fimmtudagur, júlí 29, 2004

ég verð alltaf svöng á nóttunni. bömmersittý.

dagur í lífi stefaníu:

  • vakna þrjú, hálffjögur.
  • fara í sturtu (nema ég vakni seinna en þá og það sé of stutt þar til ég á að mæta í vinnuna).
    klæða mig.
  • fara í vinnuna klukkan fjögur.
  • brjóta saman handklæði, leggja rúmföt, brjóta saman rúmföt, strauja lök, brjóta saman lök, strauja skyrtur, setja í þvottavél, taka úr þvottavél, setja í þurrkara, taka úr þurrkara, fara með uppábúnar dýnur, fara með óuppábúnar dýnur, fara með aukakodda og fara í tvö stutt matarhlé einhvers staðar þarna inná milli.
  • hætta að vinna klukkan tólf.
  • koma við í eldhúsinu á leiðinni út og fá mér bestu súkkulaðiköku í heimi.
  • redda fari heim.
  • ákveða að fara að sofa við heimkomu og vakna snemma daginn eftir.
  • kveikja á tölvunni við heimkomu.
  • skoða blogg, tala á msn, blogga.
  • slökkva á tölvunni.
  • setja friends í.
  • ná í mat fram í eldhús og borða hann yfir friends.
  • sofna á bilinu fimm til hálfátta um morguninn.
  • vakna við vekjaraklukkuna klukkan tólf.
  • snúsa til klukkan þrjú eða meira.
  • vakna og hringrásin hefst á ný.
hví geri ég þetta? agafokkíngleysi.

-"you want me to give you a name? "
-"yes."
-"oh god, the pressure... of a name... *hugs* ...cindefokkín'rella."

þegar ég lýk við þessa bloggfærslu, sem ég geri við tóna guns and roses - november rain,  sem er eitt besta lag allra tíma, þá mun ég fara fram í eldhús og steypa saman einhverri skemmtilegri en fyrirhafnarlítilli máltíð sem ég mun borða yfir friends þætti eða fjórum.

 
vá mér varð allt í einu minnistæð ein mynd sem ég sá þegar ég var lítil, eða u.þ.b. átta ára. ég held hún heiti hero. hún er allavega með dustin hoffman. hann bjargaði fullt af fólki úr flugslysi. það var hellidemba og dimmt úti og hann týndi einum skónum sínum. eftir björgunina fór hann bara. en einhver fann skóinn og lýst var eftir manninum sem átti hinn.
ég man ekki hvernig þessi mynd endar. ég ætla að leigja mér hana bráðum. pottþétt.

ég horfði á þessa mynd oftar en einu sinni og oftar er tvisvar (og reyndar oftar en þrisvar... og miklu oftar en það líka. reyndar bara alveg hellings skipti). hún var til inní spóluhillu hjá frænda mínum, friðrik. hann átti svo margar spólur sem ég var alltaf að stelast til að horfa á.

ég man að á þessu tímabili ákvað ég að þegar ég eignaðist fullt af spólum myndi ég alltaf hafa ótrúlega skipulagt kerfi á merkingum spólanna:
aldrei spóla merkt áhugaverðu nafni en svo fótboltaleikur á henni. ég ætlaði líka alltaf að skrifa nafn myndarinnar bæði á ensku og íslensku svo krakkar skildu hvað myndin héti (ég skildi nefnilega oft ekki hvað myndirnar hétu og gat því ekki ákveðið hvaða spólu ég vildi horfa á) og alltaf hvort hún væri bönnuð börnum eður ei (mér fannst mjög leiðinlegt að setja einhverja spólu í og sjá svo að það var fullt af blóði og hryllingi).


skrítið hvað sumir hlutir festast algerlega í minni manns. í þessum skrifuðu orðum eru nokkrar minningar að þjóta í gegnum huga minn aðeins varðandi þetta hús, húsið hennar ömmu böddu þar sem hún, afi pétur, friðrik frændi og davíð frændi bjuggu í mörg ár. og reyndar ég, mamma og rebekka líka um stund.


þar sem það tók mig smá tíma að rita þessa fallegu frásögn á lyklaborðið svo hún birtist á skræbóttum kræklingi, þá kveð ég ykkur ekki lengur með november rain, heldur placebo - pure morning. ótrúlega töff lag með hægum og flottum takti og skemmtilegum texta sem meikar svosem lítið sens. minnir mig samt á tim belgíubúa, þetta lag. eða eiginlega bara alla belgíubúana. og bara belgíu.
oh belgía, mig langar til belgíu.

bless kex.


þriðjudagur, júlí 27, 2004

mörg tár.

sunnudagur, júlí 25, 2004

ohhh ég er að fá vonda bólu undir nefið, ég finn hana. það er megavont að fá bólu þar. það er eins og þær svona nærist á einhverri taug eða eitthvað. aum í svona cm radíus í kring. fokk ömurlegt.

þetta er búið að vera ömurlegur dagur. ömurlegur alveg hreint. svik og aftur svik! ótrúlegt.
byrjaði á einni lygi, og önnur bættist þar ofan á til að bæta fyrir hina. fjandi.
sársauki vegna brottfarar minnar frá akureyri. dagný ég elska þig.
löggusvín með enn eitt böggið í mínu lífi. nei reyndar var þetta bara ekki neitt mitt líf en ég missti mikið álit á lögreglu akureyrar í kvöld. allavega manni sem heitir einar. held ég, kannski er ég bara að rugla.
einn löggi tók allavega benna og rústaði á honum hendinni. ástæðan var sögð vera mótþrói. aðspurð svaraði lögreglan ekki við hverju mótþróinn hefði átt að vera. aumingjar. bara að reyna að espa greyið strákinn upp til að hafa eitthvað á hann. ógeðslegt helvíti maður.
þess má geta að ég sá þetta frá byrjun og veit hvað ég er að tala um. hef í gegnum tíðina verið svona nokkuð hliðholl lögreglunni, ja að einhverju leiti allavega. en framvegis fær hún ekki mikinn stuðning frá mér. hórur.
fleiri lygar! dulargervi! feik msn. lygar. fleiri lygar.

mig langar eiginlega bara að flytja til surtseyjar. þar þarf ég ekki að hafa samskipti við svona illa innrætt fólk. djöfull. ég er reið.

ágætis djamm annars. gladdi mitt litla hjarta að fá smá bros. takk :*

viltu rauðan eða bláan? (þetta er einkahúmor, kannski ég segi söguna góðu við tækifæri)

brynja á morgun? eða sofa? ég þarf þá allavega að láta vita að ég verði að sofa. sofa sofa sofa. ég veit um mann sem skuldar mér flug! hann heitir jón.

góða nótt.

föstudagur, júlí 23, 2004

jæja krakkar mínir.

steini pé vakti mig með símtali í dag, klukkutíma áður en ég átti að mæta til vinnu! hann sagðist hafa fengið ábendingu um að ég væri með umferðarskilti í minni vörslu. ég játti því og hann sagðist ætla að mæta heim til mín til að "taka skiltið og ræða aðeins við mig".
stuttu síðar mætti hann heim til mín. hann byrjaði á því að hneykslast á því að stelpa væri með skilti, því hann hefði nýlokið við að yfirheyra þrjá unga drengi vegna skiltastuldar.
þá tók við skoðun skiltisins.
hann spurði  hvort ég hefði stolið því. en ég sagði auðvitað "nei, mér var gefið það. og sá sem gaf mér það rændi því ekki uppúr jörðinni heldur fann það liggjandi á grasinu". þá sagði hann "og þú ert svona trúgjörn?" og glotti. en það er samt satt að það fannst liggjandi í grasinu (ég sá það)!
skiltið er náttúrulega svona tveir metrar á hæð (ég var að líta í áttina að fyrrum stað skiltisins í herberginu mínu, ég ætlaði að tékka á hæðinni. það er asnalegt að það sé ekki þar, það á að vera þar (það er hluti af sálu minni). alltaf þegar ég er að hugsa þá lít ég á það! en ekki lengur því það er ekki þarna *tár*) og það kemst ekkert í  neinn venjulegan bíl skal ég segja ykkur, þannig að steini beini gat ekki tekið það í litla löggubílinn.
hann sagðist ekki vera á flutningabíl þannig að mín refsing væri sú að ég þyrfti að koma því uppá framkvæmdamiðstöð. hann ákvað að kæra mig ekki því hann trúði frásögn minni um að ég hefði ekki stolið því.
nú stóð ég uppi með eitt stykki risaumferðarskiltis í höndunum og átti að mæta í vinnuna eftir minna en klukkustund og átti eftir að fara í sturtu og bursta tennur og allt svona drasl. bömmersittý.
ég hringdi í gudda sæda til að biðja hann um hjálp. hann býr nefnilega svo vel að hafa pikköpp bíl til umráða. guddi kláraði því vinnudaginn sinn og mætti svo á pikköppnum heim til mín þegar ég var komin í vinnuna og bjargaði deginum. og vikunni. takk ástin mín :*. *heiðursorða.

svaka dagur. svaka vesen.

djöfulsins mórall er samt í einhverju fólki að tilkynna þetta. ég trúi þessu bara ekki. hvaða fíbbl gerir svona? en sendir mér samt viðvaranir fyrst, nafnlaust, af simanum.is. sénsinn að maður taki mark á því og haldi ekki að það sé eitthvað grín.
ég er reið við einhvern sem ég veit ekki hver er. ég skil ekki hvernig þessi manneskja fór að þessu. ég er nefnilega ekki skráð í símaskránni. þannig að það getur ekki verið að manneskjan þekki mig ekkert og hafi bara labbað framhjá glugganum mínum, séð skiltið, haft uppi á númerinu mínu og varað mig við!
niðurstaða: þetta hlýtur að vera einhver sem þekkir mig og hatar mig. bömmersittý.

boðskapur: ef þið viljið vara einhvern við áður en þið tilkynnið hann til lögreglu vegna skiltavörlsu þá skuluði ekki gera það af simanum.is nafnlaust. viðkomandi mun mjög líklega ekki taka mark á því.

jæja ég er farin að fá mér smá að borða (kannski) og setja spólu í (kannski) og sofna yfir henni eftir að hafa lokið máltíðinni minni (sem ég fæ mér kannski).

góða nótt thugs.

fimmtudagur, júlí 22, 2004

illska hér á ferð.

ég vil vinsamlegast biðja hvern þann sem sá um umferðaskiltis-lögreglu brandarann að gefa sig fram. ekki rugla svona í mér, það er bannað. ok? ég var hrædd... er þetta ekki grín? ég er nokkuð viss núna um að þetta sé grín en ég þori eiginlega samt ekki að draga frá glugganum mínum svona til öryggis... mamma varð líka alveg snældubandvitlaus úr áhyggjum... látið mig vita að þetta hafi verið grín. ekki fyndið grín heldur.
svipað grín og að skríða í gegnum fatahólf og bregða manni með því að baða út höndum hálfur í gegnum hólfið, þegar maður stendur í sínum mestu makindum, algerlega óviðbúinn, að leggja koddaver og syngja með góðri tónlist... hmh... sami maður á bakvið báða brandara? mér er spurn. en ég veit ekki svarið. ætli evans viti svarið? ætli ævar viti þá líka svarið? þetta er rosaleg ráðgáta allt saman.

en svona í alvöru. látið mig vita ef þið vitið hver hótaði mér að hringja á lögguna útaf skiltinu sem sá hinn sami "sá inn um gluggann minn".
getur ekki verið að einhver hafi séð skiltið innum gluggann og fundið svo númerið mitt og hótað mér. sénsinn. sérstaklega af því að ég er ekki með skráð símanúmer.
taktu heiðurinn að þessum góða brandara, mister mistery man (or woman).

ykkar einlæg, með áhyggjur,
stefhildur.

miðvikudagur, júlí 21, 2004

a friend in need's a friend in deed, a friend with weed is better.
giggja lag. placebo - pure morning.

sko... fjórir dagar þar til helga kemur. fimm dagar þar til ég fer útí sumarbústað. ellefu dagar í versló. tuttuguogníu dagar þar til ég flyt suður. flyt suður! vá... en skrítið... MEGA.

ohh ég þoli ekki þegar helvítis fiskiflugur sveima um herbergið mitt. djöfullinn. svo kemur allt í einu svona suð í eyrað á manni og maður lætur eins og vitleysingur að lemja í loftið og helvítis flugurnar bara sleppa og koma svo aftur. svo fljúga þær í ljósinu og gera svaka læti við það eitthvað suðhljóð og þegar þær klessa á og eitthvað fokk. og kemur alltaf svona skuggi útum allt sem hreyfist og blah! helvítis flugur. flugur laðast að mér. ég er búin að komast að því. flugum finnst ég aðlaðandi. flugum finnst ég segsí. nei grín.
ég held það séu flugur og hundar sem skynja ótta og sækjast í hann... flugur eru ömurleg dýr. ömurleg. allar pöddur eru ömurlegar. fokksjitt ömurlegar.

mig dreymdi rosadraum í nótt. eða dag eiginlega. klukkan svona tvö. ég átti kærasta. voða sædur sdrágur sem ég þekki. sem ég var að uppgötva hvað væri sætur. svo vaknaði ég við vekjaraklukkuna mína upp af þessum væra draumi, og snúsaði í rúman klukkutíma til að geta haldið áfram að dreyma hann... "góður draumur maður".
ætli mig hafi verið að dreyma fyrir framtíðinni? kannski er ég bara berdreymin og þetta á eftir að gerast... hver veit. tjah ekki ég allavega.

taka það fram að dyraverðir eru líka ömurleg dýr.

bless kexpakki.

þriðjudagur, júlí 20, 2004

OH fokkíng hóru blogger. allt dottið út sem ég skrifaði. djöfullinn. djöfulsins drasl. og um daginn virkaði blogger.com ekki. ég var brjáluð. og bloggaði í gestabókina hans stefáns í staðinn. það var alveg mega. en ég var samt reið. og rauð. og í bleikum bol. og svörtu pilsi. og sat stjörf. rosa stemning.
 
ég er með tilgátu. evans = ævar? hmh... maður spyr sig sko. þetta eru nebblega pínulítið lík nöfn. líknöfn. nöfn líka.
 
hafiði heyrt um málarann sem málaði svo mikið að hann fékk málverk? húhúhúúúú. this is a mega joke.
 
um daginn þegar ég sagðist ætla að fá mér mjólkurkex og mjólk, þá var ekki til mjólkurkex. djöfull var ég reið. en ekki rauð. það er alltaf til mjólkurkex heima hjá mér en akkúrat ekki þarna á þessu augnabliki þegar mig langaði rosalega í mjólkurkex og mjólk. BÖMMER. bömmersittý. en núna áðan þá langaði mig í eitthvað, en ég vissi ekki alveg hvað, leit inní skáp og hvað blasir við mér? jáh það var sko mjólkurkex. þannig að ég fékk mér risakönnu, fyllti hana af undanrennu og tók hana með mér inní herbergið mitt ásamt fimm mjólkurkexum. namm en ljúffengt. en núna er ég búin með öll kexin og það er rosalega vont eftirbragð af þessu sko. maður veit ekki alveg hvað maður á að gera í svona stöðu. hlöðu. lóð. fasteignasali. american beauty. tuðandi mamma. mamma (nei grín mamma ekki taka þessu nærri þér). pabbi. reykjavík sittý. mh here i come.
 
en hvað ég hlakka til að flytja til reykjavíkur. þó ég eigi nú eftir að sakna eyrar akranna soldið smá. allavega margar persónur og nokkrir hlutir hérna sem eiga eftir að vekja upp smá saknaðartilfinningu.

þá má upp telja:
dagný - björk - harpa, litla systir mín - brynja - lísa - dagný - björk - stefán þór - brynja - brynja - brynja - brynja - björk - útsýnið - fegurð fjarðarins - veðrið - sófinn - skinnó - guddi - oddur - júlíus - dagný - lísa - stefán þór - helgar á akureyri (en í staðinn fæ ég helgu í reykjavík, húhú) - inga vala - guddi - tölvan mín (já ég mun sakna þín þótt þú sért drasl) - herbergið mitt - umferðarskiltið mitt, stóra, sem nær næstum því uppí loft - stuttar vegalengdir - brynja - dagný - heimsækja lísu í vinnuna - bíllinn okkar (ég mun líka sakna þín þótt þú sért líka drasl) - oddur - brynja - næturrúntur með gudda - næturrúntur - ma (þótt ég þoli þig ekki) - stuttar vegalengdir - brynja - fimmtudagskvöld, að vetri til, á dátanum - bjórchill með akureyrskum vinum - akureyrskir vinir. elskykkur :*


mánudagur, júlí 19, 2004

björk sæda á afmæli í dag! til hamingju með afmæli ástargullmoli!
afmeilisteiti í tilefni. öllum boðið. nei grín. elska þig björk :*
 
ég þoli ekki fokkíng strauvélina. endalaus lök og dúkar. vandræði. æði vandrsins. nei grín.
 
bless kex.

fimmtudagur, júlí 15, 2004

að gefnu tilefni langar mig að taka fram að ég er má (már er nafn (gæti misskilist sem innsláttarvilla eða eitthvað (sem beyging af sögninni að mega (haha mega)))) í alvöru mjög þakklát fyrir hjálpina.

djöfull er ég stolt af þér björk, fyrir að hafa lesið alla þarsíðustu færslu. *heiðursorða.

ég skal semsagt líka segja ykkur það, af því þið vitið sennilega ekki framhaldið. ég fór að sofa klukkan fimm þarna... síðast... þið vitið, þegar ég var að skrifa um það að ég nennti ekki að fara að sofa. svo vaknaði ég hálfníu, búin að sofa yfir vaktina mína. frábært. nei ömurlegt! bömmer. geðveikur bömmer. og ég hefði semsagt ekki átt að fara að sofa, eins og evans benti svo skemmtilega á, í kommentinu sínu. nafnleynd bönnuð á þessu hóteli væni/væna! gefðu þig fram. (hótelið á ekkert við hótel, bara þetta blogg eða eitthvað þannig... bara skemmtilegt að segja að eitthvað sé bannað á þessu hóteli.)

á mínu hóteli (hótelinu sem ég vinn á) er bannað að tala illa um samstarfskonu. hmh má þá tala illa um samstarfsmann? það er líka bannað að sitja uppá bekkjum. núna eru sennilega allir nema norðlendingar að hugsa: "af hverju er bannað að sitja á bekkjum? eru bekkir ekki til að sitja á þeim?"... tjah ég skal sko segja ykkur það að hér norðan heiða, þar sem allt er skrítið, er orðið bekkur notað yfir eldhúsborð. ekki eldhúsborð sem maður borðar á, heldur þar sem vaskurinn er, og eldavélin.
niðurfall er líka svelgur. og vaskur er vaski. og sprungið dekk er púnkterað. og harðsperrur eru strengir. og nærbuxur eru alltaf brækur.
já akureyri er svo sannarlega skrítin. fagnaðartilfinningin brýst um í mér vegna brottfarar héðan. héðinn.

