Jájá. Ég mun aldrei hætta alveg að blogga.
Lífið er bara að koma fáránlega fram núna þannig að ég hef ekkert nennt að blogga. Þar að auki er ég í Reykjavík og skildi fartölvuna mína eftir hjá Ómari. Fokkers. Ég samt svakalega ánægð. Það sem skiptir nefnilega mestu máli (og þetta kenndi Sunna Dís mér) er að líta björtum augum á allt heila klabbið. Reyna bara að leiða framhjá sér þetta ömurlega og sjá að það er leið út, vegna þess að hún er alltaf til staðar. Alltaf.
Um þessar mundir fer mikil sjálfsígrundun fram og ég er að velta fyrir mér öllum mínum möguleikum og reyna að sigta út þá sem eru gagnlegir fyrir mig og fyrir mig eina, ekki svo ég geti hangið í rassgatinu á einhverjum öðrum. Ég ætla að hugsa um mitt eigið rassgat í smátíma. Það kenndi pabbi mér. Eða reyndi það allan síðasta vetur, það er loksins að síjast inn. Flott er.
Vinir vaxa í sundur og þannig er lífsins gangur.
Vinir sem ég held að eigi alltaf eftir að vera í lífi mínu eru fyrst og fremst Sunna Dís, Sigrún, Björk og Guðjón Magnússon. Ég vil þakka þeim veittan stuðning á liðnum árum. Flott er.
Takk fyrir bloggið og bless.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli