fimmtudagur, október 28, 2004

hörkutól
er eitt af uppáhaldsorðunum mínum þessa stundina.
getiði ímyndað ykkur hvað það er skemmtilegt að segja það? hvað þá að segjast vera það.

mig langar til þess að vera búin með enskuverkefnið mitt.

oh.
það sem böggar mig:
fólk sem heitir eitthvað með broskalli á msn.
*hjarta* ég er sætust *blikkkarl*.

það sem böggar mig líka:
að þurfa að gera verkefni í skóla. enskuverkefni og félagsfræðiverkefni þá helst.

ef ég væri gamall karl þá þyrfti ég þess ekki. þá væri ég líka með hvítt hár.

haha ég skrifaði fyrst hvítt ár. eins og maður gæti verið með hvítt ár NEI fíbbl.

okey ég er búin að missa álitið á hversu fyndin ég er. ég held ég sé ekkert fyndin. ég er bara kúkaplebbi sem kann ekki bókmenntasögu íslands 1550-1900 og þekkir ekki helstu frumkvöðla félagsfræði og veit ekki mikið um ofurmanninn.
er ég drasl?
ég myndi segja það.

allt í einu er ég komin í bloggæðið gamla og góða.
það er gríðarlega gott að blása út (fyndið? já undir venjulegum kringumstæðum hefði ég hlegið mjög að þessu, en ég á við (heimska fólk (semigrín)) að hleypa reiðinni út með því að skrifa eitthvað rugl) á þessu blessaða blogghelvítishelvíti. um allskonar hluti sem óviðkomandi skilja ekki. þ.e.a.s. ef einhver veit allt um málefnið þá þekkir hann það, ef ekki þá skilur hann ekki neitt. getur kannski lesið á milli línanna, hver veit.

en ég veit að ungur piltur sá á msn samtali hjá unga pilti númer tvöung snót skástrik lauslát tussa sagði við unga pilt númer tvö:
-"má ég þá fá þig núna?"
og ungi pilturinn svaraði:
-"nei ég er ekki að leita."

geta í eyðurnar?
já og getið að vild en viljið vinsamlegast ekki vera að upplýsa svörin í kommentakerfinu. það er það asnalegasta sem ég veit um kúkaplebbaógeð.
það bæði tekur ráðgátuna í burtu og þar með tækifæri annarra til þess að giska í eyðurnar ásamt því að upplýsa mitt einkalíf á internetinu.

það er ömurlegt.
ég er ekki að því. ég geri það í gátum sem aðeins viðkomandi (já, þeir sem málið varðar íslenskuþroskaheftu einstaklingar (grín í minnihluta)) fatta.

vá hvað ég lít út fyrir að vera bitur eitthvað. ég veit ekki alveg hvað er í gangi. ég er alls ekki búin að vera bitur skástrik pirruð í dag. þetta er eitthvað nýtilkomið. nei ekki einu sinni nýtilkomið. ég er ekki neitt bitur skástrik pirruð. ég er hinsvegar mjög þreytt og bráðvantar svefn.

einhver að selja svefn?

ókeyj ég er hætt.

kegs.

Engin ummæli:

 

© Stefanía 2008