palli! bara einn daguuur... vá en skrítið. ég skrifaði palli, og þá signaðist hann inná msn! hahah. merkilega fríkí. :* bless kex. rúmlega hálfur kexpakki.

miðvikudagur, júlí 14, 2004

oh ég er ekki ennþá farin að sofa. en hvað ég er heimsk. mig langar í mjólkurkex og mjólk og ég ætla að fullnægja þrá minni. ætti ég kannski bara að vaka í alla nótt þannig að ég eigi ekki í vandræðum með að vakna? ég meina ég svaf hvort eð er til fjögur í dag... að vaka til hálftíu er ekki mikið... hvað finnst ykkur... æji ég sé til. það er oft ekkert stemning að vaka einn. en það er samt ótrúlega skemmtilegt oft. eða ég segi kannski ekki skemmtilegt. en eitthvað þannig. krúsa á bloggum og svona. skoða gamlar færslur á mínu bloggi. mega.
bloggsjúk. ég ætla að bæta við greininguna mína: ég er bloggsjúk. þetta mætti alveg kalla sérfræðigreiningu líka því ef einhver er bloggsérfræðingur þá er það án efa ég.

en bless kex... aftur.
ojjj pirringurinn brýst um í mér. samt hef ég ekki hugmynd af hverju. kannski það séu ömurlegu fréttirnar sem ég fékk í gær, en ég held samt ekki.

hvað er málið með að ástarlíf allra í kringum mig skuli blómstra eins og lúpínur í góðum jarðvegi!? má ég pirrast smá yfir því? nei? ok.

eitt sem mig langar ekki í og það er óvandlæti á karlpeninginn. hér með er það vandlætið og ekkert annað. engar ákvarðanir undir áhrifum áfengis. ekkert rugl, enginn bömmer. ekkert dóp, engin vitleysa.

paranoid android. fokkíng gott lag og ef þið vitið ekki hvaða hljómsveit bjó það til þá eigið þið það ekki skilið. þess má geta að hún samdi það ekki fyrir eitt lag, heldur var hún búin að semja nokkur lög en kláraði ekkert af þeim og ákvað að skella pörtunum saman í eitt lag. enda er þetta magnað lag sem hrífur mann upp af löppunum með gæsahúð útum allt. hvernig það breytist úr hægu í hratt og hljóðfæraáhersluskiptingin og allt við þetta lag er stórkostlegt. guð minn góður já. ekki það að ég trúi á hann en hvað um það.

einhver sagði að besta verk satans hafi verið að sannfæra fólk um að guð væri ekki til. kannski er það rétt. kannski eru þeir báðir til. djöflinum er áreiðanlega alveg sama þótt fólk trúi ekki á hann, málið er að trúa ekki á guð. er ég þá að lúta skrattanum?
í svona tali þá verður maður hræddur. á satan mig? nei! þú átt mig ekki neitt. æj nú þori ég ekki að blóta...

friðarspillir er orð dagsins. að þessu sinni á orð dagsins sér engin stoð. bara smá.

ég sakna vellíðunar. bömmer það. ég sakna dags án pirrings að óábendanlegri ástæðu. eða bara dags án pirrings. ég sakna þess að vita hvað ég vil. ég sakna þess að standa ekki á krossgötum algerlega ráðavilt og áttavilt.

geðlyf? nei, helst ekki, takk fyrir.

á ég eftir að sakna þess að sakna bara þessa? vonandi ekki. vonandi hættir söknuður og gleðin tekur við. það væri alveg mergjaðslega fríkí.

tilvitnun: "ég bara get ekki stigið á holræsi, fæ bara klígju. það er alveg mergjaðslega fríkí."
hver sagði? hvenær? með hverjum? hver veit svarið? ég veit hver veit svarið og ég veit líka svarið sjálf. skemmtileg orðasamsetning þetta og sankaði að sér miklum hlátri.

ég þoli ekki pop-up glugga. fokkíng fíbblaskapur.

á ég að kaupa mér tölvu og bíl? á ég að fara að sofa? á ég að fara að vinna eftir fimm klukkutíma og 20 mínútur? á ég að vakna eftir fjóra klukkutíma of 20 mínútur af því að ég þarf að vera fersk í vinnunni?
ég á svarið við tveimur ofangreindum spurningum. og svarið við þeim báðum er já. það eru síðustu tvær spurningarnar.
nenni ég að fara að sofa? nei svefn er ömurlegur. aldrei neitt skemmtilegt. samt er svefn það besta sem ég veit.

takk fyrir hjálpina már. ég er betur tilbúin til að takast á við lífið... uuu nei! gerir þetta eitthvað fyrir mig? já reyndar... en ég veit ekkert hvað ég á að gera til þess að þetta geri eitthvað fyrir mig.

vá hvað það er skrítið að pæla í því hve hratt stafirnir myndast þegar maður er að skrifa, ef maður skrifar hratt. þeir myndast jafn hratt og þegar þeir eru sýndir myndast í sex and the city þegar hún er að skrifa dálkinn sinn. samt hugsar maður þá "thi sénsinn að hún sé að skrifa þetta er að skrifast einhvern veginn öðruvísi." en hún er nú bara samt ábyggilega að skrifa sjálf þarna. eða sennilega reyndar einhver annar, en málið er semsagt að það er ekkert hratt. maður á ekki að trúa á svona lítið.

tortryggni. jákvæð eða neikvæð? manni er kennt að gagnrýnin hugsun sé málið. stundum er samt málið að trúa fólki. en traust er aðeins hægt að vinna sér inn. áunnið traust er eina traustið sem er alvöru traust. ég trúi ekki á traust eftir framhjáhald. miiistöööök.
ömurlegt fyrir fólk ef það heldur framhjá og fær aldrei aftur traust. en það er samt ekki skrýtið. engan veginn. nó veij.

ok núna er ég í drullufokkíng skapi en veit ekkert af hverju, samt nær roses að hressa mig pínu. þetta sýnir fram á hve fokkíng hressandi þetta lag er maður vá.
langar í bjór. og strák sem hefur þegar unnið sér inn traustið mitt. vandlæti.

mig langar að koma því á framfæri að það er misskilningur hjá ótrúlega of mörgum strákum að leyfi fyrir kynmökum sé komið þegar tekið er aðeins á móti viðreynslu. neibb það er nefnilega alrangt. ég hitti strák um helgina, sem mætti reyndar kalla mann, og ég held að hann hafi vitað nákvæmlega hvað hann var að gera þegar hann var að reyna við. ég veit allavega hvernig á að reyna við stelpur, ég er búin að finna það út. en það er bara ekki nóg fyrir mig, því ég hef ekkert að gera við þá vitneskju. ekki nema miðla henni áfram til stráka.
ef þú, lesandi góður, ert ýmist gagnkynhneigður karlmaður eða samkynhneigður kvenmaður þá getur þú leitað til mín til þess að komast að því hvernig á að reyna við stelpur...

á ég að fara að sofa? nei ég nenni því ekkiiii... hausverkur af þreytu. rúmið mitt býður ekki uppá löngun í það. það er ekki gott. ég fæ nýtt þegar ég flyt suður. þegar þegar þegar þegar.

*heiðursorða til hvers sem komst svona langt í þessum texta. ég veit að ég væri komin svona langt því ég er ofurbloggnörd, eins og ég heiti svo sannlega á msn núna. en ég veit líka að svo margir eru löngu búnir að gefast upp. mjög skiljanlega. þetta er samhengislaus kvörtunartexti. en skemmtilegt.

ég get ekki hætt að skrifa. fingur mínir leika við lyklaborðið og geta ekki hætt, eins og núningslaust hjól getur ekki hætt að snúast. samt hef ég ekkert að segja. ég er ekki einu sinni að tala undir rós, eins og ég geri alltaf. alltaf alltaf alltaf alltaf. áhersla, mjög mikilvæg. ekki satt?

jæja ég óð á vaðið og núna vonandi get ég borgað mínar skuldir.

góða nótt. sénsinn, en vonandi samt. hmh ég man að ég ætlaði að gera eitthvað ps. en ég man ekkert hvað það var þannig að það bíður bara betri tíma.

lag nútímans: the walkmen - the rat. mega lega lag. vááá gæsahúð við hlustun, við erum að tala um það sko.

hve langur er nútíminn? umdeilt... gæti verið þessi píkósekúnda, þessi öld... einhvers staðar þar á milli er þetta lag.

bless kex.

sunnudagur, júlí 11, 2004

coffie? tea?
TEA yourself
tea YOURSELF

coffie ay kay.

ég fékk mér dómínós pítsu í gærkvöldi eins og mig langaði heví (magnús) skeví(ing) mikið til.
ætli einhver annar hafi fengið sér eitthvað djúsí og skemmtilegt eins og ég? ég efast ekki um það. loooove guru í sjallanum. mega mikið af fyllibyttum þar án efa sem fengu sér hambó í nætursölunni eða búkollu á tiktak eða ostabrauðstangir á tiktak. allt saman er þetta einkennandi fyrir djammandi fólk og alls ekki sjaldséð. akkúrat andstæðan við sjaldséð ef eitthvað er.

núna er ég að borða afgang af dómínós pítsu. namminamm. köld pítsa er líka ótrúlega góð... mig langar í kók. kannski ég fari fram og fái mér kalt pepsi úr ísskápnum, í stíl við köldu pítsuna mína. er kannski volgt gos í stíl við kalda pítsu? af því að gos á nottla að vera kalt og pítsa á að vera heit þannig að þegar pítsa er komin úr sínu rétta hitastigi er þá kannski samstæða hennar gos í röngu hitastigi? þetta er pæling krakkar mínir.

nú ætla ég að fara að leggjast uppí rúm og horfa á eitthvað skemmtilegt kannski...

