þriðjudagur, mars 14, 2006

Æj, ég fékk allt í einu svona Belgíu reminiscence. Belle and Sebastian er í spilun í löngu og mig langar til Belgíu að knúsa Tim og Stan og Seline og Sanne og skoða fugla og skoða fjörur og drekka ótrúlega góðan bjór alla daga. Ekki það að ég hafi hlustað á Belle and Sebastian þá. Belle and Sebastian er bara svo ljúf tónlist sem minnir mig á góða tíma. Og reyndar af einhverjum ástæðum minnir þessi tónlist mig á Eels og þar af leiðandi Tim.

En hvað Belgíudvölin var einn skemmtilegasti tími lífs míns. Ég, Stefán, Sigurður og Olga. Great times.

Það er ótrúlega mikið að gera í skólanum núna. Ég hef ekki tíma til að anda. Jú, ég get andað á meðan ég geri allt. Nema kafa í vatni. Þá get ég ekki andað.

Engin ummæli:

 

© Stefanía 2008