sko og það er miklu skemmtilegra að skrifa skomm en sko og það er miklu skemmtilegra að segja skomm en sko".
en sko málið með skomm er samt að ég segi aldrei viljandi skomm heldur lokar maður bara oftast munninum þegar maður er búinn að tala og þá hljómar það eins og skomm. og það er geðveikt skemmtilegt að skrifa skomm því þá les fólk það skomm. og það er bara geðveikt skemmtilegt.

mér er sagt að ég sé komin með svefngalsa. hver segir það? hún heitir sunna.

ég var að kaupa mér fjóra geisladiska.
ég er geðveikt ánægð.
á ég að telja þá upp?
nei ég ætla að sleppa því. af hverju? bara.

en ef forvitnin er að fara með ykkur þá vita þeir símann hjá mér sem málið kemur við og http://vit.is/spsms er tengill á bestu essemmesssíðu í heimigeimi. grín. samt bara með að þetta sé besta essemmesssíða í heimigeimi.
ég ætla minna fólk á að þessi essemmess eru nafnlaus þannig maður þarf að taka fram nafn. og númer ef essemmesssendandann grunar að essemmessviðtakandinn hafi ekki númerið hjá sér.

en jæja.
kegs.

Engin ummæli:

 

© Stefanía 2008