fimmtudagur, júlí 22, 2004

illska hér á ferð.

ég vil vinsamlegast biðja hvern þann sem sá um umferðaskiltis-lögreglu brandarann að gefa sig fram. ekki rugla svona í mér, það er bannað. ok? ég var hrædd... er þetta ekki grín? ég er nokkuð viss núna um að þetta sé grín en ég þori eiginlega samt ekki að draga frá glugganum mínum svona til öryggis... mamma varð líka alveg snældubandvitlaus úr áhyggjum... látið mig vita að þetta hafi verið grín. ekki fyndið grín heldur.
svipað grín og að skríða í gegnum fatahólf og bregða manni með því að baða út höndum hálfur í gegnum hólfið, þegar maður stendur í sínum mestu makindum, algerlega óviðbúinn, að leggja koddaver og syngja með góðri tónlist... hmh... sami maður á bakvið báða brandara? mér er spurn. en ég veit ekki svarið. ætli evans viti svarið? ætli ævar viti þá líka svarið? þetta er rosaleg ráðgáta allt saman.

en svona í alvöru. látið mig vita ef þið vitið hver hótaði mér að hringja á lögguna útaf skiltinu sem sá hinn sami "sá inn um gluggann minn".
getur ekki verið að einhver hafi séð skiltið innum gluggann og fundið svo númerið mitt og hótað mér. sénsinn. sérstaklega af því að ég er ekki með skráð símanúmer.
taktu heiðurinn að þessum góða brandara, mister mistery man (or woman).

ykkar einlæg, með áhyggjur,
stefhildur.

Engin ummæli:

 

© Stefanía 2008