mánudagur, október 04, 2004

já maður er í draslinu.
ógeðslega endalausa rok hérna.

ég er enn fötluð. fólk kallar mig enn fatlafól.
kaldhæðni: það hanga jóga-auglýsingar uppi um allan skóla.

en hvað það væri skemmtilegt að hafa tilgang einhvers eitthvað sem héti tilgangslausa eitthvað.
til dæmis: tilgangur þessarar bókar er að segja frá tilgangslausum klósettferðum.
það væri mjög fyndið.

mjús. djús. lús. krús. hús. dús. fús. snús. mús. mjús. <- hringekja mjús. mjús er sko muse.


í gær sat ég í rúminu mínu, beint á móti speglinum á skáphurðinni minni, og talaði við sjálfa mig.
kannski er ég bara ekkert eðlileg.
ég var samt bara að grínast. mestmegnis. eða ég meina ég var ekkert að rökræða við sjálfa mig... eða spyrja mig að einhverju sem sá hluti sem spurði vissi ekki, eins og fólk á kleppi.
ég var bara að grínast.


kegs.

Engin ummæli:

 

© Stefanía 2008