Nú er ég búin að liggja uppi í rúmi í sólarhring og sjö klukkutíma, samt veit ég ekki ennþá hvað almennilegur svefn er.
Líkamlegt ástand:
-Hiti.
-Verkir í augum (vegna hita).
-Beinverkir (vegna hita).
-Þvalleiki (vegna hita).
-Höfuðverkur í miklu magni.
-Endalaus hósti (heyrist meira að segja svona kurr í lungum við andardrátt).
-Snýtingar á u.þ.b. hálfrar mínútu til mínútu fresti (ekki ýkjur - er búin að fara með svona tvær klósettpappírrúllur á tæpum sólarhring, þó nota ég aldrei meira en þrjú bréf í einu snýti (oftast samt bara tvö)).
-Vægt þursabit (vegna hóstakasts sem ég fékk sem olli því að bakið læstist og allir vöðvar stífnuðu upp).
-Kuldi en samt sviti (sbr. þvalleiki).
-Bragðskyn að miklu leiti horfið.
-Ótrúlega mikil þreyta og löngun í svefn.
Vá, excellent.
Áhrif líkamstöðu á líðan:
-Sitjandi eykur höfuðverk og bakverk, dregur úr nefstíflu og auðveldar snýtingar og hósta en hósti er þó vondur fyrir bakið.
-Liggjandi á bakinu er vont fyrir bakið, dregur úr hausverk, veldur stíflu í báðum nösum ásamt nefrennsli, erfiðar snýtingar og hósta.
-Liggjandi á hliðinni er besta staða fyrir bakið, veldur stíflu á þeirri hlið sem ég ligg, dregur úr hausverk, erfiðar snýtingar og hósta.
-Liggjandi á maganum er vont fyrri bakið, erfiðar hósta, hausverkur er misjafn, snýtingar erfiðar, nefrennsli mikið.
-Standandi drepur bakið svo ég labba um eins og mörgæs eða gamalmenni, snýtingar vondar fyrir bakið, hósti vondur fyrir bakið, nefrennsli mikið en engin stífla, hausverkur mikill.
Even more excellent.
Á morgun verður þriðji dagurinn sem ég missi úr vinnu og heimalærdómi. Þar fór önnur helgin í röð í veikindi.
Vill einhver plís lækna mig?
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli