Ég er að fara í síðasta prófið eftir tvo klukkutíma. Síðasta prófið. Mér finnst svo stutt síðan það var einn og hálfur mánuður í að prófin byrjuðu og ég var farin að gera mér grein fyrir því. Svo byrjuðu prófin og þá var svo langt eftir af striti. Svo núna, tveimur mínútum eftir einn og hálfan mánuð og átta daga, eru prófin að klárast.
Ég er strax orðin spennt! Sem er fáró vegna þess að ég er núll að fara að eisa þetta próf. Það er svo erfitt og ömurlegt að labba út úr síðasta prófinu ef það var rúst af hálfu prófsins. Svoleiðis var fyrsta stærðfræðiprófið á önninni, og svoleiðis verður síðasta.
Tilfinningarnar eru: stress, spenna, kvíði, von, tilhlökkun.
Þessar tilfinningar eru ekki vinir. Enda á mér eftir að líða fáránlega þegar ég klára prófið - himinlifandi yfir að vera búin, þó ekki vitandi hvort ég sé í raun búin, og þá ekki nægilega glöð til að fara að skemmta mér yfir próflokum, en samt knúin til þess vegna skemmtanaöftrunar síðustu mánaða, öftrunar sem ég sjálf stóð fyrir.
Vonandi rústar prófið mér ekki - ég vil rústa því. Ókey ég veit ég rústa því ekki, en ég vil sigra. Að minnsta kosti jafntefli (hvað er það, 4.5?).
Eftir prófið ætla ég að fara heim og gera mig fína í fyrsta skipti síðan í byrjun desember. Tjah, ég var ekki einu sinni fín þá, bara hversdagslega fín - fín miðað við ótilhöfð, ómáluð, joggingbuxur, hlírabol og almennt mygl í hámarki. Ég veit ekki einu sinni hvenær ég var fín síðast. Það er allavega mjög langt síðan.
Skrúbbskrúbb, lappavax, naglalakk, maskari (ég á ekki einu sinni maskara lengur, hann kláraðist í október og ég bara mótmælti því ekki með því að kaupa mér nýjan - svona miklum félagsathöfnum hef ég sinnt, haha (úff en hræðilegt að andlitsmálning sé mælikvarði á félagslífsþátttöku)), bííjóóóóóóóór! Og meiri bjór, og meiri bjór. Og út að borða í kvöld mmm.
(Ég vona svo miiikið að prófið gangi vel, annars verður svo leiðinlegt í kvöld).
Annað kvöld er svo Jólaglögg Stiguls sem verður tryllt teiti og allt fullt af fullum stærðfræði- og eðlisfræðinemum, ungum sem öldnum (öldnum as in kannski svona tveimur til þremur árum eldri en ég, hlohl).
Eftir það gæti ég bara hreinlega trúað mér til að fara á dansleik. Dansleik ess há í og a emm ívents. Og hver veit nema ég dettísleik?
Ef ég geri það þá ætla ég að syngja þetta lag (takið sérstaklega eftir partinum á mínútu 3:00, ég mun leggja sérstaka áherslu á þann part):
Sjitthvaðégelskann.
Steeeef
laugardagur, desember 13, 2008
föstudagur, desember 12, 2008
Prófatíðarhell
Það er enginn föstudagur í mínum huga. Það er bara endalaus miðvikudagur eins og þeir voru hjá mér á líðandi önn - altsvo langir, leiðinlegir og bugandi.
Nennekki er einkennandi hugsunarháttur.
Getekki og skilekki eru krónískt í orðaforðanum.
Langarínammi er efst í huga allar stundir.
Hlakkatilaðfarífrí er það sem heldur mér gangandi.
Endurtektarprófínánd er angur hið mesta.
Bugun er í hámarki.
Excelleeent.
Nennekki er einkennandi hugsunarháttur.
Getekki og skilekki eru krónískt í orðaforðanum.
Langarínammi er efst í huga allar stundir.
Hlakkatilaðfarífrí er það sem heldur mér gangandi.
Endurtektarprófínánd er angur hið mesta.
Bugun er í hámarki.
