þriðjudagur, desember 14, 2004

ég er svo geðveikt hress krakkar.
ég er svo glöð. það er svo gaman. eins og kvöldið byrjaði ööööömurlega.
ég missti tár. núna missi ég saur.
hahahahah. sjitt en fyndið. ég er svo fyndin. haha. að eðlisfari.

neinei já einmitt. (fyrst skrifaði ég 3einmitt af því að þrír er beint fyrir ofan e. haha. sniðugt).

okeyj já. einmitt. mér finnst flest allt skemmtilegt á áhugavert á þessari stundu.

eins og til dæmis veit ég um par sem á eins árs afmæli í dag. eða sko í gær af því að ég held það hafi verið þrettánda desember og það er kominn fjórtándi. allavega samgleðst ég því (parinu) svo innilega. ég er með fiðríng í maganum og allt. broskarl. svo frábært.

ég veit líka að það er stelpa að fara í sögupróf á morgun og ég samhryggist henni því hún er ekki búin að læra mikið af því að hún og vinkona hennar voru að tala svo mikið saman. ég er samt glöð. ég óska henni alls hins besta.
hahah hún á annars svo fyndinn kærasta. hahahaha. hann er með skegg. hahaha. og honum finnst geðveikt getnaðarlegt þegar hún situr í ákveðinni stellingu.

vá ég er komin með svo sítt hár. það er ýktstuðpartýfríkjeah! ég get sett það á bakvið eyrun og allt.

mig langar til að búa til lista yfir frábæra hluti:

-blogg.

-fólk sem bloggar mikið.

-fólk sem les bloggið mitt.

-fólk sem kommentar á bloggið mitt (ég er núna að herma eftir katrínu, en ég var samt alveg búin að fatta að þetta er frábært fólk áður en katrín benti á það, ég var bara ekki búin að opinbera það).

-fólk sem er með línk á bloggið mitt.

-að segja - já segja ekki skrifa - omg eða lol. og þá ekki o emm gjé eða ell o ell heldur omg og lol, segja það eins og það er skrifað. haha það er gjiðveikt skemmtilegt.

-fartölvan mín.

-bob marley.

-að ég sé komin með loftnetssnúru í herbergið mitt og geti horft á sjónvarpið.

-að ég sé búin í skólanum (að undanskildum tveimur heimspekiverkefnum).

-elsku dagný, björk, sunna, inga, guðjón, oddur, ómar, stebbi, palli, mamma og fleiri.

-jólafrí.

-að ég sé að fara til akureyrar eftir þrettán daga.

-að ég sé búin að kaupa flug og hafi fengið það frítt. (fengið það hahahha).

-bobmarley-æði.

-að ég sé búin að minnka fituprósentuna mína.

-að ég sé svona glöð.


já ég held ég láti þetta gott heita.
en hvað það er gaman að telja upp góða hluti í lífinu. vá hvað það er erfitt að telja upp góða hluti í lífinu þegar maður er pirraður. þá getur maður líka talið upp endalaust af neikvæðum hlutum.

ég er alveg til í að tileinka olgu þessa færslu. eða allavega þennan lista. hún gaf mér innblástur í að opna mig á blogginu mínu.
ég er pínulítið hrædd. internetið er hættulegur hlutur. kannski er einhver sem ekki líkar vel við mig að lesa þessa færslu og hneykslast á því hvað ég er asnaleg. en ég veit alveg að það eru líka einhverjir sem eru aðdáendur mínir að lesa þetta. aðdáendur eru það flestir vegna þess að ég er svo fyndin.
ég er það nefnilega. mjög fyndin. hahah það til dæmis mjög fyndið að segjast vera fyndin hahaha. hahahahahahahaha.
(en hvað ég er með einfaldan húmor HAHHAHA og það er svo leiðinlegt að finnast það fyndið hahaha en það er samt gaman sko, bara leiðinlegt að vera svona sorgleg, en samt er gaman að hlæja).

en ég vil þakka öllum sem eru með línk á mig. það er gjiðvegt (það er gjiðvegt að skrifa gjiðvegt svona).

plata allra tíma: bob marley - legend
þetta er svo ógeðslega góð safnplata. bob marley æði er líka það besta sem ég veit í heiminum.

lokaorðið að sinni verður eins og oftast:
kegs.
en með því fylgir samt útskýring:
kegs er áralöng (nei) þróun.
þetta byrjaði sem bless og varð bless kex. ég skrifa oftast x með gjé og ess þannig að bless kex varð bless kegs. blessið datt síðan út og eftir stóð kegs.
kegs er því afbökun á bless, en ekki ókey eins og sumir héldu.

þú ert hetja ef þú last alla leið. eða nei hörkutól. hörkutólið mitt. kyrsukarl.

kegs.

Engin ummæli:

 

© Stefanía 2008