fimmtudagur, júlí 15, 2004

að gefnu tilefni langar mig að taka fram að ég er má (már er nafn (gæti misskilist sem innsláttarvilla eða eitthvað (sem beyging af sögninni að mega (haha mega)))) í alvöru mjög þakklát fyrir hjálpina.

djöfull er ég stolt af þér björk, fyrir að hafa lesið alla þarsíðustu færslu. *heiðursorða.

ég skal semsagt líka segja ykkur það, af því þið vitið sennilega ekki framhaldið. ég fór að sofa klukkan fimm þarna... síðast... þið vitið, þegar ég var að skrifa um það að ég nennti ekki að fara að sofa. svo vaknaði ég hálfníu, búin að sofa yfir vaktina mína. frábært. nei ömurlegt! bömmer. geðveikur bömmer. og ég hefði semsagt ekki átt að fara að sofa, eins og evans benti svo skemmtilega á, í kommentinu sínu. nafnleynd bönnuð á þessu hóteli væni/væna! gefðu þig fram. (hótelið á ekkert við hótel, bara þetta blogg eða eitthvað þannig... bara skemmtilegt að segja að eitthvað sé bannað á þessu hóteli.)

á mínu hóteli (hótelinu sem ég vinn á) er bannað að tala illa um samstarfskonu. hmh má þá tala illa um samstarfsmann? það er líka bannað að sitja uppá bekkjum. núna eru sennilega allir nema norðlendingar að hugsa: "af hverju er bannað að sitja á bekkjum? eru bekkir ekki til að sitja á þeim?"... tjah ég skal sko segja ykkur það að hér norðan heiða, þar sem allt er skrítið, er orðið bekkur notað yfir eldhúsborð. ekki eldhúsborð sem maður borðar á, heldur þar sem vaskurinn er, og eldavélin.
niðurfall er líka svelgur. og vaskur er vaski. og sprungið dekk er púnkterað. og harðsperrur eru strengir. og nærbuxur eru alltaf brækur.
já akureyri er svo sannarlega skrítin. fagnaðartilfinningin brýst um í mér vegna brottfarar héðan. héðinn.

palli! bara einn daguuur... vá en skrítið. ég skrifaði palli, og þá signaðist hann inná msn! hahah. merkilega fríkí. :* bless kex. rúmlega hálfur kexpakki.

Engin ummæli:

 

© Stefanía 2008