Jájá. Ég mun aldrei hætta alveg að blogga.
Lífið er bara að koma fáránlega fram núna þannig að ég hef ekkert nennt að blogga. Þar að auki er ég í Reykjavík og skildi fartölvuna mína eftir hjá Ómari. Fokkers. Ég samt svakalega ánægð. Það sem skiptir nefnilega mestu máli (og þetta kenndi Sunna Dís mér) er að líta björtum augum á allt heila klabbið. Reyna bara að leiða framhjá sér þetta ömurlega og sjá að það er leið út, vegna þess að hún er alltaf til staðar. Alltaf.
Um þessar mundir fer mikil sjálfsígrundun fram og ég er að velta fyrir mér öllum mínum möguleikum og reyna að sigta út þá sem eru gagnlegir fyrir mig og fyrir mig eina, ekki svo ég geti hangið í rassgatinu á einhverjum öðrum. Ég ætla að hugsa um mitt eigið rassgat í smátíma. Það kenndi pabbi mér. Eða reyndi það allan síðasta vetur, það er loksins að síjast inn. Flott er.
Vinir vaxa í sundur og þannig er lífsins gangur.
Vinir sem ég held að eigi alltaf eftir að vera í lífi mínu eru fyrst og fremst Sunna Dís, Sigrún, Björk og Guðjón Magnússon. Ég vil þakka þeim veittan stuðning á liðnum árum. Flott er.
Takk fyrir bloggið og bless.
mánudagur, febrúar 20, 2006
miðvikudagur, febrúar 15, 2006
Ég var að spá.
Það má aldrei neinn annar sem ég þekki vera Jökulssonur eða dóttir. Það getur bara verið til einn X Jök. Eins og það getur bara verið til einn X tveir. Grín (ekki grín með fyrstu málsgreinina samt).
Stefán Jökulsson hefur eignað sér viðurnefnið Jök. Hugsið ykkur ef Nína væri t.d. Jök. Það gengi hreinlega ekki upp. Nína Jök? Ónójúdónt. (Þess má geta að engin sérstök ástæða er fyrir því að ég nefni Nínu nema sú að Nína er beint fyrir ofan Stefán í linkalistanum hans Ara).
Stefán það er eins gott að þú giftist ekki í útlöndum og öll fjölskyldan þín gerist Jök.
Þessi fannáll var í boði Stefaníu. Verið sæl.
Það má aldrei neinn annar sem ég þekki vera Jökulssonur eða dóttir. Það getur bara verið til einn X Jök. Eins og það getur bara verið til einn X tveir. Grín (ekki grín með fyrstu málsgreinina samt).
Stefán Jökulsson hefur eignað sér viðurnefnið Jök. Hugsið ykkur ef Nína væri t.d. Jök. Það gengi hreinlega ekki upp. Nína Jök? Ónójúdónt. (Þess má geta að engin sérstök ástæða er fyrir því að ég nefni Nínu nema sú að Nína er beint fyrir ofan Stefán í linkalistanum hans Ara).
Stefán það er eins gott að þú giftist ekki í útlöndum og öll fjölskyldan þín gerist Jök.
Þessi fannáll var í boði Stefaníu. Verið sæl.
sunnudagur, febrúar 12, 2006
I have been clucked:
4 störf sem ég hef unnið um ævina:
1. Unglingavinnan
2. Fóstra á Krógabóli
3. Upppvaskari, smá þjónn og þvottahúskona á Hótel Eddu
4. Þjónn á Greifanum (þvílíkur heiður)
4 bíómyndir sem ég gæti horft á aftur og aftur:
1. Clueless
2. Pretty Woman
3. Office Space
4. American Beauty
4 staðir sem ég hef búið á:
1. Túngata, Tálknafirði
2. Laugaskóli, Dalasýslu (smábarn með móður og ömmu)
3. Goðaborgir, Grafarvogi, Reykjavík
4. Munkaþverárstræti 38, n.h. (current address)
4 sjónvarpsþættir sem mér líkar:
