Roslega leið mér ömurlega á síðasta sunnudag þegar við horfðum fram á tap á móti Úkraínu. Ég faldi mig undir teppi og táraðist og gaf frá mér einhver undarleg hljóð sem gætu kallast ýl, eða eitthvað svoleiðis, og inná milli heyrðist "ég get ekki horft!" - þegar ég gægðist undan teppinu. Þegar úrslitin voru ljós þá urraði ég á sambýlinga mína restina af deginum. Ég fékk mér meira að segja pizzu. Og súkkulaði.
Á mánudagskvöldinu var ég orðin svo roooosalega hamingjusöm að ég vissi varla hvað ég héti. Vá! Sigurinn á Frökkum var dásamlegur. Við pabbi, Halldór Sörlu og meira að segja Júlía Sif sátum og hoppuðum og klöppuðum og veinuðum í kór. Þvílík hamingja. Þá fékk ég mér meira súkkulaði, til að fagna. Hoho.
Svo kom Túnis. Sigur! Ekki stórsigur, en sigur þó.
Pólland: taaaap! Glatað! Elsku kallarnir... Þeir misstu þetta niður maður. Vá, ég var svo hoppandi á síðustu mínútunni. Helvítis leikhlé og kjaftæði. Það heyrist oft eftir tapleiki, en að þessu sinni voru dómararnir ekki alveg með gleraugun á réttum stað held ég. Það vantaði aðeins uppá sanngirnina.
Á laugardaginn; Slóvenía. Ég vonast eftir og leyfi mér að spá sigri.
Þýskaland, ég veit ekki. Þeir eru auðvitað mjög öflugir og það mun ekkert heyrast af íslenskum hvatningarorðum, því þau verða kæfð af þeim þýsku. En það er spurning hvort við náum að púlla Frakkaleikinn á þetta. Ég veit að við getum unnið leikinn, það fer allt eftir því hvort Alfreð tekst að draga fram annað jafn öflugt heimatilbúið myndband. Haha, vá hvað mig langar að vita hvað var á myndbandinu.
Ef einhver veit hvað var á myndbandinu sem Alfreð sýndi landsliðinu þá má hann endilega deila því með mér.
Já, ég hef enn mikla von. Ég bíð bara spennt að sjá markatölurnar frá Frakklands-Slóveníu leiknum.
Lífið er ágætt. Ég er á fullu í skólanum. Hef það ágætt. Hnéð er enn að jafna sig, hægt og bítandi.
Mig langar að fara að komast á snjóbretti. Það má endilega einhver bjóða mér í brettaferð til Alpanna. Akureyri væri líka fín.
Nú styttist í að nokkrir Akureyringar láti sjá sig hérna fyrir sunnan eftir prófin í MA. Það verður gaman að hitta Anítu, Söru og fleiri, vænti ég.
Ársyfirlitið fer að koma, haha. Ég á bara smásmá eftir.
Kveð með mynd úr eighties partýinu sem haldið var hjá Rakel og Hildi í nóvember 2005. Awesome.
Bleeess.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli