laugardagur, október 29, 2005

feminismi
ég er orðin svo þreytt á því að þurfa að útskýra þetta orð fyrir fáfróðum einstaklingum sem gefa manni svip þegar maður segist vera feministi og þeim sem fussa og segjast sko ekki vera feministar. það er svo sorglegt og leiðinlegt. að segjast vera alls ekki feministi er að segjast vilja alls ekki jafnrétti!
það gerir mig svo reiða þegar fólk segir þetta því það er einfaldlega að auglýsa fáfræði sína - ég er nokkuð viss um, eða vona það allavega, að flestir vilja jafnrétti. það eru bara ekki allir sem gera sér grein fyrir því hversu mikið það vantar uppá til þess að jafnrétti verði og þess vegna fussa þeir.
svo eru bara þeir sem hafa látið fordóma heimska fólksins gegn orðinu feministi, hafa áhrif á sig og fatta ekki að orðið feministi/-ismi ber einungis jákvæði merkingu.
það er bara misskilningur að feministar séu kvenrembur.

feminismi er ekki stefna eins og hægri og vinstri! feministi er orð yfir þá sem vilja jafnrétti! hver getur verið á móti þeirri stefnu?

steinunn rögnvaldsdóttir, ritstjóri, kommúnisti og feministi með meiru skrifaði frábæran pistil á bloggið sitt, kommunan.is/steinunn, þann 25. október, sem kveikti í mér.
ég legg til að þið lesið þennan pistil eftir hana því að ég vænti þess að margir muni finna hugarfari sínu lýst þarna.
ef ekki, þá munu þeir a.m.k. fá smá mynd af hugarfari þeirra réttþenkjandi.

Engin ummæli:

 

© Stefanía 2008