mánudagur, mars 07, 2005

krakkar.

eini tilgangur bloggsins í dag er að minna á eftirfarandi:
-just dropped in með kenny rogers er eitt besta lag sem uppi hefur verið.
-the big lebowski er ein besta mynd sem uppi hefur verið.
-frankly, mr shankly með the smiths er eitt hressasta lag sem uppi hefur verið.
-some girls are bigger than others með sömu hljómsveit er eitt mest eitthvað lag sem uppi hefur verið. ég á erfitt með að lýsa hvernig það er eitt lag sem uppi hefur verið. það er bara svo frábært og kemur mér til að brosa.

vitiði hvað kemur mér líka til að brosa?
ómar. hann kemur mér til að brosa. hann er líka rauðhærður. hahaha. og einn versti bloggari sem sögur fara af. samt ekki á þann hátt að bloggið hans sé leiðinlegt. það er einmitt afskaplega áhugavert og skemmtandi. hahaha. en hann bloggar bara einu sinni á ljósári. það er alveg skítt.

ég er núna að blogga í notepad af því að blogger virkar ekki. ég ákvað því að blogga á meðan ég er í stuði fyrir það og nota bara notepad til þess. svo færi ég bara færsluna inn þegar þar að kemur.
reyndar er netið búið að vera skrýtið í allan dag. allt í fokki.

eitur. eitur. eitur. ég er eiturkona.
ég er eitur heitur reitur teitur.

looool.

það eru svo margir leiðir.
ég er rauð í framan (mér var sko litið í spegilinn núna þess vegna sagði ég þetta).
af hverju ætli svona margir séu leiðir? það er leiðinlegt. ég er mjög hress. ég er aðeins of löt miðað við kröfurnar sem ég geri til mín. devil in the name of. annars er ég hress.

einu sinni leið mér alltaf illa ef ég skrifaði nafn djöfulsins sem persónu. eins og núna. "nafn djöfulsins".
með því að skrifa þetta var ég að komast að því að mér líður ennþá illa ef ég persónugeri hann. þá líður mér eins og ég sé að viðurkenna að hann sé til og að með því verði hann til. ef ég viðurkenni ekki tilvist hans þá er hann ekki til.
er það ekki rétt? er það ekki ástæða þess að guð er dauður?
djöfull er trú umdeild. væri skemmtilegra ef hún væri ekki. eða hvað?

lögin:
kenny rogers - just dropped in (tileinkað ómari)
the smiths - frankly, mr shankly
the smiths - some girls are bigger than others


málefnaleiki færslunnar
: 3.453%.

kegs.

Engin ummæli:

 

© Stefanía 2008