miðvikudagur, október 06, 2004

á morgun á ég afmæli.
eftir fjóra klukkutíma á ég afmæli.
7. október á ég afmæli.
eftir tvöhundruðogfjögurtíu mínútur á ég afmæli.

kardimommudropar.

mig dreymdi að pabbi hefði sagt "ég var að lesa bloggið þitt" og ég hefði snappað á hann.
var það ekki draumur annars? ég man það bara ekki.

kardimommubærinn.
ég er ekki alveg viss viss að hann heiti þetta en ég nokkuð viss.
rosalega skemmtilegur bær. ég hef komið þangað. ég hef allavega komið í eftirlíkingu sem er stödd í fjölskyldu- og húsdýragarði í noregi, rétt hjá lillesand.
alveg ágætt það skomm.

mig langar til þess að koma einni skoðun á framfæri, ótrúlegt en satt. ég er minna fyrir að segja eitthvað af viti hérna.
ég vildi að allir væru hamingjusamir.

deisjavú.
ég held ég hafi áður talað um þetta hérna. æji bla ok.

ég skil engan veginn hvers vegna fólk segir "ef það væri bara gott þá kynnum við ekki að meta það, við þurfum slæmt líka til þess að geta gert greinamun á góðu og slæmu séð að okkur líður vel."
það er núll vit í þessu sko! auðvitað er frábært ef okkur líður alltaf vel! ef okkur líður alltaf vel þá líður okkur alltaf vel! við þurfum ekkert að vita að það er til slæm tilfinning líka til að geta liðið vel!

alveg eins og þegar við smökkum ís í fyrsta sinn og finnst hann frábær, þá þurfum við ekki að vita að til er vondur ís til þess að vita að okkur finnst þessi góður. hann er bara góður.
þetta er rugl.

ef þið sjáið eitthvað athugavert við þetta þá endilega segið það, en ég hlusta ekki á "það verður að vera slæmt svo við vitum að eitthvað sé gott". það er kjaftæði. ef þið komið með þetta, komið þá með einhver rök með því.

annars þakka ég fyrir mig og kegs.

Engin ummæli:

 

© Stefanía 2008