fimmtudagur, desember 09, 2004

jæja krakkar mínir.

á ég að gera línkalistann? það tekur samt svo langan tíma að kannski fer ég bara í hluta af honum í einu.

tjah, hver veit.

ég skal samt segja sögu. já ég er semsagt búin að eignast nýja fartölvu. HOH (á innsoginu)! var ég ekki búin að segja frá því? hvað er í gangi!
ég skil bara ekkert í mér.

en það er allavega búið að vera endalaust vesen með hana greyið.
í fyrsta lagi er hún með svo stóran örgjörva (já ég veit hvað það er - ójá svöl) að viftan er alltaf á billjón til þess að halda henni kaldri - eða eitthvað.
í öðru lagi virkar ekki emmessenn hjá mér. endilega komið með tillögur til að bæta úr því. ég er búin að reyna að dánlóda því aftur - og það fáránlegasta er að ég komst inn á msn í fyrstu tvö skiptin sem ég reyndi það á fínu nýju tölvunni minni - svo hætti það bara að virka.
í þriðja lagi er túlbarinn á internet egsplorer fjólublár og ég get ekki með nokkru móti breytt því. sem er ömurlegt því þetta er ógeðslega ljótt og óþægilegt því hann er svo dökkur að ég sé ekkert það sem er á honum <- svart og dökkfjólublátt fer ekkert ofboðslega vel saman.
í fjórða lagi eru diskarnir sem ég set inná hana (ekki dánlóda heldur diskar sem ég koppía með sjédjé-drivinu) í geðveikt lélegum gæðum og lögin hiksta svona. sem er ömurlegt því ég er ekki að meika það.

annars er hún mjög falleg. silfurlituð. sem er svo fallegt. svo er svona glansandi skjár sem er geðveikt töffröff (samt ekkert röff sko, bara rímar við töff þess vegna skrifaði ég það).

ef einhver kann að laga eitthvað af þessu sjitti þá má hann benda mér á það.

takk fyrir og bless.

eða nei ég ætlaði að gera lista yfir fólkið á línkunum mínum. en ég nenni því varla núna.
eða ég nenni því samt alveg. ég hef svosem ekkert betra að gera. nema kannski teikna - sem er nýja áhugamálið mitt.
ég var að teikna nektarmynd af sjálfri mér í gær. <- þetta var grín. þarna sjáið þið hvað ég er fyndin krakkar mínir. ok ég ætla að byrja á línkasjittinu.


~akureyringar~

astfán mjöðm
öðru nafni stefán þór hjartarson. hann er uppáhaldsbloggarinn minn og uppáhaldsemmessenningurinn minn. hann er samt ekki kallaður astfán mjöðm, ég gerði bara þessar ráðstafanir svo ég gæti réttlætt það að hann sé efst á línkalistanum mínum. mjöðm er áralöng þróun (nei) sem hófst á því að jói nokkur, kenndur við heimsku, ákvað að stebbi skyldi kallaður hiphop. það gekk eftir og stefán gekk undir nafninu stebbi hiphop í ágætis tíma - þess má geta að honum líkaði það heldur verr. hiphop þróaðist útí hip sem síðar varð mjöðm. hann hefur einnig verið kallaður stefán mjaðmameistari eða bara mjaðmameistarinn, en það er svo langt orð svo að ég ákvað að láta sitja við mjöðm á listanum góða.
first impression: ú er þetta gaurinn sem strákarnir eru alltaf að tala um að sé svo fyndinn? vá hvað hann er með fyndin gleraugu (þá var stebbi með harrípottergleraugu (eða ekki alveg en svona kringlótt og stór sem var mjög fyndið)).

atli
sigþórsson heitir þessi góði maður. rappari góður og ljóðskáld með meiru. hann er mikilvægur hluti hiphop-hljómsveitarinnar skyttanna og gekk undir nafninu aess þar til fyrir stuttu er hann kvað aess dauðan. bloggið hans er aaaaaawsooome *gelgjuglampiíaugum*. grín. en það er mjög flott. og fyndið. en hann er hættur að blogga því aess er dauður. ég hef hins vegar trú á því að aess eigi eftir að rísa upp úr öskunnu og þar til að ég fæ staðfestingu á öðru þá verður línkurinn hans þarna áfram.
first impression: sorrý: brútal, frekur og ógnvekjandi (þess skal geta að ekkert af þessu reyndist satt) stóri bróðir góðvinkonu minnar olgu (ekki sem er með línk hérna) sem er einnig frænka mín (og atli þ.a.l. frændi minn).

bergþóra
benediktsdóttir gaf mér fyrsta platskilríkið mitt. geeegt. hún er inspectrix scholae í schola akureyrensis, þ.e.a.s. hún er formaður hugins (nemendafélags ma). hún er bæði með mér í matarklúbbi (sem er reyndar staðsetttur á akureyri og ég bý ekki þar) og heldur uppi með mér, ásamt tveimur öðrum stúlkukindum, mjög fræðandi og skemmtilegu bloggi sem linkað er á hér til hliðar undir nafninu "gáfuðu krúttin".
first impression: vá en falleg. geðveikt róleg. hasshaus? (haha) - þá var hún náttúrulega nýkomin heim frá usa sem skiptinemi, með dredda.

björk burkni
óskarsdóttir. hún er ein besta vínkona mín (af því hún drekkur svo mikið vín haha). við kynntumst í fyrsta bekk í emma. það er eiginlega stundum skrýtið að við séum vinkonur þar sem við erum ótrúlega ólíkar. ég hef aldrei pælt í því fyrr haha. en við deilum sama húmor. hún er með bílpróf og er geðveikt fyndin að eðlisfari. hún er geðveikt uppstökk og bregður auðveldlega (það sama?). haha. hún er einmitt með mér í sama matarklúbb og bergþóra og á sömu heimasíðu og bergþóra. ég og björk höfum gert margan skandalinn saman (nei en fullt af fyndnum hlutum samt!). til dæmis tókum við upp á því í fyrsta bekk að ganga aldrei í gegnum langa ganginn á milli hóla og gamla skóla í ma án þess að hoppa á veggina. svo höfum við líka stundað kinnhestagjafir. björk, ég elska þig kyrsukarl.
first impression: geeeðveikt róleg og fyrirferðarlítil. á greinilega enga vini og hatar karlmenn (þetta síðasta var grín hahahahaha).

elfa
antonsdóttir var með mér í emma. partýstuðgelluthug. hún var einu sinni næstum því úngfrú muninn.is. hún er oftast með frumlegar klippíngar sem eru geegt kúl. svo er hún oftast frekar fyndin. sem dæmi má taka að hún notaði það sem rök í framboði til ritara í stjórn hugins að hún liti vel út í þröngum bol. það var pínu fyndið. hún bloggar samt eiginlega aldrei lengur. eða eiginlega ekkert eiginlega. ég held ég fari bara að taka hana út! þýðir ekki að beila á þessu fokkíngsjitti <- svöl.
first impression: sorrý: vond við minnimáttar. reyndist samt rangt.

guðjón og oddur
magnússon og jóhann brynjólfsson. a.k.a. guddimagg og ojay (heh ojay er samt gamalt glens frá því að guddi var kallaður god, stebbi stab og oddur ojay hahaha - greinilega thugs úr síðuskóla). þeir eru bestu karlkyns vinir mínir og fyrstu strákarnir sem ég kynntist á akureyri. geðveikt fyndnir - enda vinir mínir og ég á ekki leiðinlega vini <- svöl. þeir eru ansi uppátækjasamir og eru núna báðir í smá drykkjupásu. það var líka soldið nauðsynlegt. ég hef séð um þá báða í ansi annarlegu ástandi og dröslast með þá héðan og þaðan og hingað og þangað. en þeir eru líka krútt í rassgati sem hafa séð um mig. kyrslukarl. oddur er núna harðgiftur og það kæmi mér ekki á óvart ef unnur yrði bráðum ólétt eða eitthvað (það skal tekið fram að þetta var ýkjun). guddimagg á skilið einhverja góða gellu og ég þarf að samþykkja hana. góður fengur.
first impression:
oddur: geðveikt opinn og skemmtilegur og fyndinn sem eyðir nánast öllum sínum tíma á brókinni. soldið misheppnaður. vinur vina sinna. svalur gæiiii.
guddi: ótrúlega sætur og skemmtilegur strákur sem mætti drukkinn á fyrsta félagsmiðstöðvarballið okkar (fyrsta ballið mitt í sideschool) með svölustu sólgleraugu í heimigeimi (rayban). þá var ég skotin í honum *fliss* *roðn*.

hákon
örn hafþórsson er einnig thug sem var með mér í tíunda bekk í sideschool. við eyddum mörgum stundum þar í að skiptast á klámfengnum ljóðum í formi miðasendinga. þetta hljómar geðveikt ílla en þetta var ekki þannig. meira í áttina að því að hann sakaði mig um girnast enskukennarann minn kynferðislega og talaði um lafandi brjóstin á gangavörðunum. hákon er fyndinn gaur. hann er nú að reyna fyrir sér sem rappari undir nafninu icon held ég eða eitthvað þannig, kannski h-kon. sorrý ég man ekki alveg. hann er thug for life og byrjaði ekki að drekka fyrren átján ára þrátt fyrir að vera í félagsskap odds, stebba jök og gudda magg, drykkjuhrúta.
first impression: ótrúlega krúttlegur en feiminn gaur með svalasta (húsiðásléttunni-legasta) hárið.

kea
er blogg tátnanna krístínar ketilsdóttur, eddu hermannsdóttur og ástu bjargar ingadóttur.
ástu kynntist ég fyrst, hún var með mér í tíunda bekk í síðuskóla. við áttum margar góðar stundir saman, m.a. þegar hún gisti einu sinni hjá mér og við vorum einar heima. svo heyrðum við skarkala niðri í bílskúr (sem var fyrir neðan herbergið mitt) og ég vildi fara að tékka á þessu. ég greip að mig minnir glerflösku með mér og ásta staulaðist á eftir mér. þetta var mjög ógnvekjandi og þá sérstaklega þegar ég komst að því að ásta hafði bara fylgt mér hluta leiðarinnar og skilið mig svo eftir í kolniðamyrkri án þess að láta mig vita. sjitt hvað ég var hrædd.
first impressions: dugleg í kallamálum. sem hún var ekkert sérstaklega, bara virkaði þannig á mig.
eddu þekki ég lítið sem ekkert en hún er víst gull af konu og hress eins og fress oftast þegar ég hef átt við hana orð eða önnur samskipti.
first impressions: hress og brosmild foxy ladeh.
kristínu kynntist ég í fyrsta bekk í emma með öllu mínu vistarhangi. ég bjó á tíðum í herberginu hennar kristínar, henni til mikils ama án efa. þáverandi herbergisfélagi hennar heitir kristín líka og þær eru báðar dökkhærðar og báðar frá bolungavík. haha. kristín er mikið fyrir rökræður og hefur vitaskuld alltaf rétt fyrir sér (eða?). hún er líka ofurhress og á sínar góðu stundir í ljóskuleikanum.
first impression: smá bitch en samt hress. sem var ekki rétt, nema með hressleikann.

magnús t
orfa kynntist ég held ég bara í unglingasamkomum sem stóðu fyrir drykkju og villimannsskap. hann hangir löngum á kaffi karólínu og hann á alltaf sígarettur. nema hann sé hættur? hann deyr oftast á fylleríum og þá krota strákarnir framan í hann. hahaha. hann spilar á gítar.
first impression: geðveikt feiminn og skrýtinn gaur.

nína
eða jónína guðrún eysteinsdóttir er skólaflakkari mikill. byrjaði held ég í effbjé, fór þaðan í emma og er núna í vaffemma, en stefnir að endurkomu í emma vegna þess að vaffemma sökkar að hennar mati. hún er dugleg í smásagna- og ljóðagerð og er að minni bestu vitund upprennandi rithöfundur. hún er með geðveikt falleg augu, ekki það að það komi málinu neitt við. húmorinn er í það kaldhæðnasta, sem gerir hann einmitt mjög fyndinn. hún kann líka að syngja.
first impression: alvörugefin (held það sé útaf kaldhæðnihúmornum, sem er samt fyndinn, en hún er semsagt ekkert ofboðslega alvörugefin) og klár stelpa.

ómar
örn karlsson er rauðhærður (haha) og gengur oft undir nafninu ómi. hann er líka geðveikt frábær og gaman að tsjilla með honum. stundir okkar saman hafa verið við ýmsar ástæður, sumar eilítið óeðlilegar kannski. ég kynntist ópali (þetta eru lík nöfn) í gegnum loga, sem er einnig mikill snillingur, en það er annað mál. einu sinni áttum við ómar lag sem heitir lag númer segs, en ég og lagið erum núna í ákveðnu sambandi sem kallast lov (love) skástrik heit (hate) og þess vegna vil ég ekki lengur hlusta á það. (þetta virðist vera farið útí lýsingu á laginu, en þetta er enn lýsing á ómari, sem hann fattar). hann býr samt á akureyri og það er ömurlegt.
orð sem mér detta í hug þegar ég hugsa um hann: sturta (hahahah), andri (hahahaha), grandi, lag númer segs, hagkaup, síminn minn.
first impression: geðveikt tsjillaður gaur sem er alveg sama (þetta á ekki við eitthvað sérstakt... bara alveg sama).

rakel og aníta
sölvadóttir og hirlekar eru skellibjöllur sem ég kynntist í emma. þær tilheyra samheldnum vinahópi sem samanstendur af victori, jóni gísla, andra frey, hákoni, stebbu og þeim tveimur. þær eru hressar eins og kegs og það er fátt sem setur þær alvarlega út af laginu. ég held ég hafi aldrei séð þær reiðar af viti, bara smá tímabundinn pirringur stundum sem er oftast að mestu í gríni. rakel á þó stundum erfitt með að taka af stað í brekkum <- hahahah! þær geta báðar verið miklar ljóskur og vekja oft á tíðum kátínu fólks með skemmtilegum athugasemdum.
first impression: svalar og hressar. geðveikt töff klæddar.

ranna
eða rannveig gísladóttir (ég held ég fari ekki með fleypur hérna) er gríðarlega skondin karlstúlka sem borðar mikið, ropar hörkulega eftir það og æfir fótbolta. hún er um þessar mundir úti í bjéenna sem skiptinemi. þrátt fyrir að hafa að geyma nokkuð karlmannlegt eðli á sumum sviðum þá er hún vitaskuld mjög kvenleg. hún er tildæmis með neglur og gengur stundum með sjal. karlmenn bíða í röðum á eftir þessari snót sökum fegurðar - og auðvitað áhugaverðs persónuleika. hún er stundum pínu vitlaus og lætur það í ljós, en eru það ekki allir? hún er geðveikt fyndin hahaha (mér varð hugsað til atburðar núna og sit hérna hlæjandi haha).
first impression: feimin og ekki jafn skemmtileg og raun ber vitni - sorrý haha.

reginn
eða úlfur reginn úlfarsson. oft er spurt hvernig nafn hans skal beygt. svo það sé sem skemmtilegast þá held ég því fram að það sé um reginn frá regni til regins. flestir íslenskusérfræðingar telja það nú rangt. fallbeyging á nafni regins hefur haft mikil áhrif á líf hans vegna þess að fæstir kunna rétta beygingu, enda er hún umdeild. (hún hefur samt ekkert haft svo mikil áhrif á líf hans, það var bara grín). ég og reginn kynntumst þegar ég var í fyrsta bekk í emma og ég veit ekki alveg hvernig það gerðist. ég held það hafi verið í einhverju akureyrarteitinu sem leiddi svo af sér tíða næturrúnti. það var stemning. einu sinni söng reginn fyrir mig hugljúft lag á útsýnispallinum sem horfir yfir akureyri, þeirri stund gleymi ég aldrei. hahaha. ég og reginn höfum nú brasað ýmislegt saman og hafa gleðistundirnar ekki verið fáar - bæði með áfengi (eða öðrum efnum (grín)) sem og án þess. reginn er með doktorsgráðu í að gera fyndnustu svipi í heimi og líka í að vera tsjillaðasti gaur í heimi, nema á fylleríum þegar hann tekur uppá því að lemja fólk eða bíta (já, satt, en mest mig samt bara, allavega bíta).
first impression: rólegur en geðveikt skemmtilegur.

stefán joð og sverrir
jökulsson og sigmar björnsson.
stebbi jök, eins og hann er oftast kallaður (áður en ég var með honum í bekk (semsagt sumarið áður en ég byrjaði í síðuskóla) hélt ég alltaf að hann væri kallaður stebbi jugg haha, og vissi ekkert af hverju það var. ég kenni málleti vina minna um þennan misskilning), er hiphopthug sem var einnig með mér í síðuskóla. ég og stefán höfum í gegnum tíðina átt frekar stormasamt samband sem hefur einkennst af bæði miklu stríði og einskærri umhyggju. oft á tíðum hefur stefán tekið að sér hlutverk stóra bróður míns, ég veit ekki alveg af hverju, og skapaði það jafnan deilur. einnig flugu skot á milli í miklu magni. en með tímans tönn og auknum þroska hefur storminum lægt og við erum ágætis vinir núna. við erum með belgíuferð framarlega á dagskrá. stebb'ersko alle æsleur gaur og é dýrkann uppámilljón kysskyss (grín).
sverrir, eða svessmaster flow eins og ég kýs að kalla hann er fyrirmyndar dídjeij og pródúsar í gríð og erg ásamt ofangreindum stefáni í stúdíói sem inniheldur kósýherbergi og parket. einn helstu hæfileika sverris er að mæta galvaskur á körfuboltaæfingar morguninn eftir mikla drykkju og standa sig vel þrátt fyrir annarlegt ástand. hann er þekktur fyrir að mynda beraðofan skástrik beraðneðan skástrik beraðofanogneðan stemningu í flestum teitum sem hann stígur fæti í og á ég ófáar myndirnar af honum þar sem hann er einmitt beraðofan skástrik beraðneðan skástrik beraðofanogneðan. þess má geta að þannig teiti hélt hann einu sinni einn útí kjarnaskógi. þar velti hann sér ber í snjónum á meðan ég festi það á filmu og svo hélt hann teitinu áfram í bílnum mínum þar til við komum niður á ráðhústorg, þar hljóp hann upp að jólatrénu stóra þar sem ég tók mynd af honum. það kvöld endaði hann dauður í bílnum mínum. sverrir er hávaxinn og rauðhærður og ansi góður fengur.
first impression: geðveikt tsjillaður gaur. fáránlega yfirvegaður og labbar eins og hann gangi á skýjum. það er fyndið. svo er hann oft með annað munnvikið hærra en hitt en samt er það eiginlega ekki glott. það er líka fyndið.

steinunn póló
rögnvaldsdóttir ber viðurnefnið póló af ástæðum sem mér eru ókunnar. hún hefur brennandi áhuga á pólitík. hún er vinstrisinnuð og fer lítt leynt með það. hún er líka feministi og fer enn síður leynt með það. ég er sammála henni í mörgu. ég hef heyrt frá hólmfríði helgu að stúlka þessi sé mjög skörp og að þær tvær eigi sameiginlegan áhuga á mannkynssögu og brennunjáls-sögu. ég hef ekkert slæmt um hana að segja, enda þekki ég hana lítið (og þá er ég ekki að gefa í skyn að ég hefði mikið slæmt um hana að segja ef ég þekkti hana betur). mér finnst hún bara ansi skondin.
first impression: skrýtna frænkan hennar ingu völu. haha.

telma
glóey jónsdóttir er thug sem ég kynntist í gegnum bjögga kreisíkrútt. einu sinni stal ég af henni svolitlu sem ég vissi ekki að hún "ætti". en hún fyrirgaf mér. og við höfum rætt um þennan "hlut" sem ég stal. það var gaman. telma er hress eins og fress. hún stundar tölvur og anime-teikningar. hún hefur verið kennd við karlmennsku. en bara af bjögga. hún er ýkkt krúttí og fyndó :* (grín).
first impression: man ekki :l ábyggilega bara hress ung snót, sem hún er.



ég hef ákveðið að láta þar við sitja og fjalla síðar um brottflutta akureyringa og reykvíkinga.

mér hefur nú tekist það sem ég lagði einu sinni fram hér á blogginu mínu sem spurningu um hvort einhverjum hefði tekist:
að blogga svo mikið að skrollkassinn verði jafn lítill og í mjög blaðurmiklu emmessennsamtali.

til hamingju stefanía.

já ég skemmti mér konunlega við þessa færslu. haha. geeegt. djékarl. rifjaði ýkt krúttó mikið og skemmtilegt upp og sonna híhí ;)
grín.
ég er komin með omglol-stílinn á heilann. svona gerist þegar maður heldur uppi öðru bloggi þar sem hinn persónuleiki manns kemur í ljós - persónuleikarnir fara að blandast saman krakkar mínir.

restin kemur síðar.

takk fyrir mig
og
kegs.

1 ummæli:

guddimagg sagði...

HAHHAHAÆALGÆDAGLAasdjfkaæmef!!!! þetta er yndisleg nostalgía, takk fyrir mig.

 

© Stefanía 2008