laugardagur, mars 05, 2005

fyrst og fremst:

FAR TIL AKUREYRAR helvíti. fyrst ég komst ekki þessa helgi þá kemst ég ekki fyrren um páskana. sem er ömurlegt. ég er nefnilega að fara að vera forráðamaður í þrjá daga frá og með næsta fimmtudegi. vá en svakalegt.

ég auglýsi því hér með eftir fari til akureyrar föstudaginn 18. mars. (síðasta kennsludag fyrir páskafrí).

vinsamlegast látið mig vita ef ef ykkur berast fregnir um far.
má vera á hesti.
nei grín - helst eitthvað sem tekur ekki lengri tíma en fimm klukkustundir. en þó ert allt vel þegið.

oh nú sit ég hér við skrifborðið mitt sem er fyrrverandi eldhúsborð að pikka á fartölvuna mína með nýju sennheiser headphonin mín plugged in the farecomputer. awesome.

lagið: peaches - fuck the pain away

sjitt þetta lag er svo awesome. ég hef enn ekki orðið þess heiðurs aðnjótandi að sjá heitu söngkonu peaches taka múvin sín - hvorki læv né sjónvarpslæv.
ah þetta er svo geðveikur taktur. geðveikt lag. svo awesome. og þegar maður er að hlusta á það í nýja ógeðslega fínu nýju heddfónunum (það er mjög erfitt að beygja þetta orð) sínum þá verður það bara betra. þá verður allt betra.

mér til hughreystingar í dag þegar pirringurinn stóð sem hæst vegna forfalla norðurferðarinnar lofaði einn rauðhærður gaur mér dekri næst þegar ég kæmi til akureyrar. egstra góðheitum. en næjs. já sumt fólk er nefnilega mjög næjs. það er gaman.

lag númer tvö: bob marley - redemption song

það er líka mjög flott lag. ég er ekki frá því að það sé uppáhaldslagið mitt með bobby mall. hann er frekar kúláðí.

að lokum:
leynivinadagurinn fór frekar vel. stemning þegar allir eru góðir. leynivinurinn minn var samt frekar lélegur leynivinur. ég mætti honum á göngum skólans og hann beindi eftirfarandi orðum þá til mín:
"hey steffý! þú ert leynivinurinn minn!"
það var ömurlegt. þá var hann ekki lengur leynivinurinn minn. en hann sótti samt kók fyrir mig. sem var ágætt. mig langar í kók (hahaha ég skrifaði fyrst kúk HAHAH).

núll málefnaleg færsla. eins og venjulega.

könnun: á ég að gerast málefnalegri í færslunum eða á ég að halda áfram að blogga innihaldslaust og hafa hverja færslu um fullt af ómerkilegum atriðum?

takk fyrir kegs.

Engin ummæli:

 

© Stefanía 2008