miðvikudagur, desember 14, 2005

uuu erða blogg eða? kannski?

svo mikil leti.

unnsa bara vann! þrátt fyrir að ég sé yfir höfuð virkilega mótfallin fegurðarsamkeppnum (ég meina hversu kjánalegt er það að keppa í fegurð? en það er annar og lengri pistill) fylltist ég smá stolti vegna sigurs unnar birnu í heimskeppninni í fegurð. ekki veit ég hvers vegna eða hvað það var nákvæmlega sem gerði mig stolta.
"ég er stolt af þér fyrir að vera falleg!" nei! asnalegt.
já ætli það hafi ekki verið vitneskjan um það að íslendingur hafi skarað fram úr á einhverju sviði á einhverjum tímapunkti. svo auðvitað eru þessar fegurðarsamkeppnir bara byggðar þannig upp að fiðringurinn magnast í maganum á manni með hverri sekúndunni sem líður og loks þegar vinningshafinn er tilkynntur segja allir "ég vissi það allan tímann" með tárin í augunum. lagið náttúrulega býður uppá tár sko.

nei ég veit ekki. ég held að enginn viti.

letin já. kannski ekki svo mikil leti. skólinn kallar á mikla vinnu, vinnan kallar á mikla vinnu, félagslífið kallar á smá vinnu - sem þó er lítið sinnt, ræktin kallar á svolitla vinnu líka. þetta skilur eftir svona korter til 60 mínútur í afslöppun, samansafn af stundum milli stríða (þess skal kannski getið að frímínútur í skólanum teljast ekki sem afslöppun - þær eru stressandi). svo er auðvitað svefninn, hann fær u.þ.b. 6-7 tíma á sólarhring. svo krúttlegt.
það versta er að hópverkefnin eru í svo miklu magni að ekki gefst tími fyrir hin stóru einstaklingsverkefni. lallíbúllí. það er samt skemmtilegt í hópverkefnum. stundum. samt ekki alltaf neinei.

fljótlega koma inn myndir frá trabant, hjálmum og greifalitlujólum. þegar ég nenni.

lagið: helgi björnsson - ef ég nenni.

fallegt lag, auk þess passar það vel við líðandi stundir.

óbless.

Engin ummæli:

 

© Stefanía 2008