miðvikudagur, júlí 14, 2004

ojjj pirringurinn brýst um í mér. samt hef ég ekki hugmynd af hverju. kannski það séu ömurlegu fréttirnar sem ég fékk í gær, en ég held samt ekki.

hvað er málið með að ástarlíf allra í kringum mig skuli blómstra eins og lúpínur í góðum jarðvegi!? má ég pirrast smá yfir því? nei? ok.

eitt sem mig langar ekki í og það er óvandlæti á karlpeninginn. hér með er það vandlætið og ekkert annað. engar ákvarðanir undir áhrifum áfengis. ekkert rugl, enginn bömmer. ekkert dóp, engin vitleysa.

paranoid android. fokkíng gott lag og ef þið vitið ekki hvaða hljómsveit bjó það til þá eigið þið það ekki skilið. þess má geta að hún samdi það ekki fyrir eitt lag, heldur var hún búin að semja nokkur lög en kláraði ekkert af þeim og ákvað að skella pörtunum saman í eitt lag. enda er þetta magnað lag sem hrífur mann upp af löppunum með gæsahúð útum allt. hvernig það breytist úr hægu í hratt og hljóðfæraáhersluskiptingin og allt við þetta lag er stórkostlegt. guð minn góður já. ekki það að ég trúi á hann en hvað um það.

einhver sagði að besta verk satans hafi verið að sannfæra fólk um að guð væri ekki til. kannski er það rétt. kannski eru þeir báðir til. djöflinum er áreiðanlega alveg sama þótt fólk trúi ekki á hann, málið er að trúa ekki á guð. er ég þá að lúta skrattanum?
í svona tali þá verður maður hræddur. á satan mig? nei! þú átt mig ekki neitt. æj nú þori ég ekki að blóta...

friðarspillir er orð dagsins. að þessu sinni á orð dagsins sér engin stoð. bara smá.

ég sakna vellíðunar. bömmer það. ég sakna dags án pirrings að óábendanlegri ástæðu. eða bara dags án pirrings. ég sakna þess að vita hvað ég vil. ég sakna þess að standa ekki á krossgötum algerlega ráðavilt og áttavilt.

geðlyf? nei, helst ekki, takk fyrir.

á ég eftir að sakna þess að sakna bara þessa? vonandi ekki. vonandi hættir söknuður og gleðin tekur við. það væri alveg mergjaðslega fríkí.

tilvitnun: "ég bara get ekki stigið á holræsi, fæ bara klígju. það er alveg mergjaðslega fríkí."
hver sagði? hvenær? með hverjum? hver veit svarið? ég veit hver veit svarið og ég veit líka svarið sjálf. skemmtileg orðasamsetning þetta og sankaði að sér miklum hlátri.

ég þoli ekki pop-up glugga. fokkíng fíbblaskapur.

á ég að kaupa mér tölvu og bíl? á ég að fara að sofa? á ég að fara að vinna eftir fimm klukkutíma og 20 mínútur? á ég að vakna eftir fjóra klukkutíma of 20 mínútur af því að ég þarf að vera fersk í vinnunni?
ég á svarið við tveimur ofangreindum spurningum. og svarið við þeim báðum er já. það eru síðustu tvær spurningarnar.
nenni ég að fara að sofa? nei svefn er ömurlegur. aldrei neitt skemmtilegt. samt er svefn það besta sem ég veit.

takk fyrir hjálpina már. ég er betur tilbúin til að takast á við lífið... uuu nei! gerir þetta eitthvað fyrir mig? já reyndar... en ég veit ekkert hvað ég á að gera til þess að þetta geri eitthvað fyrir mig.

vá hvað það er skrítið að pæla í því hve hratt stafirnir myndast þegar maður er að skrifa, ef maður skrifar hratt. þeir myndast jafn hratt og þegar þeir eru sýndir myndast í sex and the city þegar hún er að skrifa dálkinn sinn. samt hugsar maður þá "thi sénsinn að hún sé að skrifa þetta er að skrifast einhvern veginn öðruvísi." en hún er nú bara samt ábyggilega að skrifa sjálf þarna. eða sennilega reyndar einhver annar, en málið er semsagt að það er ekkert hratt. maður á ekki að trúa á svona lítið.

tortryggni. jákvæð eða neikvæð? manni er kennt að gagnrýnin hugsun sé málið. stundum er samt málið að trúa fólki. en traust er aðeins hægt að vinna sér inn. áunnið traust er eina traustið sem er alvöru traust. ég trúi ekki á traust eftir framhjáhald. miiistöööök.
ömurlegt fyrir fólk ef það heldur framhjá og fær aldrei aftur traust. en það er samt ekki skrýtið. engan veginn. nó veij.

ok núna er ég í drullufokkíng skapi en veit ekkert af hverju, samt nær roses að hressa mig pínu. þetta sýnir fram á hve fokkíng hressandi þetta lag er maður vá.
langar í bjór. og strák sem hefur þegar unnið sér inn traustið mitt. vandlæti.

mig langar að koma því á framfæri að það er misskilningur hjá ótrúlega of mörgum strákum að leyfi fyrir kynmökum sé komið þegar tekið er aðeins á móti viðreynslu. neibb það er nefnilega alrangt. ég hitti strák um helgina, sem mætti reyndar kalla mann, og ég held að hann hafi vitað nákvæmlega hvað hann var að gera þegar hann var að reyna við. ég veit allavega hvernig á að reyna við stelpur, ég er búin að finna það út. en það er bara ekki nóg fyrir mig, því ég hef ekkert að gera við þá vitneskju. ekki nema miðla henni áfram til stráka.
ef þú, lesandi góður, ert ýmist gagnkynhneigður karlmaður eða samkynhneigður kvenmaður þá getur þú leitað til mín til þess að komast að því hvernig á að reyna við stelpur...

á ég að fara að sofa? nei ég nenni því ekkiiii... hausverkur af þreytu. rúmið mitt býður ekki uppá löngun í það. það er ekki gott. ég fæ nýtt þegar ég flyt suður. þegar þegar þegar þegar.

*heiðursorða til hvers sem komst svona langt í þessum texta. ég veit að ég væri komin svona langt því ég er ofurbloggnörd, eins og ég heiti svo sannlega á msn núna. en ég veit líka að svo margir eru löngu búnir að gefast upp. mjög skiljanlega. þetta er samhengislaus kvörtunartexti. en skemmtilegt.

ég get ekki hætt að skrifa. fingur mínir leika við lyklaborðið og geta ekki hætt, eins og núningslaust hjól getur ekki hætt að snúast. samt hef ég ekkert að segja. ég er ekki einu sinni að tala undir rós, eins og ég geri alltaf. alltaf alltaf alltaf alltaf. áhersla, mjög mikilvæg. ekki satt?

jæja ég óð á vaðið og núna vonandi get ég borgað mínar skuldir.

góða nótt. sénsinn, en vonandi samt. hmh ég man að ég ætlaði að gera eitthvað ps. en ég man ekkert hvað það var þannig að það bíður bara betri tíma.

lag nútímans: the walkmen - the rat. mega lega lag. vááá gæsahúð við hlustun, við erum að tala um það sko.

hve langur er nútíminn? umdeilt... gæti verið þessi píkósekúnda, þessi öld... einhvers staðar þar á milli er þetta lag.

bless kex.

Engin ummæli:

 

© Stefanía 2008