mánudagur, október 11, 2004

já.
mæting: reykjavík kl. háltfólf á sunnudagskvöldi.

ég var á akureyri. akureyri er einn besti staður í heimi. ég elska akureyri.
hvað fylgir akureyri?
-skemmtilegustu teitin (ok stundum)
-skemmtilegasta fólkið
-besti ísinn
-bestu ostabrauðstangirnar
-flottustu trén
-ástargullmolarnir

það var svo gaman að það nær ekki átt. ég fæ fiðring í magann við að hugsa um akureyri.
það var yfirnáttúrulega skemmtilegt að hitta dagný, guðjón, björk, stebba, stebba, ingu völu, odd, lísu, brynju, greifann, svein þorra, jón, jón, önnu, reginn, kára, hlyn, hákon, sverri, skúla, loga, sólveigu ásu, kristján, vidda, rakel, anítu, stebbu, auðbjörgu, margeir, þóa, nínu, arnar, ara, megas og svo framvegis.
ég hitti nokkra ekki, af því að þolinmæði þeirra var á þrotum. ekki reyndi þó mikið á hana; ég sat á tröppum fyrir utan hús sem hefur meðal annars að geyma stúdíó og tsjokkóbúð að reyna að gleðja vin á erfiðum tímum.
sumir gátu ekki beðið þar til því væri lokið.
ég segi: þau um það.
suma líka hitti ég ekki, en sá. þar á meðal guð og heimi.
nei ég sá ekki guð það var lygi.
en ég sá karen og heimi og unni og einhverja mestu fyllibyttu sem ég hef á ævi minni séð (nei þetta er mjög mikil ýkjun) og án efa einhverja fleiri sem ég man ekki eftir akkúrat núna (ekki mistúlka þetta... þetta þýðir að mér er sama um ykkur. grín).

saga helgarinnar:
- keyra til akureyrar með páli nokkrum.
- fara í homma (heimspeki- og menningarfélag menntaskólans á akureyri) teiti með björk.
- mæta óvænt til að koma mörgum á óvart og dagný til að gráta. það var mjög gaman.
- fá fullt af knúsum. fullt fullt.
- fá soldið mikinn fiðring í magann.
- rifja upp marga marga góða tíma.
- hitta megas og fá fatlafól sungið í eyrað - mjög perralega, með breyttum texta sem var persónulegri en sá upprunalegi.
af hverju fatlafól í eyrað?
megas: af hverju haltrarðu?
stefanía: því ég er nýkomin úr gipsi frá læri niðrá ökkla.
- fá far heim með lögreglu akureyrar ásamt nýjum degi (já dagný).
- vakna heima hjá dagnýju, hitta brauðbjörgu og ingu völu stuttu síðar.
- hitta guðjón, fara í brynju.
- hitta odd, leggjast í bleytu ekki meðvituð um hvers kyns vökvinn var.
- fá upplýsingar um hvers konar vökva ég lagðist í.
- fara í matarklúbb hjá björk með önnu, bergþóru, nínu og lilý.
- fara á skyttuárshátíðina.
- skemmta mér yfirnáttúrulega vel, hitta alla og fá frábærar móttökur.
- fara á klósettið á síðustu stundu, lyklabera óafvitandi.
- koma fram af klósettinu í tómt hús.
- vera læst inni í skyttustúdíó því það þarf lykla til að opna hurðina, bæði að innan og utan.
- hringja útum allar trissur til að fá lyklabera til baka og komast út.
- komast út.
- rölta hölt (haha rölta hölt) uppí tíu ellefu í fylgd með hávöxnum, dökkhærðum, mjög ölvuðum dreng, sem kallaði mig sultu.
- fara inní hús sem ég vildi ekki vera í, en vera með sumum sem ég vildi vera með.
- fá far á helgamagrastræti.
- vera með fleirum sem ég vildi vera með.
- sofa ekki (en samt smá frá tíu til hálftólf um morguninn).
- fara á greifann með guðjóni og hákoni.
- fá ostabrauðstangir frá greifanum.
- fara í brynju með páli.
- keyra til reykjavíkur með páli.

já þetta var viðurstyggilega skemmtileg helgi.

ég þakka innilega innilega fyrir mig.
kegs.

Engin ummæli:

 

© Stefanía 2008