föstudagur, október 08, 2004

ekkert gips lengur.
ég losnaði við gipsið mitt í gær. á afmælisdaginn minn. ég átti nefnilega afmæli í gær.

núna er ég að fara að gera svo ótrúlega skemmtilegt. eða ég er að fara að gera doltið viðurstyggilega leiðinlegt í svona fjóra til fimm tíma svo að ég geti gert svolítið alveg fáránlega skemmtilegt eftir fjóra til fimm tíma. eða eiginlega bara alla helgina. eða svona fram á miðjan sunnudag kannski.

í spilun: bubbi - fjólublátt flauel.
hversu gott er þetta lag? mjög gott. ég fæ fiðríng í magann og þungt fyrir hjartað þegar ég hlusta á það. og líka svona ótrúlega mikið áreiti á einbeitinguna. þ.e.a.s. þegar þetta lag er á fóninum þá á ég mjög auðvelt með að gleyma því sem ég var að gera, því sem ég þarf að gera, því sem vil gera, því sem ég hef gert o.s.frv. ég bara sit og stari útí loftið og hugsa um eitthvað sem ég veit ekki alveg hvað er, því svo allt í einu hrekk ég aftur í heim skyldanna og
vá ég var að fá svona núna.

ég fékk proddiggí miða í afmælisgjöf. ég fékk líka arkítektúrbók og söguatlas. ég fékk líka vettlinga. ég var næstum því búin að týna þeim áðan, annan daginn sem þeir eru í minni eigu.

ég á svo auðvelt með að týna vettlingum, ég skil ekki hvers vegna. það hefur fylgt mér alla ævi að týna vettlingum. ég á svona milljón einn vettling (þessi setning þýðir að ég eigi fullt af stökum vettlingum) því ég týni alltaf að minnsta kosti öðrum þeirra.

palli er komin bæ.

Engin ummæli:

 

© Stefanía 2008