dagur í lífi stefaníu:
- vakna þrjú, hálffjögur.
- fara í sturtu (nema ég vakni seinna en þá og það sé of stutt þar til ég á að mæta í vinnuna).
klæða mig. - fara í vinnuna klukkan fjögur.
- brjóta saman handklæði, leggja rúmföt, brjóta saman rúmföt, strauja lök, brjóta saman lök, strauja skyrtur, setja í þvottavél, taka úr þvottavél, setja í þurrkara, taka úr þurrkara, fara með uppábúnar dýnur, fara með óuppábúnar dýnur, fara með aukakodda og fara í tvö stutt matarhlé einhvers staðar þarna inná milli.
- hætta að vinna klukkan tólf.
- koma við í eldhúsinu á leiðinni út og fá mér bestu súkkulaðiköku í heimi.
- redda fari heim.
- ákveða að fara að sofa við heimkomu og vakna snemma daginn eftir.
- kveikja á tölvunni við heimkomu.
- skoða blogg, tala á msn, blogga.
- slökkva á tölvunni.
- setja friends í.
- ná í mat fram í eldhús og borða hann yfir friends.
- sofna á bilinu fimm til hálfátta um morguninn.
- vakna við vekjaraklukkuna klukkan tólf.
- snúsa til klukkan þrjú eða meira.
- vakna og hringrásin hefst á ný.
-"you want me to give you a name? "
-"yes."
-"oh god, the pressure... of a name... *hugs* ...cindefokkín'rella."
þegar ég lýk við þessa bloggfærslu, sem ég geri við tóna guns and roses - november rain, sem er eitt besta lag allra tíma, þá mun ég fara fram í eldhús og steypa saman einhverri skemmtilegri en fyrirhafnarlítilli máltíð sem ég mun borða yfir friends þætti eða fjórum.
vá mér varð allt í einu minnistæð ein mynd sem ég sá þegar ég var lítil, eða u.þ.b. átta ára. ég held hún heiti hero. hún er allavega með dustin hoffman. hann bjargaði fullt af fólki úr flugslysi. það var hellidemba og dimmt úti og hann týndi einum skónum sínum. eftir björgunina fór hann bara. en einhver fann skóinn og lýst var eftir manninum sem átti hinn.
ég man ekki hvernig þessi mynd endar. ég ætla að leigja mér hana bráðum. pottþétt.
ég horfði á þessa mynd oftar en einu sinni og oftar er tvisvar (og reyndar oftar en þrisvar... og miklu oftar en það líka. reyndar bara alveg hellings skipti). hún var til inní spóluhillu hjá frænda mínum, friðrik. hann átti svo margar spólur sem ég var alltaf að stelast til að horfa á.
ég man að á þessu tímabili ákvað ég að þegar ég eignaðist fullt af spólum myndi ég alltaf hafa ótrúlega skipulagt kerfi á merkingum spólanna:
aldrei spóla merkt áhugaverðu nafni en svo fótboltaleikur á henni. ég ætlaði líka alltaf að skrifa nafn myndarinnar bæði á ensku og íslensku svo krakkar skildu hvað myndin héti (ég skildi nefnilega oft ekki hvað myndirnar hétu og gat því ekki ákveðið hvaða spólu ég vildi horfa á) og alltaf hvort hún væri bönnuð börnum eður ei (mér fannst mjög leiðinlegt að setja einhverja spólu í og sjá svo að það var fullt af blóði og hryllingi).
skrítið hvað sumir hlutir festast algerlega í minni manns. í þessum skrifuðu orðum eru nokkrar minningar að þjóta í gegnum huga minn aðeins varðandi þetta hús, húsið hennar ömmu böddu þar sem hún, afi pétur, friðrik frændi og davíð frændi bjuggu í mörg ár. og reyndar ég, mamma og rebekka líka um stund.
þar sem það tók mig smá tíma að rita þessa fallegu frásögn á lyklaborðið svo hún birtist á skræbóttum kræklingi, þá kveð ég ykkur ekki lengur með november rain, heldur placebo - pure morning. ótrúlega töff lag með hægum og flottum takti og skemmtilegum texta sem meikar svosem lítið sens. minnir mig samt á tim belgíubúa, þetta lag. eða eiginlega bara alla belgíubúana. og bara belgíu.
oh belgía, mig langar til belgíu.
bless kex.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli