sunnudagur, mars 27, 2005

jón kristján var að blogga um hversu mikið hann saknaði þess að vera rekinn áfram í tiltekt (ásamt fleiru) (hann er einn heima).
það minnti mig á að ég leyfi draslinu yfirleitt ekki að safnast upp neins staðar annars staðar en í herberginu mínu ef ég er ein heima - og þá ekki svo mikið einu sinni.
draslið sem fær að safnast saman er líka aldrei neitt svona ógeð, eins og diskar með afgöngum á eða mjólkurferna sem úldnar eða eitthvað svoleiðis drasl. bara svona föt og eitthvað. ekki ryk og svona. það er ljótt. bara sópa og þá fer það. svo er líka ógeðslegt (og ég þekki fólk sem gerir það) að leyfa því sem maður hellir niður bara að liggja að verða að klístri! oj segi ég, oj.

ég held að ég sé smá monica í mér. handklæðin verða til dæmis að snúa rétt og vera rétt brotin saman í handklæðaskápnum.
þið væruð ekki lengi að sjá þetta ef þið sæjuð fyrirkomulagið í fataskápnum mínum. (fólki hefur brugðið og sagt vó - meira að segja foreldrar og forráðamenn).

það sem ég er að reyna að segja er að þó að ég kannski leyfi stundum smá drasli að safnast í herberginu mínu núna þá er ég með of margar áráttur til að það fái að gera það (haha gera það) í framtíðinni.
ég held að málið sé að maður vill ekki láta þekkja sig fyrir að vera subbi og letingi.
og kannski líka að manni líður betur í hreinu umhverfi.
óskhyggja?
hver veit? (eins og það sé maður sem heitir hver og hann viti það hoho (oh verður aldrei þreytt)).

já og eitt; ef ég er pirruð þá fæ ég svakalega mikla tiltektarþörf. það er funky.
kannast einhver við það?


jæja, ég ætla að fara að borða spaghetti bolognaise. andri kokk (hoho eins og typpi. þetta var svona orðaleikur) er að elda fyrir okkur.
pabbi gerir ógeðslega ógeðslega gott spaghetti bolognaise. svo gott að það er uppáhaldsmaturinn minn. þess vegna þoli ég ekki að fá vont spaghetti bolognaise með engri fyrirhöfn sem fólk eldar ekki með það í huga að þetta er ógeðslega góður réttur sem á að hafa fyrir.
pressa andri, pressa.

lagið:
zero 7 - in the waiting line

kegs.

Engin ummæli:

 

© Stefanía 2008