Um það bil tóm rafhlaða. Stutt blogg.
Palli á afmæli á morgun. Mega gaman. Verð að halda uppá áfangann með honum og það geri ég með glöðu geði, en ég er samt að fara í bæði lokaprófin mín á mánudaginn. Sjæse man. Ég á eftir að reikna svo mikið.
Ég er búin að reikna allt einu sinni, bara yfir önnina, en núna er komið að því. Fæ ég tíurnar mínar? Hopefully.
Ég á pottþétt eftir að blogga skrilljón sinnum yfir helgina. Geri það alltaf í prófatíð. Ef prófatíð getur kallast, tvö próf og bæði sama dag. Veit ekki sko.
Um helgina ætla ég að segja feis við djammið. Feis djamm. Ég ætla að segja feis við bakkus. Feis bakkus. Ég ætla að baða mig í stærðfræði. Ég vakna, læri stærðfræði, borða, læri stærðfræði, baða mig (í stærðfræði), læri stærðfræði, sef (bara smá og bara á nóttunni (og þá dreymir mig stærðfræði)).
Helgina eftir það ætla ég til London. Þá ætla ég að segja feis við skólann og prófin og stærðfræði. Þá ætla ég að vera búin að fá tvær tíur. Ég get, ég ætla, ég skal. Feis stærðfræði.
Í London ætla ég að segja hæ aftur við djammið og bakkus. Ég ætla líka að segja hæ við yfirdráttarheimildina mína, lítið hæ. Fyrst og fremst mun ég segja hæ við Lísu. Hún ætlar að kynna mig fyrir bresku djammi. Eðaldjamm. Vonandi fæ ég líka að segja hæ við Anítu Hirlekar. That would be nice.
Helgina eftir það ætla ég að vinna, og djamma. Bæði, já. Helgina eftir það eru jól. Vá.
Hah, ég fékk jólatilfinninguna mína. Ég er farin að fá hana æ oftar. Hún er fín sko.
Ég vona að dissið mitt hafi virkað. Hvaða diss? You'll never know.
Smá dansmynd í lokin. Tvítugsafmælið mitt, ég að missa það við Peaches. Peaches er krúttleg. Vekur upp hjá mér krúttlegan dans.
Easy, girl.
Já, og elsku Akureyringar. Viljiði fara að koma suður aðeins? Væri voða gaman sko.
Bleeess.
mánudagur, nóvember 27, 2006
Góð helgi sko. Gott líf.
Samt er ég orðin pínu þreytt á því. Sama tuggan. Sama fólkið. Sama djammið. Sömu hlutirnir. Æj, ég veit ekki. Það er samt alveg nóg að gerast. Ég er samt ennþá skotlaus. Ég er sennilega ekkert tilbúin í neitt skot. Annars væri ég ábyggilega orðin skotin. Það er alveg hellingur af strákum allt í kring, það er bara enginn sem hrífur mig uppúr skónum.
Mig vantar svoleiðis. Eða kannski langar mig bara ekki neitt í svoleiðis. Vinir mínir eru frábærir, þeir bjarga málunum.
Svo dýrka ég öll systkini mín. Þau eru öll frábær. Sunna svo vel að sér og með allt á hreinu, Rebekka fyndna og sniðuga á svo marga vegu, Júlía Sif svo ótrúlega hjálpsöm og dugleg og góður nuddari og orkumikil og ótrúlega fim og klár að nota líkamann sinn í það sem hún vill, frá dansi og fimleikum í fíngerðar fingraæfingar, Halldór Sörli einn sá fyndnasti í bransanum og svo hæfileikaríkur í tónlist og næmur á allt, Arna Þóra svo ljúf og ástrík og klár í skólanum sínum, Harpa Kristjana svo yndisleg og vel viljandi og ástrík og fyndin og sæt og allt.
Æj, ég er svo rík. Og væmin. Það er fínt.
Já, helgin var fín. Tók fyrstu vaktina mína í Gullhömrum, veisluþjónustu. Ótrúlega gaman. Tók svo good jam sko. Góða sultu, haha. Kynntist sætum Breta sem ég mun sennilega aldrei sjá aftur.
Á laugardeginum var útflutningsteiti hjá Sunnu Dís, Magga og Hildi. Góð stemning með skemmtilegu fólki. Fórum í hressan drykkjuleik á vegum Gullu sem fór alveg með mig. Það fór nú eins og það fór.
Takk fyrir mig, Sunna mín, hehe.
Endaði svo helgina á góðu trúnói með Öspinni minni. All good.
Have it good everyone.
Samt er ég orðin pínu þreytt á því. Sama tuggan. Sama fólkið. Sama djammið. Sömu hlutirnir. Æj, ég veit ekki. Það er samt alveg nóg að gerast. Ég er samt ennþá skotlaus. Ég er sennilega ekkert tilbúin í neitt skot. Annars væri ég ábyggilega orðin skotin. Það er alveg hellingur af strákum allt í kring, það er bara enginn sem hrífur mig uppúr skónum.
Mig vantar svoleiðis. Eða kannski langar mig bara ekki neitt í svoleiðis. Vinir mínir eru frábærir, þeir bjarga málunum.
Svo dýrka ég öll systkini mín. Þau eru öll frábær. Sunna svo vel að sér og með allt á hreinu, Rebekka fyndna og sniðuga á svo marga vegu, Júlía Sif svo ótrúlega hjálpsöm og dugleg og góður nuddari og orkumikil og ótrúlega fim og klár að nota líkamann sinn í það sem hún vill, frá dansi og fimleikum í fíngerðar fingraæfingar, Halldór Sörli einn sá fyndnasti í bransanum og svo hæfileikaríkur í tónlist og næmur á allt, Arna Þóra svo ljúf og ástrík og klár í skólanum sínum, Harpa Kristjana svo yndisleg og vel viljandi og ástrík og fyndin og sæt og allt.
Æj, ég er svo rík. Og væmin. Það er fínt.
Já, helgin var fín. Tók fyrstu vaktina mína í Gullhömrum, veisluþjónustu. Ótrúlega gaman. Tók svo good jam sko. Góða sultu, haha. Kynntist sætum Breta sem ég mun sennilega aldrei sjá aftur.
Á laugardeginum var útflutningsteiti hjá Sunnu Dís, Magga og Hildi. Góð stemning með skemmtilegu fólki. Fórum í hressan drykkjuleik á vegum Gullu sem fór alveg með mig. Það fór nú eins og það fór.
Takk fyrir mig, Sunna mín, hehe.
Endaði svo helgina á góðu trúnói með Öspinni minni. All good.
Have it good everyone.
fimmtudagur, nóvember 23, 2006
Jájá, ég er meinstrím.
Það er allt í lagi að vera meinstrím. Einu sinni pirraði það mig þegar fólk fór allt í einu að verða artý eða fíla eitthvað sem það fílaði ekki áður en það komst í tísku að fíla það. Núna pirrar það mig þegar þetta fer í taugarnar á öðru fólki.
Mér finnst það vera gott mál þegar fólk þroskast og fær tækifæri til þess að líta öðruvísi á hlutina. Mér finnst það vera gott mál þegar fólk kynnist nýjum hlutum.
Orð eins og hæp og pós og fleiri í þeim dúr angra mig. Fólk sekkur, eðlilega, mismikið og djúpt ofan í hluti, eins og tónlist t.d. Þeir sem hafa ekki svo mikinn áhuga á tónlist eða tækifæri til að kynna sér tónlist, dýrka kannski einhverja hljómsveit meira en aðrar hljómsveitir sem þeir þekkja, og byggja þessa dýrkun á fremur lítilli áheyrn. Svo eru aðrir, sem hafa mun meiri áhuga á tónlist eða betri tækifæri til að kynna sér hana, sem finnst þeir fyrrnefndu ekki hafa rétt til þess að dýrka þessa hljómsveit, því þeir vita ekki nóg um hana.
Mér finnst þetta eiginlega bara sorglegt. Eða ég veit ekki rétta orðið.
Það er kannski hægt að líkja þessu við myndlist. Segjum sem svo að einhver líti eitthvað málverk, eftir atorkusaman listamann, augum og finnist þetta málverk frábært. Sá hinn sami sér jafnvel eitt málverk til viðbótar eftir sama listmálara og finnst það málverk alveg jafn æðislegt. Eftir þetta fer hann að segja að hann kunni vel að meta þennan listmálara.
Er það rangt? Ég veit það ekki.
Kannski þarf maður meiri þekkingu á listmálaranum eða hljómsveitinni til að geta sagst kunna að meta hann/hana.
Ég skil svosem sjónarmið þeirra sem láta svona angra sig. En mér finnst samt betra að fólk geti allavega myndað sér einhverja skoðun heldur en enga. Það er eðlilegt að hafa skoðanir á hlutunum.
Maður myndar sér fyrst skoðun eftir fyrstu kynnum, síðar kemst maður að meiru og skoðunin breytist, þegar maður kemst að enn meiru þá breytist skoðunin væntanlega enn meira. Þeim mun meiri þekking, þeim mun meiri stuðningur er á bakvið skoðunina - en það er samt eðlilegt að mynda sér skoðun.
Aðalmálið er að vera tilbúin að breyta skoðunum sínum ef betri rök bætast í þekkingu manns.
Það er allt í lagi að vera meinstrím. Einu sinni pirraði það mig þegar fólk fór allt í einu að verða artý eða fíla eitthvað sem það fílaði ekki áður en það komst í tísku að fíla það. Núna pirrar það mig þegar þetta fer í taugarnar á öðru fólki.
Mér finnst það vera gott mál þegar fólk þroskast og fær tækifæri til þess að líta öðruvísi á hlutina. Mér finnst það vera gott mál þegar fólk kynnist nýjum hlutum.
Orð eins og hæp og pós og fleiri í þeim dúr angra mig. Fólk sekkur, eðlilega, mismikið og djúpt ofan í hluti, eins og tónlist t.d. Þeir sem hafa ekki svo mikinn áhuga á tónlist eða tækifæri til að kynna sér tónlist, dýrka kannski einhverja hljómsveit meira en aðrar hljómsveitir sem þeir þekkja, og byggja þessa dýrkun á fremur lítilli áheyrn. Svo eru aðrir, sem hafa mun meiri áhuga á tónlist eða betri tækifæri til að kynna sér hana, sem finnst þeir fyrrnefndu ekki hafa rétt til þess að dýrka þessa hljómsveit, því þeir vita ekki nóg um hana.
Mér finnst þetta eiginlega bara sorglegt. Eða ég veit ekki rétta orðið.
Það er kannski hægt að líkja þessu við myndlist. Segjum sem svo að einhver líti eitthvað málverk, eftir atorkusaman listamann, augum og finnist þetta málverk frábært. Sá hinn sami sér jafnvel eitt málverk til viðbótar eftir sama listmálara og finnst það málverk alveg jafn æðislegt. Eftir þetta fer hann að segja að hann kunni vel að meta þennan listmálara.
Er það rangt? Ég veit það ekki.
Kannski þarf maður meiri þekkingu á listmálaranum eða hljómsveitinni til að geta sagst kunna að meta hann/hana.
Ég skil svosem sjónarmið þeirra sem láta svona angra sig. En mér finnst samt betra að fólk geti allavega myndað sér einhverja skoðun heldur en enga. Það er eðlilegt að hafa skoðanir á hlutunum.
Maður myndar sér fyrst skoðun eftir fyrstu kynnum, síðar kemst maður að meiru og skoðunin breytist, þegar maður kemst að enn meiru þá breytist skoðunin væntanlega enn meira. Þeim mun meiri þekking, þeim mun meiri stuðningur er á bakvið skoðunina - en það er samt eðlilegt að mynda sér skoðun.
Aðalmálið er að vera tilbúin að breyta skoðunum sínum ef betri rök bætast í þekkingu manns.
mánudagur, nóvember 20, 2006
Ahh. Svo góð helgi sko.
Kom norður í alsælu og frábærar móttökur hjá frábæru fólki. Var boðið í mat, virkilega góðan mat meira að segja. Þá tók við hvítvínssötr og stuðrall.
Vantar svona bits and bits í kvöldið og nóttina, en ég skemmti mér allavega konunglega.
Fór seint að sofa og vaknaði kl. 10 til að fara í fjallið. Nææææs sko. Geðveikt færi, ekki of margir, sól og blíða, góður snjór. Reyndar 20 stiga frost, svona frost sem frystir horið í nösunum á manni. Æðislegt, hehe. Enda nældi ég mér í eitt stykki öflugt kvef eftir laugardaginn, sem ég er ennþá að berjast við. Kvef sem veldur rauðu nefi, þurrum hálsi, erfiðleikum við átu (ekki hægt að anda og borða á sama tíma og maður verður móður), hálsbólgu (sem var að skríða í hús) og fleira. Eðalkvef.
Ákvað að halda kuldanum við og fékk mér Brynjuís eftir smá Café Amour setu. Djöfull er hann góður maður, ég var hreinlega búin að gleyma því hvað þetta bragð er svakalega ljúffengt. Nei, það er ekki beint rétta lýsingin að ég hafi verið búin að gleyma hversu ljúffengt það er. Ég vissi alveg að bragðið væri eitt það besta í heimi, en það var einhvern veginn samt aðeins farið að dofna í minningunni. Þetta var orðið miklu meira svona vitneskja um gæði bragðsins, frekar en vitneskja um bragðið sjálft. Extremely nice að rifja það upp.
Kom aftur heim í góða húsið hennar Anítu Kristjáns og fjölskyldu, sem eru með bestu gestgjöfum sem ég hef kynnst, og við tátur sofnuðum þar í sófanum yfir einhverri America's Next Top Model re-run syrpu. Ég steinrotaðist alveg og svaf í þrjá tíma eða eitthvað.
Vaknaði, fór í gott bað og hóf annað hvítvínssötr í góðra vina hópi sem bættist jafnt og þétt í þar til við yfirgáfum húsið.
Sumir í þeim hópi voru einkar æstir á tímabili, en það er bara fínt flipp (stuðlar) í tilveruna.
Stefnan: downtown, jammin'.
Fór bara ágætlega snemma heim það kvöld, allavega miðað við Reykjavíkurheimfarartíma.
Stundum alveg glatað að það skuli allir skemmtistaðir loka kl. 4 á Akureyri. Maður er vanur því að hanga niðri í bæ til 6, 7. Þá er svekkjandi að fara heim klukkan 4. Aðalmunurinn á Akureyri og Reykjavík er að útaf því að allt lokar svona snemma fyrir norðan þá eru oftast eftirpartý. Ég fíla það sko.
Vaknaði um hádegi sunnudagsins og fór aftur í fjallið.
Ég og Arnar Ómars áttum besta daginn:
-Góð syrpa í fjallinu. Ég reyndi að fara uppí Strýtu en lyftur (aðrar en stólalyftur) koma mér í svo ógeðslega pirrað skap að ég beilaði á Strýtunni og við héldum okkur við ótroðið, sumpartinn púðrað Suðurgilið. Geeeðveikt. Ég var alveg farin að hoppa svona hálfan metra eða metra upp í loftið. Hehe, góður maður. Fimmuna fyrir því.
Þann daginn var líka enn betra færi en á laugardeginum, ef mögulegt. Það var allt það góða sem ég taldi upp áðan, plús að það voru ekki nema -4°C, sem er soldið allt annað og þægilegra en -20°C. Mér leið vel allan tímann í fjallinu.
-Fórum svo í sund eftir fjallsferðina góðu og héngum í heita pottinum í svona tvo tíma að spjalla. Heeevví næs. Gott til að slaka á vöðvunum. Ég hefði samt hreinlega átt að teygja á því ég er með strengi út um allan líkama. Í alvöru, nefnið vöðva og ég get sagst vera með strengi þar.
Ok, þið vitið að þetta er ekki bókstaflegt, en ég er samt með strengi á fáránlegum stöðum. Við erum að tala um strengi á ristinni, undirframhandleggnum (ég veit ekki hvort þetta orð er til, en þið gerið ykkur samt kannski smá grein fyrir því hvað ég meina), upphandleggnum, mittinu, síðunni, hálsinum, kálfunum, öxlunum, lærunum, maganum, rassinum, bakinu, o.s.frv. Haha, geggjað.
Ég hélt áfram að eiga góðan dag:
-Mætti heim til Anítu, gipsmeistara, aftur og við tók dýrindismáltíð sem Helga og Kristján elduðuð ofan í liðið.
-Fékk mér aftur Brynjuís.
