föstudagur, janúar 05, 2007

Sæl og bless.

Ég er fötluð um þessar mundir. Ég datt í hálku á aðfaranótt nýársdags, beint á hnéð mitt góða sem fyrir rúmum tveimur árum var í gipsi vegna þess að ég fór út lið.
Ég var með fimmfalt hné, en núna er það bara svona eitt og hálft. En marbletturinn er ennþá á stærð við undirskál, ef ekki brauðdisk. Rosalega fallegur og skrautlegur á litinn. Ég er líka með tvö frekar stór sár, sem blæðir öðru hverju úr. Ég er sumsé á hækjum. Týpískt ég? Það held ég.
Fór uppá slysó 2. janúar vegna áhyggja pabba míns, þar var biðstofan full af fólki á öllum aldri sem hafði verið að detta í hálku. Ég beið í þrjá og hálfan tíma. Sjæse. Eftir að ég komst að þá tók bara við aðeins meiri bið. Samtals tók slysavarðsstofan fjóra og hálfan tíma af 2. janúar.
Það kom eiginlega ekkert út úr röntgenmyndatökunni. Beinin voru ósködduð. En það sem sést ekki á röntgenmynd og læknirinn hafði áhyggjur af var annars vegar það að það hefði blætt inn á liðinn, sem með hans orðum væri "verra". Þetta sagði hann með miður fallegan svip svo að "blæðing inn á liðinn" hljómaði mjög illa. Hins vegar gæti ég hafa slitið liðband eða skaddað liðþófann.
Það kemur í ljós eftir svona hálfa viku, ef ég verð ennþá aum og illa haldin þá, bendir allt til þess að liðband sé slitið eða liðþófinn skaddaður. Þá þarf ég að fara til bæklunarlæknis. Ég er svo töff.
Æðislegt. Þetta er stórkostleg byrjun á nýju ári.
En fall er fararheill.

Núna er ég að fara að byrja í skólanum aftur. Fer í stærðfræði 603 og 703 og sennilega þjóðhagfræði líka og kannski eins og einn eða tvo eðlisfræðiáfanga. Kannski samt bara einn. Æj ég veit ekki.

Ég er að vinna að yfirliti ársins 2006 í orðum og myndum. Viðburðarríkt ár fyrir minn árgang. Útskrift, tvítugsafmæli, ferðalög og fleira. Yfirlitið fer að birtast.

Ást, bless.

Engin ummæli:

 

© Stefanía 2008