1. Family Guy
2. Sex and the City
3. The O.C.
4. Friends
4 síður sem ég skoða daglega fyrir utan blogg:
1. Heimabanki Sparisjóðanna
2. Gmail
3. MA-pósturinn
4. Textavarpið
(Ég skoða þessar síður ekki daglega, ég fer ekki einu sinni daglega á netið)
4 staðir sem ég hef heimsótt í fríum:
1. Noregur
2. Bretland
3. Danmörk
4. Belgía
4 matarkyns sem ég held uppá:
1. Spaghetti Bolognaise
2. Karamellukjúlli á Greifanum
3. Hungangs/sítrónuleginn kjúlli með kartöflusalati (sætar kartöflur)
4. Frönsk súkkulaðikaka
4 staðir sem ég vildi heldur vera á núna:
1. París
2. Ástralía
3. Thailand
4. Heitu landi að sólbaðast, sötra kokteila og versla jafnvel.
8 bloggarar (8... það er svoltið mikið!) sem ég klukka:
1. Ómar
2. Steini
3. Vilhelm
4. Sunna Dís
5. Erla Hleiður
6. Ari Emm
7. Arnar Ó
8. ElFa A
Geggjað. Takk fyrir föstudagskvöldið allir. Sérstakan heiður fær Hildur Franklín fyrir heimskutlið og ótal stoppin á leiðinni heim. Haha.
4 störf sem ég hef unnið um ævina:
1. Unglingavinnan
2. Fóstra á Krógabóli
3. Upppvaskari, smá þjónn og þvottahúskona á Hótel Eddu
4. Þjónn á Greifanum (þvílíkur heiður)
4 bíómyndir sem ég gæti horft á aftur og aftur:
1. Clueless
2. Pretty Woman
3. Office Space
4. American Beauty
4 staðir sem ég hef búið á:
1. Túngata, Tálknafirði
2. Laugaskóli, Dalasýslu (smábarn með móður og ömmu)
3. Goðaborgir, Grafarvogi, Reykjavík
4. Munkaþverárstræti 38, n.h. (current address)
4 sjónvarpsþættir sem mér líkar:
1. Family Guy
2. Sex and the City
3. The O.C.
4. Friends
4 síður sem ég skoða daglega fyrir utan blogg:
1. Heimabanki Sparisjóðanna
2. Gmail
3. MA-pósturinn
4. Textavarpið
(Ég skoða þessar síður ekki daglega, ég fer ekki einu sinni daglega á netið)
4 staðir sem ég hef heimsótt í fríum:
1. Noregur
2. Bretland
3. Danmörk
4. Belgía
4 matarkyns sem ég held uppá:
1. Spaghetti Bolognaise
2. Karamellukjúlli á Greifanum
3. Hungangs/sítrónuleginn kjúlli með kartöflusalati (sætar kartöflur)
4. Frönsk súkkulaðikaka
4 staðir sem ég vildi heldur vera á núna:
1. París
2. Ástralía
3. Thailand
4. Heitu landi að sólbaðast, sötra kokteila og versla jafnvel.
8 bloggarar (8... það er svoltið mikið!) sem ég klukka:
1. Ómar
2. Steini
3. Vilhelm
4. Sunna Dís
5. Erla Hleiður
6. Ari Emm
7. Arnar Ó
8. ElFa A
Geggjað. Takk fyrir föstudagskvöldið allir. Sérstakan heiður fær Hildur Franklín fyrir heimskutlið og ótal stoppin á leiðinni heim. Haha.
þriðjudagur, febrúar 07, 2006
Í fyrrakvöld horfði ég á hryllingsmynd. Ég verð yfirleitt mjög uppveðruð og skelkuð þegar ég horfi á svoleiðis myndir. Ég er týpan sem öskrar á sjónvarpið: "Ekki fara inn í harbergið!" eða "Snúðu þér við!" eða "Hann er fyrir aftan þig!" og kippist til við bregðuatriði. Stundum er ég eina ástæðan fyrir því að fólkinu sem horfir á myndina með mér bregður.
The Descent varð fyrir valinu að þessu sinni. Hún er ógeðsleg. Ógeðsleg. Ógeðsleg. Ég get ekki sagt ógeðsleg nægilega oft til þess að lýsa því hversu ógeðsleg þessi mynd er. Ég á ennþá erfitt með að loka augunum, jafnvel í dagsbirtu. Og þá er ég ekki að ýkja!
Ég fór í ljós í gær (homminn ég) og ég gat ekki legið flöt í ljósbekknum heldur þurfti ég að draga lappirnar að mér og stara sífellt í kringum mig til að tryggja að viðbjóðurinn úr þessari mynd sæti ekki fyrir mér.
Ég hef aldrei séð neitt jafn ógeðslegt og fyrirbærin úr þessari mynd! Ég mæli með því að ENGINN sjái þessa mynd, til að halda geðheilsunni í sæmilegu ástandi fyrst og fremst. Oj bara. Oj bara oj bara. Og nú fékk ég hroll.
