fimmtudagur, febrúar 03, 2005

-endurbætt-

ég er ennþá veik. núna er ég búin að vera veik í viku. samt er ég eiginlega búin að vera veik í mánuð. á þessum mánuði er flensan búin að hellast almennilega yfir mig tvisvar sinnum. hversu [orð sem lýsir yfir ömurlegheitum og fáránleika einhvers] er það? já ég spyr.

helgin mín var yndisleg. fyrir utan þessi drullutussuveikindi.
helgargesturinn komst á laugardeginum. hann fór á þriðjudaginn. þriðjudagurinn var í gær. þetta var mjög skemmtilegur tími.
ég get sagt með sanni að þessi tími innihélt þó mikið af vaselíni og klósettpappír.
oj bara krakkaskammir! hættið þessum dónahugsunum.
vaselínið var af því að ég er háð vaselíni á varirnar (vaselín er góður varasalvi) og á tímum kvefs er vaselín sérstaklega mikilvægt því þá fer öndunin nánast einungis fram í gegnum munninn sem veldur gríðarlegum varaþurrki.
klósettpappírinn var af því að ég var (og er enn) ógeðslega mikið kvefuð og á þessari viku er ég búin að snýta mér nóg fyrir alla ævina.
en samt ábyggilega ekki því helvítis kvefið fer ekkert. og ég þarf bara að halda áfram að snýta mér.

á laugardagskvöldinu lenti ég í allsvaðalegum hremmingum. já það var óspart gert grín að hlátrinum mínum.
ég hef aldrei lent í þessu áður júbb.
ég er alltaf að lenda í þessu.
sérstaklega þessu hérna:
"það er eins og þú sért að þykjast hlæja til að gera grín að manni."
já þeir sem til mín þekkja ættu að þekkja þetta. eða hvað? tjah maður spyr sig.
kannski þeir taki ekki eftir þessu sem þekkja mig best? já ég veit ekki.
mér finnst ég allavega vera með mjög eðlilegan hlátur. ég meina ég segi kannski ekki eðlilegan - en hann er ekkert afbrigðilegur. eða áberandi. samt vekur hann alltaf athygli.

já mér var líka boðið spítt inni á salerni geimrannsóknastofnunar bandaríkjanna.
ég afþakkaði pent.
penthás.

í kvöld fékk ég símtal. í því var lesin fyrir mig lýsing af bloggi. lýsingin var á mér. hún kom mér til að hlæja.
kaldhæðnislegt vegna þess að lýsingin tók einmitt fram að mér þætti allt fyndið.

þarna stendur meðal annars:
"Síðan mætti hinn kampakáti Ómar og hans egtekæreste.. hún Steffý eða Steffí ... en já hún er mjög spes manneskja.. hún hlær að öllu og hláturinn hennar er hræðilegur... hann er ekki neitt svona óþolandi, en hann er svona .. óvenjulegur með meiru, hann hljómar alltaf eins og versta kaldhæðni, en er samt frá hjartana, held ég.."
...

þetta fannst mér mjög fyndið að lesa.

þess skal getið að það er ufsilon í steffý.

jæja. kannski kemur línkur inná þetta blessaða blogg í náinni framtíð. hver veit? (eins og það sé maður sem heitir hver og hann viti það).
þetta er allavega ansi skemmtilegt blogg. og öll blogg sem fjalla um mig fá plús.

slúður: trúlofanir eru í tísku.

kegs.

Engin ummæli:

 

© Stefanía 2008