-Settist á Karó og tók gott tsjill þar. Something I've missed. Ótrúlega næs.
Flaug ekki suður fyrren í morgun.
Gerist ekki mikið betri dagur. Og bara helgi ef því er að skipta.
Ég þakka kærlega fyrir mig, allir sem að því komu að gera helgina mína góða. Þá sérstaklega íbúar Aðalstrætis 80b.
Akureyringar eru svo gott fólk, í alvöru. Maður fær bara endalaust gott vibe á Akureyri. Mér leið vel frá því að ég steig úr flugvélinni á föstudagseftirmiðdeginum og vellíðanin er ekki ennþá farin þótt ég hafi komið til Reykjavíkur fyrir tveimur klukkutímum. Ætli það tengist því ekki aðeins að það er kominn svona mikill snjór hérna í stórborginni (stór, já).
Vá, hvað mér finnst fyndið að allt hafi farið í fokk á laugardaginn þegar það fylltist allt af snjó hérna.
Haha, Reykvíkingar eru hreinlega ekki undir það búnir að taka á móti svona miklum snjó. Þeir panika bara og vita ekkert hvað þeir eiga að gera. "Snjór? Hvað þýðir það? Hvað gerum við núna?" Krúttó.
Ég fíla þetta sko. Sérstaklega ef þetta þýðir að Bláfjöll fari kannski að opna. Þá verð ég soldið mikið glöð. Hamingja.
Jæja, ég ætla að fara að vinna helgina upp í stærðfræðilærdómi. Með hor í nös, þrútið og rautt nef, hósta, og nefmælta og krúttlega rödd. Gaman. Bros.
Kom norður í alsælu og frábærar móttökur hjá frábæru fólki. Var boðið í mat, virkilega góðan mat meira að segja. Þá tók við hvítvínssötr og stuðrall.
Vantar svona bits and bits í kvöldið og nóttina, en ég skemmti mér allavega konunglega.
Fór seint að sofa og vaknaði kl. 10 til að fara í fjallið. Nææææs sko. Geðveikt færi, ekki of margir, sól og blíða, góður snjór. Reyndar 20 stiga frost, svona frost sem frystir horið í nösunum á manni. Æðislegt, hehe. Enda nældi ég mér í eitt stykki öflugt kvef eftir laugardaginn, sem ég er ennþá að berjast við. Kvef sem veldur rauðu nefi, þurrum hálsi, erfiðleikum við átu (ekki hægt að anda og borða á sama tíma og maður verður móður), hálsbólgu (sem var að skríða í hús) og fleira. Eðalkvef.
Ákvað að halda kuldanum við og fékk mér Brynjuís eftir smá Café Amour setu. Djöfull er hann góður maður, ég var hreinlega búin að gleyma því hvað þetta bragð er svakalega ljúffengt. Nei, það er ekki beint rétta lýsingin að ég hafi verið búin að gleyma hversu ljúffengt það er. Ég vissi alveg að bragðið væri eitt það besta í heimi, en það var einhvern veginn samt aðeins farið að dofna í minningunni. Þetta var orðið miklu meira svona vitneskja um gæði bragðsins, frekar en vitneskja um bragðið sjálft. Extremely nice að rifja það upp.
Kom aftur heim í góða húsið hennar Anítu Kristjáns og fjölskyldu, sem eru með bestu gestgjöfum sem ég hef kynnst, og við tátur sofnuðum þar í sófanum yfir einhverri America's Next Top Model re-run syrpu. Ég steinrotaðist alveg og svaf í þrjá tíma eða eitthvað.
Vaknaði, fór í gott bað og hóf annað hvítvínssötr í góðra vina hópi sem bættist jafnt og þétt í þar til við yfirgáfum húsið.
Sumir í þeim hópi voru einkar æstir á tímabili, en það er bara fínt flipp (stuðlar) í tilveruna.
Stefnan: downtown, jammin'.
Fór bara ágætlega snemma heim það kvöld, allavega miðað við Reykjavíkurheimfarartíma.
Stundum alveg glatað að það skuli allir skemmtistaðir loka kl. 4 á Akureyri. Maður er vanur því að hanga niðri í bæ til 6, 7. Þá er svekkjandi að fara heim klukkan 4. Aðalmunurinn á Akureyri og Reykjavík er að útaf því að allt lokar svona snemma fyrir norðan þá eru oftast eftirpartý. Ég fíla það sko.
Vaknaði um hádegi sunnudagsins og fór aftur í fjallið.
Ég og Arnar Ómars áttum besta daginn:
-Góð syrpa í fjallinu. Ég reyndi að fara uppí Strýtu en lyftur (aðrar en stólalyftur) koma mér í svo ógeðslega pirrað skap að ég beilaði á Strýtunni og við héldum okkur við ótroðið, sumpartinn púðrað Suðurgilið. Geeeðveikt. Ég var alveg farin að hoppa svona hálfan metra eða metra upp í loftið. Hehe, góður maður. Fimmuna fyrir því.
Þann daginn var líka enn betra færi en á laugardeginum, ef mögulegt. Það var allt það góða sem ég taldi upp áðan, plús að það voru ekki nema -4°C, sem er soldið allt annað og þægilegra en -20°C. Mér leið vel allan tímann í fjallinu.
-Fórum svo í sund eftir fjallsferðina góðu og héngum í heita pottinum í svona tvo tíma að spjalla. Heeevví næs. Gott til að slaka á vöðvunum. Ég hefði samt hreinlega átt að teygja á því ég er með strengi út um allan líkama. Í alvöru, nefnið vöðva og ég get sagst vera með strengi þar.
Ok, þið vitið að þetta er ekki bókstaflegt, en ég er samt með strengi á fáránlegum stöðum. Við erum að tala um strengi á ristinni, undirframhandleggnum (ég veit ekki hvort þetta orð er til, en þið gerið ykkur samt kannski smá grein fyrir því hvað ég meina), upphandleggnum, mittinu, síðunni, hálsinum, kálfunum, öxlunum, lærunum, maganum, rassinum, bakinu, o.s.frv. Haha, geggjað.
Ég hélt áfram að eiga góðan dag:
-Mætti heim til Anítu, gipsmeistara, aftur og við tók dýrindismáltíð sem Helga og Kristján elduðuð ofan í liðið.
-Fékk mér aftur Brynjuís.
-Settist á Karó og tók gott tsjill þar. Something I've missed. Ótrúlega næs.
Flaug ekki suður fyrren í morgun.
Gerist ekki mikið betri dagur. Og bara helgi ef því er að skipta.
Ég þakka kærlega fyrir mig, allir sem að því komu að gera helgina mína góða. Þá sérstaklega íbúar Aðalstrætis 80b.
Akureyringar eru svo gott fólk, í alvöru. Maður fær bara endalaust gott vibe á Akureyri. Mér leið vel frá því að ég steig úr flugvélinni á föstudagseftirmiðdeginum og vellíðanin er ekki ennþá farin þótt ég hafi komið til Reykjavíkur fyrir tveimur klukkutímum. Ætli það tengist því ekki aðeins að það er kominn svona mikill snjór hérna í stórborginni (stór, já).
Vá, hvað mér finnst fyndið að allt hafi farið í fokk á laugardaginn þegar það fylltist allt af snjó hérna.
Haha, Reykvíkingar eru hreinlega ekki undir það búnir að taka á móti svona miklum snjó. Þeir panika bara og vita ekkert hvað þeir eiga að gera. "Snjór? Hvað þýðir það? Hvað gerum við núna?" Krúttó.
Ég fíla þetta sko. Sérstaklega ef þetta þýðir að Bláfjöll fari kannski að opna. Þá verð ég soldið mikið glöð. Hamingja.
Jæja, ég ætla að fara að vinna helgina upp í stærðfræðilærdómi. Með hor í nös, þrútið og rautt nef, hósta, og nefmælta og krúttlega rödd. Gaman. Bros.
föstudagur, nóvember 17, 2006
Jeeiijjjj!
Ég er á leiðinni til fokkíng Akureyrar eftir örfáa klukkutíma.
Tek tvö góð djömm á þetta og tvær góðar brettaferðir. Gerist ekki mikið betra! Ahhh :)
Kannski verður samt bara kjánalegt að djamma á Akureyri núna, það eru allir fluttir þaðan. Ekki allir, en svo margir.
Allavega, pant skemmta mér vel.
Ég hvet alla sem ég þekki til að hafa samband við mig. Ég glataði símanum mínum í sumar og missti nokkur númer út, ekki öll en sum.
Orræt man!
Ég er farin.
Já og ég er komin með mæspeis. Haha, ekki hélt ég að sá dagur kæmi.
Ówellbless.
Ég er á leiðinni til fokkíng Akureyrar eftir örfáa klukkutíma.
Tek tvö góð djömm á þetta og tvær góðar brettaferðir. Gerist ekki mikið betra! Ahhh :)
Kannski verður samt bara kjánalegt að djamma á Akureyri núna, það eru allir fluttir þaðan. Ekki allir, en svo margir.
Allavega, pant skemmta mér vel.
Ég hvet alla sem ég þekki til að hafa samband við mig. Ég glataði símanum mínum í sumar og missti nokkur númer út, ekki öll en sum.
Orræt man!
Ég er farin.
Já og ég er komin með mæspeis. Haha, ekki hélt ég að sá dagur kæmi.
Ówellbless.
mánudagur, nóvember 13, 2006
Ég fór ekki norður. Enda sagði ég að ég færi ekki ef fjallið opnaði ekki. Ég fer samt bráðum að látast úr brettalöngun. Nei, nei. Samt.
Góð helgi samt sko, þrátt fyrir að hún hafi ekki farið fram á Akureyri af minni hálfu. Ég er eiginlega orðin alltof mikill djammari. Komin aðeins of mikið í 2. bekkjarfílinginn. Kannski spurning um að fara að slaka á.
Ég fer norður næstu helgi, æ hef tú. Fara á bretti og kíkja á þetta Akureyrarpakk allt saman. Fara í heita pottinn. Meet my peeps.
Oj, ég sagði þetta ekki. Ég var að grínast.
Sjæse. Ég sit hérna uppí MH að blogga og það er matarboð á borðinu við hliðina á mér. Það vantar bara kertaljós sko. Þær eru með allar græjur þessar píur.
Eftir næstu helgi verður smá afslapp í the jam þar til London beibí! Oh, kreisí en the membrain man.
Og nú er matarboðið bara búið af því að frímínútur eru búnar. Gaman að hafa tíu mínútna matarboð.
Toppur helgarinnar var deffó þegar pabbi mætti á Prikið. Haha. Algjör snilld. Gaman að vera að dansa og fá símtal frá föður sínum um það að hann sé fyrir utan Prikið. Ég dró gamla auðvitað inn aðeins, haha. Stemmari að djamma með pabba gamla.
Annars er ég að halda áfram að eisa skólann, it's going good. Ég er því afskaplega fegin. Væri kannski líka bara hálfglatað að vera bara í tveimur stærðfræðiáföngum og engu öðru og vera ekki að eisa þá.
Úff, ég verð hreinlega að tala um þetta.
Mér finnst svo sorglegt hvað það eru margir gaurar sem eru bara algjörir plebbs og hoes. Hálfskondið að þeir fá á sig nafnbótina "playerar" fyrir að fara með tveimur nýjum gellum heim hverja einustu helgi. Player - mér finnst það orð gefa til kynna eitthvað töff, en það er ekki töff að ná sér í hvaða gellu sem vill skríða upp í rúm með manni.
Ég hafði ekki svo mikið kynnst þessu heima á Akureyri. Það er svo mikill smalltown að þetta þekkist ekki þarna í svona miklu magni. Eða kannski gerir það það, en þessir gaurar voru þá ekkert mikið á sömu stöðum og ég. Reyndar var ég í sambandi þá og ég held að þegar maður er í sambandi (ef maður vill eitthvað vera í þessu sambandi) þá gefi maður frá sér svona "ég er á föstu"-vibe.
Í Reykjavík er allt morandi í þessum töppum.
Skemmtileg kenning sem ég heyrði. Stelpurnar vita að þessir gæjar eru eins og þeir eru, en halda samt að þær séu eitthvað sérstakar því þær vona að þær séu þær sem eiga eftir að breyta þessu mynstri.
Auðvitað eru til stelpur sem er alveg sama og eru bara að fleygja sér í einnar nætur gaman, eins og strákarnir. En munurinn er held ég sá (án þess að alhæfa, undantekningarnar eru auðvitað til og alveg nóg af þeim) að þótt þær vilji ekkert meira með gaurinn hafa og sé alveg sama um hann, þá kunna þær samt alveg að vera kurteisar og drulla ekki yfir greyið strákinn með algjöru dissi við næstu kynni.
Ég get ekki talið skiptin sem ég hef heyrt um þar sem pían er á total bömmer bara vegna þess að næst þegar hún hitti gaurinn var hann svo dónalegur að hún heldur að hún sé eitthvað ömurleg. So wrong.
Samt langaði hana kannski engan veginn í strákinn aftur. Glataður í rúminu og enginn kúrari eða skjallari; not top-notch gaur. En útaf þessu dissi af hans hálfu, þá verður hún að fá hann aftur. Vegna þess að fólk langar alltaf í það sem það getur ekki fengið.
Glatað.
Þessi leikur, þessi höstlleikur er ótrúlegur. Það er merkilegt að sjá hvað það er rétt að það gilda einfaldlega ákveðnar reglur í honum og merki sem fólk sendir sín á milli.
Sumir kunna ekki reglurnar og merkin, ég er ein af þeim. En maður kemst ekki hjá því að læra þetta af öllu helgardjamminu og einfaldlega af öllum mistökum fólksins í kringum mann.
Orrætí then. Ég er farin að diffra og heilda og ýmislegt fleira.
Good fun and live well.
Es. Helvítis minniskortinu úr myndavélinni minni var stolið! En glatað. Haha bókstaflega glatað. Og það voru líka myndir inná kortinu sko. Enn verra.
Ef þið finnið það, Sony-minniskort með eitthvað miklu plássi, alveg slatta plássi, þá endilega skilið því. Pirrandi. Fáránlegur þjófnaður líka. Alltílagibless.
Góð helgi samt sko, þrátt fyrir að hún hafi ekki farið fram á Akureyri af minni hálfu. Ég er eiginlega orðin alltof mikill djammari. Komin aðeins of mikið í 2. bekkjarfílinginn. Kannski spurning um að fara að slaka á.
Ég fer norður næstu helgi, æ hef tú. Fara á bretti og kíkja á þetta Akureyrarpakk allt saman. Fara í heita pottinn. Meet my peeps.
Oj, ég sagði þetta ekki. Ég var að grínast.
Sjæse. Ég sit hérna uppí MH að blogga og það er matarboð á borðinu við hliðina á mér. Það vantar bara kertaljós sko. Þær eru með allar græjur þessar píur.
Eftir næstu helgi verður smá afslapp í the jam þar til London beibí! Oh, kreisí en the membrain man.
Og nú er matarboðið bara búið af því að frímínútur eru búnar. Gaman að hafa tíu mínútna matarboð.
Toppur helgarinnar var deffó þegar pabbi mætti á Prikið. Haha. Algjör snilld. Gaman að vera að dansa og fá símtal frá föður sínum um það að hann sé fyrir utan Prikið. Ég dró gamla auðvitað inn aðeins, haha. Stemmari að djamma með pabba gamla.
Annars er ég að halda áfram að eisa skólann, it's going good. Ég er því afskaplega fegin. Væri kannski líka bara hálfglatað að vera bara í tveimur stærðfræðiáföngum og engu öðru og vera ekki að eisa þá.
Úff, ég verð hreinlega að tala um þetta.
Mér finnst svo sorglegt hvað það eru margir gaurar sem eru bara algjörir plebbs og hoes. Hálfskondið að þeir fá á sig nafnbótina "playerar" fyrir að fara með tveimur nýjum gellum heim hverja einustu helgi. Player - mér finnst það orð gefa til kynna eitthvað töff, en það er ekki töff að ná sér í hvaða gellu sem vill skríða upp í rúm með manni.
Ég hafði ekki svo mikið kynnst þessu heima á Akureyri. Það er svo mikill smalltown að þetta þekkist ekki þarna í svona miklu magni. Eða kannski gerir það það, en þessir gaurar voru þá ekkert mikið á sömu stöðum og ég. Reyndar var ég í sambandi þá og ég held að þegar maður er í sambandi (ef maður vill eitthvað vera í þessu sambandi) þá gefi maður frá sér svona "ég er á föstu"-vibe.
Í Reykjavík er allt morandi í þessum töppum.
Skemmtileg kenning sem ég heyrði. Stelpurnar vita að þessir gæjar eru eins og þeir eru, en halda samt að þær séu eitthvað sérstakar því þær vona að þær séu þær sem eiga eftir að breyta þessu mynstri.
Auðvitað eru til stelpur sem er alveg sama og eru bara að fleygja sér í einnar nætur gaman, eins og strákarnir. En munurinn er held ég sá (án þess að alhæfa, undantekningarnar eru auðvitað til og alveg nóg af þeim) að þótt þær vilji ekkert meira með gaurinn hafa og sé alveg sama um hann, þá kunna þær samt alveg að vera kurteisar og drulla ekki yfir greyið strákinn með algjöru dissi við næstu kynni.
Ég get ekki talið skiptin sem ég hef heyrt um þar sem pían er á total bömmer bara vegna þess að næst þegar hún hitti gaurinn var hann svo dónalegur að hún heldur að hún sé eitthvað ömurleg. So wrong.
Samt langaði hana kannski engan veginn í strákinn aftur. Glataður í rúminu og enginn kúrari eða skjallari; not top-notch gaur. En útaf þessu dissi af hans hálfu, þá verður hún að fá hann aftur. Vegna þess að fólk langar alltaf í það sem það getur ekki fengið.
Glatað.
Þessi leikur, þessi höstlleikur er ótrúlegur. Það er merkilegt að sjá hvað það er rétt að það gilda einfaldlega ákveðnar reglur í honum og merki sem fólk sendir sín á milli.
Sumir kunna ekki reglurnar og merkin, ég er ein af þeim. En maður kemst ekki hjá því að læra þetta af öllu helgardjamminu og einfaldlega af öllum mistökum fólksins í kringum mann.
Orrætí then. Ég er farin að diffra og heilda og ýmislegt fleira.
Good fun and live well.
Es. Helvítis minniskortinu úr myndavélinni minni var stolið! En glatað. Haha bókstaflega glatað. Og það voru líka myndir inná kortinu sko. Enn verra.
Ef þið finnið það, Sony-minniskort með eitthvað miklu plássi, alveg slatta plássi, þá endilega skilið því. Pirrandi. Fáránlegur þjófnaður líka. Alltílagibless.
fimmtudagur, nóvember 09, 2006
Helgin var æði. Ég var með tvíburana frá föstudagsmorgninum og út þriðjudag en fékk næga hjálp frá fullt af fólki og allt gekk eins og í sögu. Ég átti meira að segja einkalíf á föstudags- og laugardagskvöldinu. Skemmti mér eins og í sögu bæði kvöldin. En hvað það var gaman. Broskall.
Haha, ég var samt hálfbjálfaleg á föstudagskvöldinu. Voða krúttó. Átti svona romantic alone time. Föstudagskvöldið átti að fara í tryllt teiti (ég veit svosem ekki hvort það hefði verið tryllt) en úr teitinu varð núll. Þess í stað fór ég uppí Grafarvog til múttu minnar og borðaði hjá henni og co., afskaplega notalegt. Lærði nýja leið til skyrátu; setja sultu út í skyrið. Mamma mín hefur víst notað þessa leið alla tíð en eitthvað fór hún framhjá mér.
Klukkan var svo orðin miklu meira en ég ætlaði og hélt þegar ég fór heim að gera mig klára fyrir skemmtun kvöldsins, sem var svosem óráðin á þeim tíma. Ég fór í sturtu í rólegheitunum, vaxaði meine bener (þýðing: lappirnar mínar) (vá hvað ég er góð í þýskdönsku), slétti hárið mitt, málaði mig, valdi mér föt og þið vitið, allt tilheyrandi bara.
Þetta gerði ég allt saman drekkandi freyðivín og hlustandi á GusGus og aðra góða tóna. Very much Bridget Jones-like. Kósý sko.
Svo bara var klukkan allt í einu orðin "kominn tími til að fara niður í bæ"-tími, svo Sunna Dís og Gulla sóttu mig og við djömmuðum.
Vá, en gaman. Langt síðan (eða kannski ekki, ég hef hreinlega ekki hugmynd um það, en ég held það samt (þá hef ég hugmynd, en ekki staðfestingu)) ég hef bloggað svona "í kvöld þá gerði ég þetta og þetta og þetta"-blogg.
Best að halda því áfram.
Á laugardeginum var "hér skulum við drekka áður en við förum niður í bæ"-hittingur á Tryggvagötu. Mjög gaman og fullt af myndavélaflippi sem er einmitt komið hér til hliðar undir heitinu Tryggvagötudjamm. Sara og Aníta Keij kíktu til Errvaffká um helgina, einkar gaman að sjá þau andlit. Svo var förinni auðvitað bara heitið downtown, þótt það sé eiginlega ekki hægt að vera meira downtown heldur en á Tryggvagötu, en þið vitið hvað ég meina. Skemmti mér afskaplega vel það kvöld líka. Endaði í krúttlegu eftirpartýi. Orræt man.
Ætla að skella inn vel völdum myndum, haha, misfyndnum.
Eins og hún Aníta getur verið sæt þá kann hún líka að vera svona:
Sara er farin að gera það einfaldlega að hefð að púlla this guy á myndavélina mína. Haha. Sara rassgat.
Hahaha, nú var ég búin að ákveða hvað ég ætlaði næst að gera í þessari færslu og það var að setja inn sæta mynd af Söru líka, til að sýna að hún getur líka alveg verið anti this guy, hah, en ég fann enga. Nema langt aftur í tímann og þar er hún covered in sunglasses.
Sara, farðu að fá þér myndasvip - hættað vera svona mikill töffari. En sjá hvað við erum sætar þarna. Úff, hvað ég er með much reminiscence að skoða þessar MA myndir í leit minni að góðri Söru-mynd. Sakna Hildar.
Og svo þessi, hér er Sara ýkt kjútípæ í Glimmer/Gay tvítugsafmælinu hennar Hildar Harðar:
En henni varð auðvitað að fylgja this guy:
Hah, þetta blogg er tileinkað Söru. Þótt það hafi ekki verið það fyrst þá er það augljóslega orðið það núna.
Awesome.
Næsta helgi verður vonandi á Akureyri. Ég veit að ég get farið til Akureyrar, en ég veit ekki hvort ég get farið á bretti, og ég veit ekki hvort ég meika að beila á tveimur tvítugsafmælum fyrir Akureyri ef ekkert bíður mín þar nema bara djamm, sem bíður mín hér líka. Vonandi verður fjallið opnað, þá fer ég.
Vá ég er með fiðring í maganum að hugsa um bretti. Geðveikt. Svo fylgir auðvitað heiti potturinn sem ég er búin að fá boð í. En geðveikara.
Jæja, ég ætla að fara að sofa. Eða eitthvað annað. Sjáum til.
Bless.
Haha, ég var samt hálfbjálfaleg á föstudagskvöldinu. Voða krúttó. Átti svona romantic alone time. Föstudagskvöldið átti að fara í tryllt teiti (ég veit svosem ekki hvort það hefði verið tryllt) en úr teitinu varð núll. Þess í stað fór ég uppí Grafarvog til múttu minnar og borðaði hjá henni og co., afskaplega notalegt. Lærði nýja leið til skyrátu; setja sultu út í skyrið. Mamma mín hefur víst notað þessa leið alla tíð en eitthvað fór hún framhjá mér.
Klukkan var svo orðin miklu meira en ég ætlaði og hélt þegar ég fór heim að gera mig klára fyrir skemmtun kvöldsins, sem var svosem óráðin á þeim tíma. Ég fór í sturtu í rólegheitunum, vaxaði meine bener (þýðing: lappirnar mínar) (vá hvað ég er góð í þýskdönsku), slétti hárið mitt, málaði mig, valdi mér föt og þið vitið, allt tilheyrandi bara.
Þetta gerði ég allt saman drekkandi freyðivín og hlustandi á GusGus og aðra góða tóna. Very much Bridget Jones-like. Kósý sko.
Svo bara var klukkan allt í einu orðin "kominn tími til að fara niður í bæ"-tími, svo Sunna Dís og Gulla sóttu mig og við djömmuðum.
Vá, en gaman. Langt síðan (eða kannski ekki, ég hef hreinlega ekki hugmynd um það, en ég held það samt (þá hef ég hugmynd, en ekki staðfestingu)) ég hef bloggað svona "í kvöld þá gerði ég þetta og þetta og þetta"-blogg.
Best að halda því áfram.
Á laugardeginum var "hér skulum við drekka áður en við förum niður í bæ"-hittingur á Tryggvagötu. Mjög gaman og fullt af myndavélaflippi sem er einmitt komið hér til hliðar undir heitinu Tryggvagötudjamm. Sara og Aníta Keij kíktu til Errvaffká um helgina, einkar gaman að sjá þau andlit. Svo var förinni auðvitað bara heitið downtown, þótt það sé eiginlega ekki hægt að vera meira downtown heldur en á Tryggvagötu, en þið vitið hvað ég meina. Skemmti mér afskaplega vel það kvöld líka. Endaði í krúttlegu eftirpartýi. Orræt man.
Ætla að skella inn vel völdum myndum, haha, misfyndnum.
Eins og hún Aníta getur verið sæt þá kann hún líka að vera svona:
Sara er farin að gera það einfaldlega að hefð að púlla this guy á myndavélina mína. Haha. Sara rassgat.
Hahaha, nú var ég búin að ákveða hvað ég ætlaði næst að gera í þessari færslu og það var að setja inn sæta mynd af Söru líka, til að sýna að hún getur líka alveg verið anti this guy, hah, en ég fann enga. Nema langt aftur í tímann og þar er hún covered in sunglasses.
Sara, farðu að fá þér myndasvip - hættað vera svona mikill töffari. En sjá hvað við erum sætar þarna. Úff, hvað ég er með much reminiscence að skoða þessar MA myndir í leit minni að góðri Söru-mynd. Sakna Hildar.
Og svo þessi, hér er Sara ýkt kjútípæ í Glimmer/Gay tvítugsafmælinu hennar Hildar Harðar:
En henni varð auðvitað að fylgja this guy:
Hah, þetta blogg er tileinkað Söru. Þótt það hafi ekki verið það fyrst þá er það augljóslega orðið það núna.
Awesome.
Næsta helgi verður vonandi á Akureyri. Ég veit að ég get farið til Akureyrar, en ég veit ekki hvort ég get farið á bretti, og ég veit ekki hvort ég meika að beila á tveimur tvítugsafmælum fyrir Akureyri ef ekkert bíður mín þar nema bara djamm, sem bíður mín hér líka. Vonandi verður fjallið opnað, þá fer ég.
Vá ég er með fiðring í maganum að hugsa um bretti. Geðveikt. Svo fylgir auðvitað heiti potturinn sem ég er búin að fá boð í. En geðveikara.
Jæja, ég ætla að fara að sofa. Eða eitthvað annað. Sjáum til.
Bless.
miðvikudagur, nóvember 08, 2006
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)