Í gær var árshátíð Kea-hótela og Greifans. Þvílíkur glæsileiki. Þegar ég gekk inn fékk ég "prom"-blóm um úlnliðinn, Ómar fékk rauða rós í jakkakragann og svo fengum við fordrykk. Á meðan við drukkum fordrykkinn spiluðu tveir menn (sem ég þekki eins og bræður núna vegna þess að þeir voru kynntir svo oft) djass fyrir okkur, svona eins konar for-dinnertónlist, voða kósý. Brátt tók við þriggja rétta, slefandi góð máltíð og vín með, bæði hvítt og rautt auðvitað.
Það var fiskur í forrétt eins og tíðkast mjög oft (og er bara gott og blessað), en ég er með ofnæmi fyrir öllu sjávarmeti og fékk þess í stað sveppasúpu og brauð. Ég er engin súpumanneskja, fæ mér til dæmis aldrei súpu nema ég hafi ekkert um það að segja, en ég hef aldrei, ALDREI, á minni ævi smakkað jafn góða súpu! Ekki einu sinni kakósúpu. Vá, svo góð sko.
Þvílíkt og annað eins örlæti hjá þessum gömlu greyjum. Gömlu? Nei, ég meina, ekki gömlu. Eftir á var svo sungið og dansað og allir skemmtu sér konunglega, nema þeir sem gerðu þau mistök að fara snemma heim.
Ég þakka fyrir mig Sigurbjörn, Ívar, Páll, Páll og Hlynur.
Orð dagsins er fávitahæli. Það var einu sinni notað á Íslandi. Haha!
Og svo bless.
The Descent varð fyrir valinu að þessu sinni. Hún er ógeðsleg. Ógeðsleg. Ógeðsleg. Ég get ekki sagt ógeðsleg nægilega oft til þess að lýsa því hversu ógeðsleg þessi mynd er. Ég á ennþá erfitt með að loka augunum, jafnvel í dagsbirtu. Og þá er ég ekki að ýkja!
Ég fór í ljós í gær (homminn ég) og ég gat ekki legið flöt í ljósbekknum heldur þurfti ég að draga lappirnar að mér og stara sífellt í kringum mig til að tryggja að viðbjóðurinn úr þessari mynd sæti ekki fyrir mér.
Ég hef aldrei séð neitt jafn ógeðslegt og fyrirbærin úr þessari mynd! Ég mæli með því að ENGINN sjái þessa mynd, til að halda geðheilsunni í sæmilegu ástandi fyrst og fremst. Oj bara. Oj bara oj bara. Og nú fékk ég hroll.
Í gær var árshátíð Kea-hótela og Greifans. Þvílíkur glæsileiki. Þegar ég gekk inn fékk ég "prom"-blóm um úlnliðinn, Ómar fékk rauða rós í jakkakragann og svo fengum við fordrykk. Á meðan við drukkum fordrykkinn spiluðu tveir menn (sem ég þekki eins og bræður núna vegna þess að þeir voru kynntir svo oft) djass fyrir okkur, svona eins konar for-dinnertónlist, voða kósý. Brátt tók við þriggja rétta, slefandi góð máltíð og vín með, bæði hvítt og rautt auðvitað.
Það var fiskur í forrétt eins og tíðkast mjög oft (og er bara gott og blessað), en ég er með ofnæmi fyrir öllu sjávarmeti og fékk þess í stað sveppasúpu og brauð. Ég er engin súpumanneskja, fæ mér til dæmis aldrei súpu nema ég hafi ekkert um það að segja, en ég hef aldrei, ALDREI, á minni ævi smakkað jafn góða súpu! Ekki einu sinni kakósúpu. Vá, svo góð sko.
Þvílíkt og annað eins örlæti hjá þessum gömlu greyjum. Gömlu? Nei, ég meina, ekki gömlu. Eftir á var svo sungið og dansað og allir skemmtu sér konunglega, nema þeir sem gerðu þau mistök að fara snemma heim.
Ég þakka fyrir mig Sigurbjörn, Ívar, Páll, Páll og Hlynur.
Orð dagsins er fávitahæli. Það var einu sinni notað á Íslandi. Haha!
Og svo bless.
fimmtudagur, febrúar 02, 2006
Það er svo margt sem ég ætlaði að segja í þessari færslu. Ég man samt ekkert af því nema það sem ég skrifaði í síðustu færslu að ég ætlaði að skrifa í þessari færslu.
