sunnudagur, júlí 25, 2004

ohhh ég er að fá vonda bólu undir nefið, ég finn hana. það er megavont að fá bólu þar. það er eins og þær svona nærist á einhverri taug eða eitthvað. aum í svona cm radíus í kring. fokk ömurlegt.

þetta er búið að vera ömurlegur dagur. ömurlegur alveg hreint. svik og aftur svik! ótrúlegt.
byrjaði á einni lygi, og önnur bættist þar ofan á til að bæta fyrir hina. fjandi.
sársauki vegna brottfarar minnar frá akureyri. dagný ég elska þig.
löggusvín með enn eitt böggið í mínu lífi. nei reyndar var þetta bara ekki neitt mitt líf en ég missti mikið álit á lögreglu akureyrar í kvöld. allavega manni sem heitir einar. held ég, kannski er ég bara að rugla.
einn löggi tók allavega benna og rústaði á honum hendinni. ástæðan var sögð vera mótþrói. aðspurð svaraði lögreglan ekki við hverju mótþróinn hefði átt að vera. aumingjar. bara að reyna að espa greyið strákinn upp til að hafa eitthvað á hann. ógeðslegt helvíti maður.
þess má geta að ég sá þetta frá byrjun og veit hvað ég er að tala um. hef í gegnum tíðina verið svona nokkuð hliðholl lögreglunni, ja að einhverju leiti allavega. en framvegis fær hún ekki mikinn stuðning frá mér. hórur.
fleiri lygar! dulargervi! feik msn. lygar. fleiri lygar.

mig langar eiginlega bara að flytja til surtseyjar. þar þarf ég ekki að hafa samskipti við svona illa innrætt fólk. djöfull. ég er reið.

ágætis djamm annars. gladdi mitt litla hjarta að fá smá bros. takk :*

viltu rauðan eða bláan? (þetta er einkahúmor, kannski ég segi söguna góðu við tækifæri)

brynja á morgun? eða sofa? ég þarf þá allavega að láta vita að ég verði að sofa. sofa sofa sofa. ég veit um mann sem skuldar mér flug! hann heitir jón.

góða nótt.

Engin ummæli:

 

© Stefanía 2008