miðvikudagur, desember 07, 2005

gleðiii! hamingjaa! (svona segir ómar þegar hann sér voffa litla) (hahahah grín). ómar er krútt.
honum finnst reyndar krútt vera niðrandi. ef einhver segir við hann að hann sé krúttlegur tekur hann því sem móðgun því honum finnst bara að smábörn og dýr megi vera krúttleg. haha.

gleðin og hamingjan er hins vegar af allt öðrum ástæðum! ótrúlega skemmtó.

mér tókst að gera bloggið mitt ótrúlega ljótt með því að troða þessum jólagjafalista hérna til hægri. tilgangurinn með þessu er að nú þarf ég ekki að ekki-blogga (minnir mig á heimspeki að setja ekki og bandstrik fyrir framan eitthvað orð) í langan tíma svo að allir fái að sjá jólagjafalistann.
ég bara hreinlega kann ekki að taka þetta ljósgráa dót hægra megin í heddernum. vá hvað ég er tæknilegnei.
skiljanlegt? nei? ok.

allavega, nú blasir jólagjafalistinn minn við öllum (reyndar held ég engum sem ætlar að gefa mér jólagjafir því það eru fáir sem lesa bloggið mitt sem gefa mér jólagjafir) og ég get bloggað að vild.

nú er ég með svona skemmtilegt dót eitthvað sem gengur núna um þennan blessaða veraldarvef.


Kommentaðu með nafninu þínu og:

1. Ég segi þér eitthvað handahófskennt um þig

2. Ég segi þér hvaða lag/mynd minnir mig á þig

3. Ég segi þér hvaða bragð minnir mig á þig

4 Ég segi þér fyrstu ljósu minninguna mína af þér

5. Ég segi þér á hvaða dýr þú minnir mig á

6. Ég spyr þig að einhverju sem ég hef velt lengi fyrir mér um þig

7. Ef þú lest þetta verðuru að setja þetta á bloggið þitt!



koma svo krakkar.

já og ég vil þakka sirrý opinberlega fyrir að lána mér í smástund og fljótlega selja mér ódýrt þetta fína netkort þar sem mitt aumingjanetkort skemmdist (eins og blessaða tölvan er að gera smám saman núna líka).
sirrý þú ert krútt.

jæja, ég kveð að sinni. með mynd?





artí eða? ójá.

bless.

Engin ummæli:

 

© Stefanía 2008