föstudagur, júlí 23, 2004

jæja krakkar mínir.

steini pé vakti mig með símtali í dag, klukkutíma áður en ég átti að mæta til vinnu! hann sagðist hafa fengið ábendingu um að ég væri með umferðarskilti í minni vörslu. ég játti því og hann sagðist ætla að mæta heim til mín til að "taka skiltið og ræða aðeins við mig".
stuttu síðar mætti hann heim til mín. hann byrjaði á því að hneykslast á því að stelpa væri með skilti, því hann hefði nýlokið við að yfirheyra þrjá unga drengi vegna skiltastuldar.
þá tók við skoðun skiltisins.
hann spurði  hvort ég hefði stolið því. en ég sagði auðvitað "nei, mér var gefið það. og sá sem gaf mér það rændi því ekki uppúr jörðinni heldur fann það liggjandi á grasinu". þá sagði hann "og þú ert svona trúgjörn?" og glotti. en það er samt satt að það fannst liggjandi í grasinu (ég sá það)!
skiltið er náttúrulega svona tveir metrar á hæð (ég var að líta í áttina að fyrrum stað skiltisins í herberginu mínu, ég ætlaði að tékka á hæðinni. það er asnalegt að það sé ekki þar, það á að vera þar (það er hluti af sálu minni). alltaf þegar ég er að hugsa þá lít ég á það! en ekki lengur því það er ekki þarna *tár*) og það kemst ekkert í  neinn venjulegan bíl skal ég segja ykkur, þannig að steini beini gat ekki tekið það í litla löggubílinn.
hann sagðist ekki vera á flutningabíl þannig að mín refsing væri sú að ég þyrfti að koma því uppá framkvæmdamiðstöð. hann ákvað að kæra mig ekki því hann trúði frásögn minni um að ég hefði ekki stolið því.
nú stóð ég uppi með eitt stykki risaumferðarskiltis í höndunum og átti að mæta í vinnuna eftir minna en klukkustund og átti eftir að fara í sturtu og bursta tennur og allt svona drasl. bömmersittý.
ég hringdi í gudda sæda til að biðja hann um hjálp. hann býr nefnilega svo vel að hafa pikköpp bíl til umráða. guddi kláraði því vinnudaginn sinn og mætti svo á pikköppnum heim til mín þegar ég var komin í vinnuna og bjargaði deginum. og vikunni. takk ástin mín :*. *heiðursorða.

svaka dagur. svaka vesen.

djöfulsins mórall er samt í einhverju fólki að tilkynna þetta. ég trúi þessu bara ekki. hvaða fíbbl gerir svona? en sendir mér samt viðvaranir fyrst, nafnlaust, af simanum.is. sénsinn að maður taki mark á því og haldi ekki að það sé eitthvað grín.
ég er reið við einhvern sem ég veit ekki hver er. ég skil ekki hvernig þessi manneskja fór að þessu. ég er nefnilega ekki skráð í símaskránni. þannig að það getur ekki verið að manneskjan þekki mig ekkert og hafi bara labbað framhjá glugganum mínum, séð skiltið, haft uppi á númerinu mínu og varað mig við!
niðurstaða: þetta hlýtur að vera einhver sem þekkir mig og hatar mig. bömmersittý.

boðskapur: ef þið viljið vara einhvern við áður en þið tilkynnið hann til lögreglu vegna skiltavörlsu þá skuluði ekki gera það af simanum.is nafnlaust. viðkomandi mun mjög líklega ekki taka mark á því.

jæja ég er farin að fá mér smá að borða (kannski) og setja spólu í (kannski) og sofna yfir henni eftir að hafa lokið máltíðinni minni (sem ég fæ mér kannski).

góða nótt thugs.

Engin ummæli:

 

© Stefanía 2008