þriðjudagur, júní 20, 2006

Ég verð að blogga í dag. Dagsetningin er 20.06. 2006. Eyyyyjjj :)

Þessuáaðskiptaútfyriráherslublótyrðiogbrjálæði! Síðasti O.C. þátturinn er svakalegasti O.C. þáttur sem ég hef á ævi minni séð! Ég veit ekki neitt hvað ég heiti, ekki neitt! Hann er svo svakalegur.

Vill einhver tala við mig um leið og hann er búinn að sjá hann! Sjitt!
Bless.

mánudagur, júní 19, 2006

Vá. Ég er útskrifuð.

Ég dúxaði! Nei, ég gerði það ekki. En Sólveig gerði það og hún fékk þrjú komma fimm tonn af bókum að gjöf sem hún gat ekki borið út úr húsi ein eftir útskrift. Gaman það.

Til hamingju nýstúdentar. Þetta er frábær áfangi sem við ættum að vera stolt af. Gleði.

Útskriftarveislan mín er eftir viku í Reykjavík, svo að flestir ættingjarnir mínir komist - hún verður útskriftargjöfin mín frá pabba. Yndislegt.
Það verður sillybilly að fara niður í bæ 24. júní með stúdentshúfuna á höfðinu - mig grunar að fólk muni telja mig svolítið aðeins of og of lengi stolta af áfanganum. Obborroll haha. Í fyrsta lagi er MA síðasti skólinn til að útskrifa nemendur sína (17. júní), allir aðrir skólar klára í kringum mánaðarmótin maí-júní. Í öðru lagi er veislan viku á eftir útskriftardeginum þannig að ég verð ein niðri í bæ að monta mig.
Kannski ég sleppi bara húfunni, hehe.

Í öðrum fréttum er að Ómarinn minn komst inn í skólann í Noregi, Romerike folkehögskole. Hann byrjar 27. ágúst þannig að frá og með þeim degi (eða sennilega nokkrum dögum fyrr) verðum við Ómar hvort í sínu landinu. Jæks.

Bless.

miðvikudagur, júní 14, 2006

Það er svo mikið að gera!

Ég á eftir að þrífa íbúðina mína, skipta um á rúminu, setja upp gardínur, slá grasið, vaxa af hár, fara í klippingu, gera tá- og fingraneglur fínar, sauma ermar, redda saumavél, finna eyrnalokka, redda músamottum, gera gestalista, panta myndatöku, losna við vírusinn á hökunni á mér...
og fleira sem ég nenni ekki að reyna að muna.

Vá, svo týbískt.
Eðlilegt fólk fær frunsu, sem er Herpesveira. Ég er ekki að segja að það sé gott að fá frunsu en það er allavega viðurkennt vandamál af samfélaginu.
Ég er náttúrulega ekki eðlileg svo að ég fæ frunsu á stærð við Norður-Ameríku á hökuna á mér. Nema þetta fyrirbæri heitir auðvitað ekki frunsa, heldur áblástur, sem er einmitt annað nafn yfir frunsu, eða vírusinn Herpes. Áblástur er samt líka notað yfir hina Herpesveiruna, þ.e.a.s. kynsjúkdóminn - svo það er mjög leiðinlegt að segja fólki frá því að ég sé með áblástur á hökunni, ekkert sérstaklega hugljúf hugsun.

Ég hef aldrei fengið kynsjúkdóminn Herpes og ég hef ekki fengið frunsu (sjö, níu, þrettán), en auðvitað fæ ég vandamál í andlitið á mér, sem er ekki viðurkennt af samfélaginu, á þeim tíma lífs míns þegar flestir ættingjar mínir munu eignast mynd af mér - útskriftinni.

Þið megið þó vita það, ef útskýringin hér að ofan gerði það ekki nokkuð skýrt, að ég er ekki með kynsjúkdóm í andlitinu, þetta heitir bara það sama.

Ég elska svona. Svona er lífið mitt. Hlutir koma fyrir mig sem koma ekki fyrir neinn annan, nema kannski mömmu mína.


Enn eitt vandamál:
Ég get skyndilega ekki ákveðið hvort ég á að vera í hvíta eða bleika kjólnum á laugardaginn (17. júní (útskriftardaginn minn)).

Jæja, lifið heil.

fimmtudagur, júní 08, 2006

Fjórir miðar á Roger Waters næsta mánudag, 12. júní, kl. 20.00. Lækkað verð.

Hver vill?

Hafið samband við mig í síma 8650465 eða Ómar í síma 8606717 fyrir miða.
Eða kommentið með nafni og símanúmeri.

Jebeibí.

miðvikudagur, júní 07, 2006

Fokkíng oj!

Viðbjóðsleg meðferð KFC á kjúklingunum og hænsnunum sínum:
http://www.b2.is/?sida=tengill&id=162516

Ekki éta KFC - ef ekki bara vegna þess að það er óhollt þá vegna þess að fyrirtæki sem kemur svona fram við dýr á ekki skilið réttinn til að selja neitt! Það er í valdi neytendanna, okkar, að setja það á hausinn.


Ágætis einkunnir komnar í hús. Eitt próf eftir.

mánudagur, júní 05, 2006

Vá, hvað það er skrýtið hvað prófatíð getur látið mann kunna að meta ótrúlegustu hluti og eiginlega bara ýkt tilfinningagildi allra hluta, jákvætt sem neikvætt. Hmh, flókið? Nei, nei.
Hlutir sem hingað til hafa ekki heillað neitt sérstaklega verða skyndilega mjög heillandi, leiðinleg afþreying verður ótrúlega skemmtileg, niðurdrepandi bækur verða virkilega áhugaverðar, ljótir hlutir verða fallegir, eðlilegir hlutir verða dramatískir, góð lög verða himnesk, smá geta á einhverju sviði verður svakalegur hæfileiki sem verður að rækta, ágætur matur verður dásemd, þrif vekja athygli, bilaða hluti verður að laga og svo framvegis.