ég auglýsi eftir manneskju með mikið pláss á tölvunni sinni til þess að ná í þætti 24-27 (síðustu fjóra þættina) af the o.c.
hver og hver og vill og verður?! ég verð að horfa á þetta my thugs. vinsamlegast gerið mér þennan fallega greiða og segið svo "hey steffý ég er búin að dánlóda o.c.-þáttunum sem þú baðst um. viltu koma í heimsókn í o.c. maraþon? það verður sko mega og við eigum eftir að skemmta okkur konunglega!"
sá sem verður svo indæll að gera þetta fyrir mig skal fá brynjuís að launum, nó pró for john bó.

hurðu já. NÚ ætla ég að fara uppí rúm og horfa á eitthvað skemmtilegt kannski en kannski bara fara að sofa. það er líka sniðugt, þar sem ég er gríðarlega gríðarlega þreytt. í nótt svaf ég aðeins þrjá tíma sjáið til og nóttina þar á undan í fimm tíma og þá nótt (eða reyndar dag... 10:00-15:00) var líkaminn að vinna úr eiturefnum kvöldsins og næturinnar áður og þegar það er að gerast þá hvílist maður ekki. þess vegna er maður þreyttur og ónýtur þegar maður er timbraður, því maður er ekkert úthvíldur.

góða "nótt".
jæja já. gærkveldið var svona gríðarlega skemmtilegt já. skvísa að kyssa tvo gaura og önnur skvísa að kyssa annan þeirra líka.
einhver gella hellti lónvatni all oveeeer. skvísan lyktaði. 65438 pípur! sóðalið. ógeðslegt útúrpoppað fólk sem hræddi mig. ég ætla aldrei, ég ætla aldrei, ég ætla aldrei að verðeinsog þeir.

kox er orð gærkvöldsins.

mjög skemmtilegt á dátanum að tala við jón sem rímar við flón. núna veit enginn hvaða jón ég er að tala um því það er til fullt af jónum (haha jónum) og allir bara "ú hvaða jón var hún að tala við ú"... bömmer, fáið ekki að vita.

hörður heitir maður sem fær *heiðursorðu fyrir gærkveldið, fyrir örlæti sem hann sýndi manneskjum á barnum sem áttu áfengi læst heima hjá vinkonum sínum.

fata fær líka heiðursorðu fyrir að vera góð í að grípa. fata er líka ótrúlega skemmtilegt orð sem rímar við svo margt að ég ætla að gefa því tvöfalda heiðursorðu. *tvöföld heiðursorða

fata-plata(blekkja)-plata(til að spila með plötuspilara)-skata-mata-hata-lata-ata-bata-gata-jata-kata-krata-glata-snata-rata... og svo framvegis krakkar mínir.

jæja, vinna í fyrró. beila á lísu... ekki love guru í sjallanum hehe. djöfuls bömmer *kaldhæðni*
núna ætla ég að fara að deyja úr þreytu. ég er að kafna úr einhverri lykt samt... það er einhver mega lykt hérna, hef ekki hugmynd um hvaða... é hebbariggi hummynd ummða. en mig langar í pizzu. vááá hvað mig langar í pizzu. eða eitthvað svona djúsí og skemmtilegt. mig langar að fara út og kaupa mér eitthvað svoleiðis! en núna er einhver rosamórall útaf bílnotkuninni minni held ég... bömmer. á að taka af mér lykilinn. kom bara allt í einu. datt úr ljósakrónunni. lykillinn sko... nei ok ég er að rugla bara. en ég þoli ekki að það sé eitthvað veseeeen. oh. en pirrandi. þá verð ég að fá mér einhverja bíldruslu sem endist í nokkra mán. það er nóg fyrir mig.

góða nótt hórutussumellur (nei grín).

ps. velkomin heim björk og oddur.

fimmtudagur, júlí 08, 2004

is it getting better or do you feel the same will it make it easier on you now you've got someone to blame yeah i say one love one life when it's one need in the night one love we get to share it leaves you baby if you don't care for it.
namm en ljúft lag sem maður fær fiðring í magann af: u2 - one

það er hægt að dáleiða fólk með ljósaperum. prófið bara.
en það er líka hægt að blindast með því að horfa í ljósaperur og ég var hvort eð er bara að plata. þannig að prófið en það eina sem gerist er að þið blindist. eða fáið allavega svona gul-græn-bleik-fjólubláan blett í augað hvert sem þið lítið í smá stund eftir að þið reynið, eins og gerist alltaf þegar maður horfir í ljós.

regnbogi! bow.
farin að sofa góða nótt.
jæja. fyrsti vinnudagurinn búinn. nei grín. búin að vinna heillengi sko. hahaha. en afmælið hennar dagnýjar er runnið út. en björk kemur heim í dag! veij! veijveijveij! :*:* elskaðig björk! eða þú veist, "í dag"... því það er kominn 8. júlí. en ég á eftir að sofa... svo kemur líka lísa heim! veij! tvípunktur dé. og oddur kemur líka heim á morgun af sjónum! það er allt að gerast áttunda júli. 'tis the day of the home coming. rriiiight. belgía.

