fimmtudagur, desember 18, 2008

Ég er að fara í síðasta prófið eftir tvo klukkutíma. Síðasta prófið. Mér finnst svo stutt síðan það var einn og hálfur mánuður í að prófin byrjuðu og ég var farin að gera mér grein fyrir því. Svo byrjuðu prófin og þá var svo langt eftir af striti. Svo núna, tveimur mínútum eftir einn og hálfan mánuð og átta daga, eru prófin að klárast.
Ég er strax orðin spennt! Sem er fáró vegna þess að ég er núll að fara að eisa þetta próf. Það er svo erfitt og ömurlegt að labba út úr síðasta prófinu ef það var rúst af hálfu prófsins. Svoleiðis var fyrsta stærðfræðiprófið á önninni, og svoleiðis verður síðasta.
Tilfinningarnar eru: stress, spenna, kvíði, von, tilhlökkun.

Þessar tilfinningar eru ekki vinir. Enda á mér eftir að líða fáránlega þegar ég klára prófið - himinlifandi yfir að vera búin, þó ekki vitandi hvort ég sé í raun búin, og þá ekki nægilega glöð til að fara að skemmta mér yfir próflokum, en samt knúin til þess vegna skemmtanaöftrunar síðustu mánaða, öftrunar sem ég sjálf stóð fyrir.
Vonandi rústar prófið mér ekki - ég vil rústa því. Ókey ég veit ég rústa því ekki, en ég vil sigra. Að minnsta kosti jafntefli (hvað er það, 4.5?).

Eftir prófið ætla ég að fara heim og gera mig fína í fyrsta skipti síðan í byrjun desember. Tjah, ég var ekki einu sinni fín þá, bara hversdagslega fín - fín miðað við ótilhöfð, ómáluð, joggingbuxur, hlírabol og almennt mygl í hámarki. Ég veit ekki einu sinni hvenær ég var fín síðast. Það er allavega mjög langt síðan.
Skrúbbskrúbb, lappavax, naglalakk, maskari (ég á ekki einu sinni maskara lengur, hann kláraðist í október og ég bara mótmælti því ekki með því að kaupa mér nýjan - svona miklum félagsathöfnum hef ég sinnt, haha (úff en hræðilegt að andlitsmálning sé mælikvarði á félagslífsþátttöku)), bííjóóóóóóóór! Og meiri bjór, og meiri bjór. Og út að borða í kvöld mmm.
(Ég vona svo miiikið að prófið gangi vel, annars verður svo leiðinlegt í kvöld).

Annað kvöld er svo Jólaglögg Stiguls sem verður tryllt teiti og allt fullt af fullum stærðfræði- og eðlisfræðinemum, ungum sem öldnum (öldnum as in kannski svona tveimur til þremur árum eldri en ég, hlohl).
Eftir það gæti ég bara hreinlega trúað mér til að fara á dansleik. Dansleik ess há í og a emm ívents. Og hver veit nema ég dettísleik?
Ef ég geri það þá ætla ég að syngja þetta lag (takið sérstaklega eftir partinum á mínútu 3:00, ég mun leggja sérstaka áherslu á þann part):



Sjitthvaðégelskann.

Steeeef

1 ummæli:

birta sagði...

glelle jól gamla.
til hamingju með próflok og lífið bara.
lov birta.

 

© Stefanía 2008