Ég er á Karó og sit á efri hæðinni á borðinu sem er lengst frá útihurðinni uppi og lengst frá stigan
Já, tölvan dó og ég er komin á neðri hæðina í innstungu og netsamband. Þetta skemmir tilgang síðustu efnisgreinar. Hún átti að fjalla um það að staðsetning mín innan Karólínu gerði það að verkum að ég næði ekki netsambandi og væri að blogga í Word. Jæjah. Ég er samt ennþá að blogga í Word.
Vá, netið er farið aftur. Frábært.
Jæja já.
Framhaldsþættir sem koma á óvart.
Ótrúlega merkilegt umræðuefni. Ég eyddi sumsé þriðjudeginum í að vera heima og glápa á sjónvarpið. Það er mjög vonlaust þegar maður hefur ákveðið að glápa á tíbbann en það er ekkert í honum. Þá flakkar maður á milli rása þar til það skásta er fundið. Það gerði ég allan þriðjudaginn og það skásta allan þriðjudaginn var stöð tvö, sennilega vegna þess að hinar stöðvarnar varpa Alþingi eða tónlistarmyndböndum þar til fimm eða sex á daginn.
Dagskrá stöðvar tvö þennan þriðjudag var troðfull af óheillandi framhaldsþáttum sem ég hafði engan áhuga á að horfa á, enda horfði ég á þá með tölvuskjáinn uppi og annað augað á honum. Þrátt fyrir þetta datt ég inní hvern og einn einasta framhaldsþátt og hafði virkilega gaman að söguþræðinum.
Boðskapur sögunnar er að allt er áhugavert ef ekkert annað býðst.
Fólk sem svíkur annað fólk.
Mér finnst hræsnarar ótrúlega leiðinlegir.
*innskot*
Þessi málsgrein minnir mig á það hvað mér finnst pirrandi þegar fólk segir: ?Mér finnast þessir svona.? Vá svo rangt sko. Mér er eintöluorð og sagnorðið sem fylgir því er það að sjálfsögðu líka þrátt fyrir að andlagið eða sagnfyllingin sé fleirtöluorð! Já, þessi kennsla á skilið upphrópunarmerki.
*innskoti lokið*
*innskot#2*
Ómari finnst ég asnaleg að vera með málfræðikennslu á blogginu mínu. Mér finnst það geðveikt töff. Það sýnir hvað ég er klár. Ég er að grínast. Smá.
*innskoti#2 lokið*
Já mér finnst semsagt leiðinlegt þegar fólk segir að það sé einhvern veginn og þoli ekki hins veginn fólk, en svo er það sjálft hins veginn. Ég er sjálf alveg ábyggilega þannig, en ég er samt orðin þreytt á því. Fólk er alltaf að tala um að það á móti þessu og þoli ekki þetta en tekur svo ótrúlega mikið þátt í straumnum sjálft. Bla.
Þetta er einstaklega algengt með smáborgarahátt Akureyrarbæjar.
Vá hvað ég er á hálum ís að ræða þetta á blogginu mínu. Ég held ég ætli að hætta því núna. Það getur nefnilega verið hættulegt að ræða persónulega hluti og persónulegar skoðanir á blogginu sínu, þrátt fyrir að það sé það sem blogg snýst um.
Ég biðst innilega velvirðingar á myndaskortinum. Það er bara allt í fokki með svona myndaminnkunardót. Myndirnar sem ég á eru hver og ein u.þ.b. 1.3 mb og ég vil meira svona hafa þau undir 50 kb a.m.k. Hoho, helling af skammstöfunum.
Já, ég reyndi sumsé tvö forrit til að minnka myndirnar mínar, heila möppu í senn. Það seinna virkaði. Þá komst ég að því að myndasíðan er of flókin fyrir mína tæknikunnáttu, eins mikil og hún er.
Ætli þetta
Vá ég var að fatta eitt! Ég elska að fatta hluti. Það sem ég fattaði er hinsvegar svo ómerkilegt að það er ekki frásögufærandi.
Ég ætla að vera ógeðslega dugleg á þessari önn og leggja mig alla fram í öllum áfangunum. Meira að segja lífsleikni. Jess.
Ég er komin með Sjálfstætt fólk og ætla að lesa hana í annað sinn og skemmta mér konunglega. Ég er líka komin með Sölku Völku og ætla að lesa hana loksins í fyrsta sinn.
Ég kveð að sinni. Gott færsl? (Arnar).
Alltílagiblesskrakkarmínir.
