þriðjudagur, júlí 20, 2004

OH fokkíng hóru blogger. allt dottið út sem ég skrifaði. djöfullinn. djöfulsins drasl. og um daginn virkaði blogger.com ekki. ég var brjáluð. og bloggaði í gestabókina hans stefáns í staðinn. það var alveg mega. en ég var samt reið. og rauð. og í bleikum bol. og svörtu pilsi. og sat stjörf. rosa stemning.
 
ég er með tilgátu. evans = ævar? hmh... maður spyr sig sko. þetta eru nebblega pínulítið lík nöfn. líknöfn. nöfn líka.
 
hafiði heyrt um málarann sem málaði svo mikið að hann fékk málverk? húhúhúúúú. this is a mega joke.
 
um daginn þegar ég sagðist ætla að fá mér mjólkurkex og mjólk, þá var ekki til mjólkurkex. djöfull var ég reið. en ekki rauð. það er alltaf til mjólkurkex heima hjá mér en akkúrat ekki þarna á þessu augnabliki þegar mig langaði rosalega í mjólkurkex og mjólk. BÖMMER. bömmersittý. en núna áðan þá langaði mig í eitthvað, en ég vissi ekki alveg hvað, leit inní skáp og hvað blasir við mér? jáh það var sko mjólkurkex. þannig að ég fékk mér risakönnu, fyllti hana af undanrennu og tók hana með mér inní herbergið mitt ásamt fimm mjólkurkexum. namm en ljúffengt. en núna er ég búin með öll kexin og það er rosalega vont eftirbragð af þessu sko. maður veit ekki alveg hvað maður á að gera í svona stöðu. hlöðu. lóð. fasteignasali. american beauty. tuðandi mamma. mamma (nei grín mamma ekki taka þessu nærri þér). pabbi. reykjavík sittý. mh here i come.
 
en hvað ég hlakka til að flytja til reykjavíkur. þó ég eigi nú eftir að sakna eyrar akranna soldið smá. allavega margar persónur og nokkrir hlutir hérna sem eiga eftir að vekja upp smá saknaðartilfinningu.

þá má upp telja:
dagný - björk - harpa, litla systir mín - brynja - lísa - dagný - björk - stefán þór - brynja - brynja - brynja - brynja - björk - útsýnið - fegurð fjarðarins - veðrið - sófinn - skinnó - guddi - oddur - júlíus - dagný - lísa - stefán þór - helgar á akureyri (en í staðinn fæ ég helgu í reykjavík, húhú) - inga vala - guddi - tölvan mín (já ég mun sakna þín þótt þú sért drasl) - herbergið mitt - umferðarskiltið mitt, stóra, sem nær næstum því uppí loft - stuttar vegalengdir - brynja - dagný - heimsækja lísu í vinnuna - bíllinn okkar (ég mun líka sakna þín þótt þú sért líka drasl) - oddur - brynja - næturrúntur með gudda - næturrúntur - ma (þótt ég þoli þig ekki) - stuttar vegalengdir - brynja - fimmtudagskvöld, að vetri til, á dátanum - bjórchill með akureyrskum vinum - akureyrskir vinir. elskykkur :*


Engin ummæli:

 

© Stefanía 2008