mánudagur, febrúar 14, 2005

-viðbót-

ég auglýsi eftir fari!

til akureyrar frá reykjavík:
-miðvikudaginn 16. feb (næsta miðvikudag)
/fimmtudaginn 17. feb (næsta fimmtudag)
/föstudaginn 18. feb (næsta föstudag)

til reykjavíkur frá akureyri:
-sunnudaginn 20. feb (næsta sunnudag)

allir sem vita eitthvað eða eiga bíl sem þeir vilja lána mér eða vilja koma í road trip eru bestir í öllum heiminum. bestir.
og eiga að kommenta eða hringja í mig. númerið mitt má nálgast á öllum helstu esso söluskálum og á nfmh.is sem linkað er á hér til hliðar.

steffý.

hér kemur viðbótin:
ég ákvað að þar sem ég verð að halda áfram að auglýsa eftir fari skyldi ég bara bæta við núverandi færslu.
sniðug stefanía. ávalt.

það hvarflaði bara allt í einu að mér að á þessu augnabliki - þar sem ég sit fyrir framan fartölvuna mína silfurlituðu og fínu með glansskjáinn að gera ritgerð (jább ég er að gera ritgerð í íslensku - á síðasta séns... hvaðan kemur þetta? ekki hef ég áður verið þekkt fyrir að vera á síðasta séns. uuu.) - eru crazy margir að sprauta sig með fíkniefnum.
djöfull er það ógeðslegt. og sorglegt. bölvaður sé johnny depp.
fattiði? af því hann flutti inn dópið í blow þú veist... eins og hann hafi í alvöru gert það þú veist... lol... (brandari í boði blog.central.is/omglol).
allavega. ég vil nota þetta tækifæri til að minna alla á hvað þeir eru heppnir að lifa nokkurn veginn heilsusamlegu lífi, lausir við sárfátækt og eiturlyf á næsta götuhorni.

vá heilinn í mér er svo stútfullur af pælingum eins og er:
þegar ég bjó í grafarvogi var það mér svo fjarlægt að fólk byggi niðri í bæ. núna er ég hluti af þessu fólki. einhver verður bara að búa hérna. annars byggi enginn hérna.
<- speki í boði stefaníu.

línkalistinn minn hefur lent í töluverðum uppfæringum. allir færðust upp. grín. haha. (ég hló ekkert þegar ég skrifaði þetta haha - ég hefði samt gert það ef ég væri ekki svona þreytt).

breytingar:
-gáfuðu krúttin (blog.central.is/omglol) ákvað ég að færa upp í akureyringa þar sem meirihluti krúttanna býr á akureyri. það er bara ég sem er reykvískur akureyringur. og bráðum ekki lengur meira að segja.

viðbótir:
-emmessenn addressan mín. veit ekki hvers vegna. það er bara svo hipp og kúl.
-kristín grímsdóttir. ég er búin að vera á leiðinni að setja hana inn lengi. hún er í brasilíu sem skiptinemi. brjálaður bolvíkingur (segir maður það? ekki bolungvíkingur allavega) sem nemur við ma þegar hún er stödd á íslandi.
-sigrún ingveldur. ég er líka lengi búin að ætla að setja hana inn. sigrún fór með mér til belgíu. hún á besta hæðnissvip í heimi og er með fallega ljósa slöngulokka.
-steini egsari. hann er mjög skrýtinn. fyrst hitti ég hann útaf því hann var fjórðabekkjaregsari þegar ég var busi og var þess vegna böðullinn minn. endurfundir áttu sér stað í gegnum ómilóm. hann er samt mjög fyndinn gaur þótt hann sé skrýtinn. bloggið hans er skemmtileg lesning og fær það mín meðmæli. hann bloggaði einu sinni um mig. það var gaman.
-halldór halldórsson. sumir þekkja hann sem dórahippogkúl eða dóra bardagameistara. verðskulduð viðbót á línkalistann sem leið óþarfar og ósanngjarnar tafir. hann bloggar samt sjaldan. dóri er emmháingur frá mosfellsbæ og bauð mér einu sinni í sinfóníuna. það var kúl. pabba fannst það einstaklega kúl. hann er mjög góður gaur. hress eins og kegs og flexar alla babara eins og gaber (að eigin sögn (þetta með gaberinn sko)). ég skil ekki tungumálið hans.
-tumi fékk viðbótina hippogkúlbusi. bara af því það er bara kúl og tumi er eitthvað svo einmanalegt orð til að standa eitt neðst á línkalistanum.

kegs.

oh ég gleymdi einu.
viðbót tvö:
upprunalega útgáfa lagsins sem ég lofsamaði svo mikið í síðustu færslu er svakó frábært. en útgáfan sem ég hafði í huga og eyrum þegar ég lofsamaði það svona mikið er endurútgáfa hljómsveitarinnar air á þessu lagi.
þ.e.a.s:
crustation - purple - remix með air.
eða eitthvað í áttina að þessu. þessi útgáfa finnst mér miklu betri. það er semsagt þetta viðurstyggilega ógeðslega góða lag sem ég get ekki hætt að hlusta og hef ekki getað í mjög langan tíma núna (talið í vikum) og lætur mig fá ólýsanlega tilfinningu í magann. svipaða þeirri sem maður fær þegar maður er skotinn í einhverjum og hann segir "ég sakna þín" eða eitthvað þannig.

en núna þarf ég halda áfram með ritgerðina mína. ég er samt svo þreytt að ég veit ekki hvar ég væri ef ég ætti meira eftir en þessar 6-7 línur sem ég á eftir.

vonandi er ekki allt morandi í málfræði- eða innsláttarvillum í þessari færslu. það á sér stundum stað hjá þreyttu mér.

kegs aftur.

Engin ummæli:

 

© Stefanía 2008