miðvikudagur, júlí 07, 2004

æjæjæj ég sat í sófa úti í dag. þar var fiðrildi sem festi sig í köngulóavef. mjög leiðinlegt að horfa uppá það. svo brölti það um heillengi og náði á endanum að losa sig en datt þá bara niður á jörðina. það gat auðvitað ekkert flogið lengur því duftið á vængjunum var nottla allt í kássu og vængirnir eiginlega bara límdir saman.

yfirmaðurinn minn er kengruglaður. maður veit aldrei við hverju má búast af henni. hún er voða jolly eina sekúnduna og svo allt í einu snappar hún. ég var í voða uppáhaldi hjá henni síðasta sumar, en ekki þetta sumar. en hún sagði samt við pabba minn að hann mætti vera stoltur af mér. en frábæææært.

now i'm souling of tiredness. afmælið hennar dagnýjar var að ganga í garð. til hamingju með afmælið dagný! ég get stolt sagst hafa verið sú fyrsta sem óskaði henni til hamingju með þennan merka áfanga sem er að verða átján vetra gömul.
nei en semsagt síðustu nótt svaf ég ekki mikið og mætti til vinnu galvösk klukkan sjö í morgun til að þjóna hótelgestum til borðs. mjög ánægjulegt. fór svo til dagnýjar (það var í gamla daga þegar hún var ekki orðin átján ára) og við fórum í sund. við skaðbrunnum báðar tvær. en ég er mun verri. gæti ábyggilega gert fólk brúnt bara með afgangnum af útfjólubláu geislunum sem stafa frá mér. þetta er rosalegt. núna lifi ég á aloa vera geli. very sneddy. vonandi verð ég bara brún... en flagna ekki. ég þori varla að skrifa þetta. að skrifa þetta er eiginlega ávísun uppá að ég flagni en verði ekki brún... neinei jákvæðnin í fyrirrúmi. forbed.

ég fékk mér mars! súkkulaði er svo gott. súkkulaði.
slagorð aldarinnar er: súkkulaði.

núna er ég farin að sofa. sofa með brunna andlitið mitt. frábææært. jæja bæææ.

Engin ummæli:

 

© Stefanía 2008