í dag fór ég í vax. lagðist í vaxbað. og núna er ég köggull. neeeiiihhh grín, eins og maður myndi bara gera það þú veist... nei ég fór semsagt líkamshárafjarlægingarvax. it was awwwwsome. uuummm já.

núna er ég líka grátandi af því að ég fór ekki á placebo. *tár* ég vildi svo fara. vinnufjandi og fjármál. ekki góð mál þau. væri skemmtilegt ef allt væri ókeypis. allt í heiminum. allt í heiminum ókeypis og engin illska eða sorg. bara gleði og ást. það er draumalandið mitt.
mig langar líka að vera fugl. fuglalíf er ábyggilega geggjað. svífa bara all around. setjast svo niður og horfa bara á allt gerast bara vúhú. uppá ljósastaurum og svo næsti fugl á næsta ljósastaur og þeir svona að kalla á milli. ótrúlega fyndið þegar maður er úti að labba og fuglar eru að kalla á hvern annan svona keðja svona "bíbí" og næsti "bíbí" og næsti "bíbí" og svo aftur fyrsti bara "bíbí" og svo einn enn bara "bíbí" allt svona. og geggjað á svona góðum sumardögum þeir bara svífa útum allt. fljúga. geggjað ef maður gæti flogið svona og látið sig bara svífa í sólinni. mmmm...

ég er búin að vera með fiðring í maganum í smá tíma núna. með smá tíma á ég við nokkuð marga klukkutíma. ég veit ekkert af hverju. kannski er ég með fiðrildi í maganum bara... og það er bara "halló ég er fiðrildi og ég er í maganum þínum stefanía, viltu hleypa mér úúúút...". það hélt kannski að það væri að fara inní hvalsmaga eins og í finding nemo. ætlaði bara að chilla þar í smá stund og fara svo í svona rússíbana þegar hvalurinn sprautar þeim út. ábyggilega alveg mega skemmtilegt. en svo bara var ég ekkert hvalur. ekki með neitt gat sem gerir vatnsrússíbana. geggjað svekkjandi fyrir fiðrildið.

en ég ætla að fara að lesa nokkur blogg og dánlóda örfáum lögum (lög til að syngja ekki lög og rögla lög) og drífa mig svo í beddann. gúota núot. gouda núot. gouda ostur. gáðu að þér ostur.
bless kex.

miðvikudagur, júlí 07, 2004

æjæjæj ég sat í sófa úti í dag. þar var fiðrildi sem festi sig í köngulóavef. mjög leiðinlegt að horfa uppá það. svo brölti það um heillengi og náði á endanum að losa sig en datt þá bara niður á jörðina. það gat auðvitað ekkert flogið lengur því duftið á vængjunum var nottla allt í kássu og vængirnir eiginlega bara límdir saman.

yfirmaðurinn minn er kengruglaður. maður veit aldrei við hverju má búast af henni. hún er voða jolly eina sekúnduna og svo allt í einu snappar hún. ég var í voða uppáhaldi hjá henni síðasta sumar, en ekki þetta sumar. en hún sagði samt við pabba minn að hann mætti vera stoltur af mér. en frábæææært.

now i'm souling of tiredness. afmælið hennar dagnýjar var að ganga í garð. til hamingju með afmælið dagný! ég get stolt sagst hafa verið sú fyrsta sem óskaði henni til hamingju með þennan merka áfanga sem er að verða átján vetra gömul.
nei en semsagt síðustu nótt svaf ég ekki mikið og mætti til vinnu galvösk klukkan sjö í morgun til að þjóna hótelgestum til borðs. mjög ánægjulegt. fór svo til dagnýjar (það var í gamla daga þegar hún var ekki orðin átján ára) og við fórum í sund. við skaðbrunnum báðar tvær. en ég er mun verri. gæti ábyggilega gert fólk brúnt bara með afgangnum af útfjólubláu geislunum sem stafa frá mér. þetta er rosalegt. núna lifi ég á aloa vera geli. very sneddy. vonandi verð ég bara brún... en flagna ekki. ég þori varla að skrifa þetta. að skrifa þetta er eiginlega ávísun uppá að ég flagni en verði ekki brún... neinei jákvæðnin í fyrirrúmi. forbed.

ég fékk mér mars! súkkulaði er svo gott. súkkulaði.
slagorð aldarinnar er: súkkulaði.

núna er ég farin að sofa. sofa með brunna andlitið mitt. frábææært. jæja bæææ.
 

© Stefanía 2008