Ég er á Karó og sit á efri hæðinni á borðinu sem er lengst frá útihurðinni uppi og lengst frá stigan
Já, tölvan dó og ég er komin á neðri hæðina í innstungu og netsamband. Þetta skemmir tilgang síðustu efnisgreinar. Hún átti að fjalla um það að staðsetning mín innan Karólínu gerði það að verkum að ég næði ekki netsambandi og væri að blogga í Word. Jæjah. Ég er samt ennþá að blogga í Word.
Vá, netið er farið aftur. Frábært.
Jæja já.
Framhaldsþættir sem koma á óvart.
Ótrúlega merkilegt umræðuefni. Ég eyddi sumsé þriðjudeginum í að vera heima og glápa á sjónvarpið. Það er mjög vonlaust þegar maður hefur ákveðið að glápa á tíbbann en það er ekkert í honum. Þá flakkar maður á milli rása þar til það skásta er fundið. Það gerði ég allan þriðjudaginn og það skásta allan þriðjudaginn var stöð tvö, sennilega vegna þess að hinar stöðvarnar varpa Alþingi eða tónlistarmyndböndum þar til fimm eða sex á daginn.
Dagskrá stöðvar tvö þennan þriðjudag var troðfull af óheillandi framhaldsþáttum sem ég hafði engan áhuga á að horfa á, enda horfði ég á þá með tölvuskjáinn uppi og annað augað á honum. Þrátt fyrir þetta datt ég inní hvern og einn einasta framhaldsþátt og hafði virkilega gaman að söguþræðinum.
Boðskapur sögunnar er að allt er áhugavert ef ekkert annað býðst.
Fólk sem svíkur annað fólk.
Mér finnst hræsnarar ótrúlega leiðinlegir.
*innskot*
Þessi málsgrein minnir mig á það hvað mér finnst pirrandi þegar fólk segir: ?Mér finnast þessir svona.? Vá svo rangt sko. Mér er eintöluorð og sagnorðið sem fylgir því er það að sjálfsögðu líka þrátt fyrir að andlagið eða sagnfyllingin sé fleirtöluorð! Já, þessi kennsla á skilið upphrópunarmerki.
*innskoti lokið*
*innskot#2*
Ómari finnst ég asnaleg að vera með málfræðikennslu á blogginu mínu. Mér finnst það geðveikt töff. Það sýnir hvað ég er klár. Ég er að grínast. Smá.
*innskoti#2 lokið*
Já mér finnst semsagt leiðinlegt þegar fólk segir að það sé einhvern veginn og þoli ekki hins veginn fólk, en svo er það sjálft hins veginn. Ég er sjálf alveg ábyggilega þannig, en ég er samt orðin þreytt á því. Fólk er alltaf að tala um að það á móti þessu og þoli ekki þetta en tekur svo ótrúlega mikið þátt í straumnum sjálft. Bla.
Þetta er einstaklega algengt með smáborgarahátt Akureyrarbæjar.
Vá hvað ég er á hálum ís að ræða þetta á blogginu mínu. Ég held ég ætli að hætta því núna. Það getur nefnilega verið hættulegt að ræða persónulega hluti og persónulegar skoðanir á blogginu sínu, þrátt fyrir að það sé það sem blogg snýst um.
Ég biðst innilega velvirðingar á myndaskortinum. Það er bara allt í fokki með svona myndaminnkunardót. Myndirnar sem ég á eru hver og ein u.þ.b. 1.3 mb og ég vil meira svona hafa þau undir 50 kb a.m.k. Hoho, helling af skammstöfunum.
Já, ég reyndi sumsé tvö forrit til að minnka myndirnar mínar, heila möppu í senn. Það seinna virkaði. Þá komst ég að því að myndasíðan er of flókin fyrir mína tæknikunnáttu, eins mikil og hún er.
Ætli þetta
Vá ég var að fatta eitt! Ég elska að fatta hluti. Það sem ég fattaði er hinsvegar svo ómerkilegt að það er ekki frásögufærandi.
Ég ætla að vera ógeðslega dugleg á þessari önn og leggja mig alla fram í öllum áfangunum. Meira að segja lífsleikni. Jess.
Ég er komin með Sjálfstætt fólk og ætla að lesa hana í annað sinn og skemmta mér konunglega. Ég er líka komin með Sölku Völku og ætla að lesa hana loksins í fyrsta sinn.
Ég kveð að sinni. Gott færsl? (Arnar).
Alltílagiblesskrakkarmínir.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)