fimmtudagur, október 27, 2005

mig langar svo að hlusta á kiss með prince núna.
ég get það ekki af því ég á það ekki og ég finn það ekki á soulseek. en leiðinlegt.
í staðinn les ég textann og syng með, mér til mikillar skemmtunar.

það var gaman á airwaves.
á miðvikudeginum gerðist ekkert merkilegt því við komum seint og það voru raðir alls staðar svo við beiluðum eiginlega bara á flestu merkilegu.

á fimmtudeginum var svaka stemmari. man ekki hvað gerðist merkilegt.
daníel ágúst gerðist merkilegur og björk guðmundsdóttir stóð við hliðina á mér og horfði á daníel ágúst.
það var skrýtið.
daníel var geðveikur. frábær tónlist og svalur á sviðinu.
fimmtudagurinn var ágætur. eða bara nokkuð góður.

föstudagurinn var awesome. fékk brúna hjá ömmu (legend kaka sem amma lára smíðar alltaf og hefur gert í mörg (h)ár (hoho)). vinsæl innan fjölskyldunnar sem og utan hennar.
kíktum á nokkrar sniðugar hljómsveitir á nasa. þar fór fremst í flokki dr. disco shrimp. sniiilld. "you are just a rækjusalad! i'm from reykjavík, iceland, the best country in the world and i'm a hrokagikkur!". svooo flott sko.
við héldum svo tímanlega (of kannski) í hafnarhúsið að sjá juliette and the licks (hápunktur kvöldsins/hátíðarinnar?). það er hljómsveit sem juliette lewis fer fyrir. það var allsvaðalegt skal ég segja ykkur. hún er getnaðarleg. ég náði nokkrum góðum myndum af henni að spóka sig á sviðinu sem munu brátt stíga fæti á síður veraldarvefjarins.
eftir juliette hottie var förinni heitið í þjóðleikhússkjallarann, en vegna áhrifa sumra í hópnum komum við við (viðviðhoho) á pravda að sjá tvíeyki sem kallar sig plat. rosalega flottir gaurar og artí í þokkabót.
nei bara smá grín, svakaflott - air-inspíreraðir (gaman að búa til íslenskt orð úr ensku orði).
þegar við komum í þjóðló sáum við lokin á ske - silvía nótt og gummi í kvöldþættinum komu skemmtilega á óvart.
hljómsveitin stranger steig á svið á eftir ske og var flott líka - mátti alveg heyra smá pulp-áhrif í söngvaranum.
jagúar var awesome. spiluðu heillengi og aldrei dauður punktur. svo hressandi gaurar.

saturday night, the big date night, saturday night, sa-tur-day-night (friends-fólk ætti að kveikja hérna).
byrjaði með bláa lóninu. virkilega kósí.
á þessu kvöldi var hápúnktur hátíðarinnar. gusgus-tónleikar. guð minn góður og allt sem er öllum heilagt þau voru svo flott. (fyrirgefið ef ég særði blygðunarkennd einhverra með því að leggja nafn guðs við hégóma).
og vitiði hver kíkti í heimsókn? enginn annar en gusgus-prinsinn (prinsinn segi ég!) daníel ágúst. hann er búinn að vera týndur í mörg ár og hefur aldrei viljað dvelja lengur í hljómsveit en daga hennar sem lítið fræg hljómsveit.
daníel ágúst sá og sigraði þessa hátíð stórfenglega. svalur allan tímann, virkilega myndarlegur maður (staðreynd sem ómar er mér ekki sammála mér með).
en þessir megahottiekreisíklikk tónleikar áttu sér stað eftir þrjá og hálfan tíma í biðröð fyrir utan nasa. ekki grín. ég var marin. í mesta troðningnum gat ég virkilega lyft löppunum mínum uppí loft og dinglað á þrýstingnum sem var á allar hliðar efri parts líkamans. mjög gaman sko. andrúmsloftið í röðinni var mjög sérstakt.
biðin var þess virði að sjá gusgus.

þess má alveg geta að nokkurn veginn hvert sem litið var þetta kvöld og kvöldið áður, var jóna að ganga eða nýbúin að ganga. skemmtilega truflandi sjón.
þess skal líka getið fyrir foreldra - og annað fólk sem gæti haft áhyggjur af því - að ég nýtti mér þessar jónur ekki.

já og ég vil endilega koma því á framfæri að stefán stefánsson hinn ágæti meðlimur gusgus - öðru nafni president bongo eða bara ananas gaurinn - tók það skýrt og greinilega fram á tónleikunum að það er svo sannarlega ekki gössgöss eins og margir bera nafnið fram. gusgus meðlimir eru íslenskir og nota íslenskt u, framburðurinn er gusgus!

mestan hluta hátíðarinnar var ég í fylgd ómari og hans liði, ég vil bara þakka þeim fyrir góða skemmtun og samveru. hressandi lið.

mesta eftirsjáin: að hafa ekki komið fimm mínútum fyrr á laugardagskvöldinu, áður en brjálæðisröðin myndaðist sem allir tróðu sér í.
ég missti af helvítis bang gang.
tár.

jæja. þakka fyrir mig.

myndir koma innan skamms.

ess (upphafsstafurinn í nafninu mínu og einnig framburður latmæltra á orðinu bless).

péss. sunna dís á afmæli eftir 47 mínútur. merkilegt það.

Engin ummæli:

 

© Stefanía 2008