laugardagur, mars 26, 2005

ólíkt mér.
ég er ekki einu sinni búin að vera að skoða annarra manna blogg neitt að viti undanfarið.
svona er lífið á akureyri - ekkert gert.

ég og jón heiðar (bringunonni hér til hliðar) lentum í umræðu um hina umdeildu akureyri í gærkvöldi þar sem við sátum á kaffi karólínu í mestu makindum.

það er yndislegt að koma hingað, en er jafn yndislegt að búa hérna?
þegar einhver tími hefur liðið frá því að ég kom hingað síðast er ekkert betra en að hitta alla og sjá allt og fyrst og fremst fá brynjuís.
það eru allir ofurhressir og ofurknúsandi og allir segja alla brandarana sem safnast hafa upp frá síðustu dvöl minni á akureyri - sem er augljóslega awesome to tha max.
á akureyri er ég líka svo augljóslega í fríi. ég vaki heillengi á næturnar (sem er mitt persónueinkenni og það er mjög leiðinlegt þegar það fær ekki að njóta sín. á akureyri fær þetta einkenni að njóta sín út í ystu æsar (hvaðan kemur "út í ystu æsar"?)) og sef fram á dag, ef ég get.
krakkar, þetta er svo gott líf!
þar að auki er ómar hérna. og dagný. og björk og guddi og inga og allir! það er svo gott.

eftir að hafa prófað núna bæði reykjavík og akureyri þá er ég næstum því (já, það eru smá efasemdir) viss um að ég kýs akureyri.

á móti kemur að í reykjavík búa mamma mín og pabbi og allt sem þeim fylgir.
þar get ég klárað í mh og lært nákvæmlega það sem ég vil. í ma þarf ég að fara eftir áfangalista sem yfirvöld skólans setja fyrir mig. það er svo sem bærilegt, en hitt væri skemmtilegra. þá gæti ég meðal annars lært esperantó! hver vill það ekki? (ábyggilega einhver samt, en ég vil það).
þótt pabbi minn setji mér ýmsar lífsreglur sem ég er ekki sammála þá eru þær auðvitað allar settar með besta ásetningi og hann er góður gaur sko.
systkini mín, fjárhagslegt öryggi, plebbaskapur.
allt þetta fylgir reykjavík.

svo hvort er betra?
já það er spurning dagsins.

lagið:
flaming lips - yoshimi battles the pink robots part 1

kegs.

Engin ummæli:

 

© Stefanía 2008