Skilur einhver?

Hingað til hefur þetta verið algilt fyrir mínar prófatíðir, þessi prófatíð hefur hins vegar verið alger undantekning. Ég lærði bara og lærði!
... þangað til á fimmtudaginn. Andskotinn maður. Jæja. Ég er samt glöð. Ég er samt búin að læra helling (eða smá) síðan á fimmtudaginn, bara ekki jafn mikið og fyrst.


Ég á ótrúlega góða vini, yndislegan kærasta, kósý íbúð (þrátt fyrir óbærilegan pöddugang), lappir sem virka, yndislega foreldra og systkini, hæfileikann til að læra, skilja og nema, heilbrigði - vá, og svo margt meira.

Ég gaf 1000 krónur áðan til styrktar krabbameinssjúkra barna. Þúsund krónur eru ekki mikið, en ef allir hugsa "ég ætla að gefa 1000 krónur, þótt það sé ekki mikið" en ekki "æji, ég ætla ekki að gefa svona lítinn pening, þetta er smánarlega lítið, það gefur einhver annar miklu meira en ég" (afsakið erlendu gæsalappirnar) þá kemur svo mikið útúr þessu. Eins og máltækið segir:
Margt smátt gerir eitt stórt.
Mér líður vel eftir þetta. Hvað hefði ég annars gert við þennan þúsundkall? Eytt honum í mozarellastangir, nammi, föt, áfengi, eitthvað rugl úti í Danmörku (sem ég fer til eftir minna en 25 daga) eða eitthvað þaðan af verra.

Ég hvet alla til þess sama, þótt það sé ekki nema hundrað kall!

Hér er síðan með reikningsnúmerinu: http://www.skb.is/framlog.html
Það er hægt að leggja beint inn á þetta reikningsnúmer, fá sendan gíróseðil eða láta taka af kreditkorti.
Þetta er ábyggilega hægt með flesta sjóði, Styrktarfélag krappameinssjúkra barna er sá sem varð fyrir valinu hjá mér í þetta skiptið. Héðan af verða þau skipti fleiri.


Hér er einn afrakstur prófatíðarinnar. Þetta er litla systir mín, sætabaunin hún Rebekka - jólamynd af okkur systrum.




Og ef einhver ætlar að reyna að segja að ég hafi ekki lagt neina vinnu í þetta heldur notað bara nokkra effecta, þá er það kolrangt og ekki einu sinni reyna að halda því fram (Ari).
Gæðin minnkuðu samt aðeins af því að ég minnkaði myndina aðeins svo hún yrði ekki ár að birtast á blogginu.

Jæjamm.
Takk fyrir mig.
Takk fyrir að vera til.

Bless.

fimmtudagur, júní 01, 2006

Jæja þá.

Þrjú búin, tvö eftir. Ágætt gengi hingað til.
Ég held ég hafi aldrei á ævinni lært svona almennilega fyrir próf eins og í þessari prófatíð. Ég ætla að halda því áfram.
Ég er samt ekki sátt við sjálfa mig - ég vildi ná meiri árangri á prófunum. Vegna mikils lærdóms vildi ég fá tíu! Ég fæ ekki tíu, nema kannski vonandi eina. Ég verð að fá eina. Ég verð að fá tíu í heimspeki.

Ég þoli ekki að koma úr prófi þar sem maður svarar öllu en veit ekki neitt hvað af því er rétt - ég var að koma úr svoleiðis prófi.

Vá hvað það verður erfitt að læra fyrir söguprófið í dag. Ástæðan er gott veður. Mig langar í sund og sólbað. Mig langar að fá freknur og vera sæt og spóka mig í sólinni. Mig langar ekki að vera inni og læra fyrir próf - það er böl.


Markmið í lífinu:
-lesa alltaf ótrúlega mikið
-læra eins mikið og ég get og hef tíma til
-leggja mig fram við allt sem ég tek mér fyrir hendur
-eiga gott samband við alla fjölskyldumeðlimi
-fá gott starf sem ég hef gaman af
-ferðast ótrúlega mikið
-aldrei hætta að læra
-gera vini og vandamenn stolta af mér og ánægða yfir því að þekkja mig
-gleyma aldrei markmiðunum og hafa alltaf metnað!


Markmið sumarsins:
-vera glöð og sæt og mjó (a.m.k. í ágætu líkamsástandi - ekkert að deyja úr hor samt) og útitekin
-ferðast um landið, fara í fullt af útilegum
-eyða miklum tíma með vinum
-lesa ótrúlega mikið
-rifja upp stærðfræði 303 (væri ágætt ef einhver gæti lánað mér bókina (rauðu))
-vera góð við sem flesta - dreifa H-vítamínum (haha, gubb)
-hafa mikið samband við litlu systkini mín og vini mína
-helst fá Hörpu og Rebekku, litlu systur mínar, í heimsókn til mín hingað á Akureyri og gera ótrúlega mikið með þeim
-vera fullt í sólbaði og sundi
-fara helling í göngutúra
-fara í lautaferðir
-vera ótrúlega góð og skemmtileg (vera jafnvel uppáhaldsfóstra) við krakkana á Hólmasól sem ég ætla að vinna með í sumar


Vá hvað það er gaman að vera til og gott að vera bjartsýnn.

J'aime la vie.

(Væmið? Fokkjúmérersamaégertöff).
 

© Stefanía 2008