sunnudagur, júlí 11, 2004

jæja já. gærkveldið var svona gríðarlega skemmtilegt já. skvísa að kyssa tvo gaura og önnur skvísa að kyssa annan þeirra líka.
einhver gella hellti lónvatni all oveeeer. skvísan lyktaði. 65438 pípur! sóðalið. ógeðslegt útúrpoppað fólk sem hræddi mig. ég ætla aldrei, ég ætla aldrei, ég ætla aldrei að verðeinsog þeir.

kox er orð gærkvöldsins.

mjög skemmtilegt á dátanum að tala við jón sem rímar við flón. núna veit enginn hvaða jón ég er að tala um því það er til fullt af jónum (haha jónum) og allir bara "ú hvaða jón var hún að tala við ú"... bömmer, fáið ekki að vita.

hörður heitir maður sem fær *heiðursorðu fyrir gærkveldið, fyrir örlæti sem hann sýndi manneskjum á barnum sem áttu áfengi læst heima hjá vinkonum sínum.

fata fær líka heiðursorðu fyrir að vera góð í að grípa. fata er líka ótrúlega skemmtilegt orð sem rímar við svo margt að ég ætla að gefa því tvöfalda heiðursorðu. *tvöföld heiðursorða

fata-plata(blekkja)-plata(til að spila með plötuspilara)-skata-mata-hata-lata-ata-bata-gata-jata-kata-krata-glata-snata-rata... og svo framvegis krakkar mínir.

jæja, vinna í fyrró. beila á lísu... ekki love guru í sjallanum hehe. djöfuls bömmer *kaldhæðni*
núna ætla ég að fara að deyja úr þreytu. ég er að kafna úr einhverri lykt samt... það er einhver mega lykt hérna, hef ekki hugmynd um hvaða... é hebbariggi hummynd ummða. en mig langar í pizzu. vááá hvað mig langar í pizzu. eða eitthvað svona djúsí og skemmtilegt. mig langar að fara út og kaupa mér eitthvað svoleiðis! en núna er einhver rosamórall útaf bílnotkuninni minni held ég... bömmer. á að taka af mér lykilinn. kom bara allt í einu. datt úr ljósakrónunni. lykillinn sko... nei ok ég er að rugla bara. en ég þoli ekki að það sé eitthvað veseeeen. oh. en pirrandi. þá verð ég að fá mér einhverja bíldruslu sem endist í nokkra mán. það er nóg fyrir mig.

góða nótt hórutussumellur (nei grín).

ps. velkomin heim björk og oddur.

Engin ummæli:

 

© Stefanía 2008