mánudagur, október 10, 2005

vá ég átti afmæli á föstudaginn.
það er geðveikt gaman að eiga afmæli á föstudegi. þá getur maður haldið partý og sagt "ég á afmæli í dag!"
ég var að fatta að afmælissöngurinn var ekki sunginn fyrir mig í veislunni minni. ég fékk samt fullt af skemmtilegum pökkum. ég á líka smá áfengi heima hjá mér núna vegna þess að nokkrir gleymdu smá áfengi og svo fékk ég líka rauðvínsflösku í afmælisgjöf (takk arnar og ari).

ég vil ekki móðga neinn en ég ætla að segja hver besta afmælisgjöfin var.
ómar gaf mér diggitall myndavél. það var best. hún er geggjað krúttleg. silfurlituð. takk ómar.
svo fékk ég bol og eyrnalokka. sem ég er í og með núna. takk sunna og sigrún.
guðjón magnússon og erla kærastan hans gáfu mér gudda birdie, training day á dvd og 133 mínútna viðtal við jón baldvin hannibalsson. takk guðjón og erla.
hildur harðardóttir gaf mér vínglös (kristal nei) og ótrúlega fallegt armband oh svo fallegt.

æj held áfram með þetta seinna ég er ekki búin að gleyma restinni af gjöfunum! ég þarf bara að fara!

keeeeegs.

Engin ummæli:

 

© Stefanía 2008