föstudagur, mars 04, 2005

tonight
gonna have myself
a real good time
i feel ali-hi-hi-hive


já ég ætlaði bara að skrifa:
tonight var söngkeppni mh
-og fleira í þeim dúr, en svo bara fékk ég skyndilega þörf til að klára þetta með broti úr kvínaranum. þetta er einmitt eitt af mest awesome lögunum þeirra. hmh.

semsagt. í kvöld var söngkeppni mh. ég veit ekki hvernig hún fór af því ég fór ekki. eftir það dót var (og er) bjóbbakvöld (fyrir taparana til að drekkja sorgum sínum ódýrt?).

ég auglýsi alveg mikið eftir fari norður. takk það væri mjög næs. mjög. mig langar norður nefnilega. mjög mikið oh helvíti.
allt í fokki með þessa norðurferð. en ömurlega leiðinlegt og pirrandi. svo pirrandi að mig langar til að klappa ketti. nei þetta var bara grín. mig langar ekki neitt að klappa ketti.

síðasti liður á dagskrá:
á morgun er vinadagur í norðurkjallara. það eru bestu dagarnir. þá koma öll borðin með kökur og alls konar nammigottigott. veij.
í þetta sinn er líka nýr fítus sem heitir leynivinurinn. öll nöfn þeirra sem sitja í norðurkjallara sett á miða í awesome bogs og allir draga nafn. á vinadeginum á svo að vera næjsnæjsnæjs við leynivininn sinn. og alla hina auðvitað líka - en ekki jafn. það verður náttúrulega bara awesome. awesome to tha max.
vá það er svo kúl að segja awesome to tha max. mjög kúl.

jæja. fara að sofa? fara að horfa á eitthvað? fara að skrifa ritgerð? fara að lesa sparknotes? fara að bölsótast? fara að sakna?
sennilega fyrsta, annað og síðasta.

kegs.

Engin ummæli:

 

© Stefanía 2008