mánudagur, febrúar 14, 2005

nú er það stefanía glaða á ferð. ef ég skipti út einum staf fyrir err þá er þessi setning líka rétt. ég skal sýna ykkur:

nú er það steranía glaða á ferð.
ú þið hélduð pottþétt að ég ætlaði að gera graða! haha feis.
en ég er samt ekki á sterum þetta var bara allt í plati.

ég skilaði ritgerðinni minni á tilsettum tíma. ég er orðin svo dugleg í skólanum. ég er bara alltaf að gera allt sem ég á að gera og þannig. kannski á síðasta séns og þannig en betra er á síðasta séns en seint - eins og einhver sagði (ég - núna).

ég er búin að taka niður auglýsinguna eftir farinu norður. eða ég er samt ekkert búin að taka hana niður - hún má alveg standa. ég er bara komin með far til akureyrar. ástæða þess að ég skrifa þetta ekki öskrandi (með stórum stöfum) heldur yfirveguð og afslöppuð er sú að ég er búin að öskra alveg mikið í dag útaf þessu. og skrifa fullt af stórum stöfum á emmessenn og svona. núna hef ég bara ekki lengur þessa þörf til að öskra. auk þess er ég búin að segja þeim mikilvægustu held ég. ég veit ekki - fyrir utan einhverja örfáa kannski.
þetta þýðir að ég get farið að tala við úllmund. hann er verðandi leigusalinn minn. vá en fullorðinslegt. ég á bráðum leigusala. eftir þrjá mánuði hahah sjitt. vá. en hvað ég er stór.

ég er búin að vera að berjast við sjálfa mig að skoða ekki allan lagninardagabæklinginn heldur bara miðvikudagsskránna því miðvikudagurinn er eini dagurinn sem ég get verið á. núna var ég að missa helvítis mig og skoða allt hitt. sérstaklega kaffihúsadagskráin heillar mig.
hverjum er ég að fara að missa af í helvítis fokkíng milljónasta sinn?
já helvítis hjálmum. sem ég elska. oh. af hverju eru þeir ekki á miðvikudeginum? hvað á þetta að þýða? HVAÐ spyr ég.
af hverju gat ég ekki bara hunskast til að skoða ekki bæklinginn? það hefði gert lífið auðveldara. þá þyrfti ég ekki að taka ákvörðun um hvort ég vilji fara til dagnýjar, ómars, bjarkar, ingu, guddamagg og blablalblabla, allir þið vitið, á miðvikudeginum eða hvort ég ætti að vera einum degi lengur í reykjavík og sjá loksins hjálma spila lifandi (life).

hvað á ég að gera? ég veit samt alveg hvað ég enda með að gera. en mig langar hitt samt líka.
hehe hitt. eins og að gera hitt.
fyndið.

píanóleikarinn á annarri hæðinni er byrjaður að spila. þessi snillingur. haha. sendiherra eða einhver andskoti. samt ekki andskoti. píanóið hans er staðsett beint fyrir ofan herbergið mitt og ég fæ oft að verða vitni að meistarastykkjum í píanóflutning.

bloggiblogg.
kúkikúk.

lagið:
nick cave & the bad seeds - into my arms

kegs.

Engin ummæli:

 

© Stefanía 2008