Excelleeent.
fimmtudagur, desember 11, 2008
þriðjudagur, desember 09, 2008
Jæjájájajajáájajá! Fyrsta prófið á morgun, annað prófið á fimmtudaginn, þriðja prófið á mánudaginn, fjórða og síðasta prófið á fimmtudaginn eftir rúma viku, svo búið! Þá er út að borða og fyllerí. Á föstudeginum er eitthvað og fyllerí. Á laugardeginum er jólaglögg og fyllerí. Á sunnudeginum er almenn þynnka. Mmm allt skrifað í nútíð þrátt fyrir að þetta sé allt í nánustu framtíð. Það angrar mig reyndar þegar fólk skrifar þátíð eða framtíð í nútíð. Sérstaklega þátíð samt.
Dæmi:
-Þá geng ég bara inn á þau í sleik! Og hann segir: "tvöfalltvaff té eff! Kanntekkjaðbanka stelpa?". Ég náttúrulega bara panika og labba út aftur.
Þetterekkert rétt! Því hún gekk inn og hann sagði og hún panikaði og labbaði.
Ayllavayga (allavega, með bandarískum hreimi (hreimur, um hreim, frá hreimi(?), til hreims). [Innskot: ég heyrði orðið rödd fallbeygt á rangan hátt í útvarpinu fyrr í kvöld. Meira að segja í barnaþætti. Er ekki krúsjal atriði að við kennum börnunum rétta fallbeygingu? Fjandansskramb.]
Ég er búin að vera svo lítið dugleg að það nær engri átt. Ég veit ekki hvaða átt það nær nokkurn tímann að vera lítið duglegur þ.a. það er kannski lítil áhersla að tala um að það nái ekki átt hversu lítið duglegur maður hefur verið. Ég hef allavega mjög lítið verið dugleg.
Ókey nei, ég er búin að vera fáránlega dugleg, bara við allt nema að læra. Á síðasta sólarhring er ég búin að fara til engiferbrauðs-/heits súkkulaðis-/kveðjuveislu ("heits súkkulaðisveislu" oj ha? Hversu ljót orðasamsetning? Tillögur að betri?), hengja upp jólaskraut, laga til, þrífa klósettið, þrífa eldhúsgluggatjöldin, sofa smá, læra í svona sjö klukkutíma samtals (sem er fáránlega slakt á tuttuguogfjórum tímum í prófatíð), svara könnun sem ég fékk senda heim, elda lasagne (lesist: lasaggne, ekki lasanja), ræða við pabba, svara tölvupósti, gera kaffi, fara í svo fáránlega góða sturtu mmm (eins og allar sturtur eru - sturtur eru svo góðar), máta skó, setja upp jólaseríur og aðventuljós, horfa á Dexter þátt, gera meira kaffi og þvo þvott.
Ekki í þessari röð og ekki algerlega tæmandi listi (er t.d. búin að bursta tennur og fleira líka).
Ridiikjúluuus. Hvernig getur þetta gerst í hverri einustu prófatíð? Nú hef ég upplifað þær ansi margar (var einmitt að telja þær áðan - fjöldi anna eftir grunnskólaútskrift (þær prótatíðir flokkast ekki með) var ein af spurningunum í ofangreindri könnun) og ég virðist ekki enn hafa lært að skipuleggja annirnar hjá mér þ.a. prófatíðir séu ekki svona mikið fokk, og enn síður hef ég lært að skipuleggja prófatíðir þ.a. þær séu ekki svona mikið fokk, og síst af öllu hef ég náð sjálfsaganum sem þarf til koma í veg fyrir að prófatíðir séu svona mikið fokk.
Skrambansfjand.
Þrátt fyrir að ég eyði tímanum í svona mikla vitleysu, gæti ég samt ekki eytt honum í eitthvað annað, skynsamlegra og skemmtilegra, eins og að mæta á kóræfingar eða -tónleika - því þá myndi ég gera það og allt ofangreint, svo ennþá minna en þessir sjö klukkutímar færu í lærdóm.
Íííjááá. Nú fer ég og reyni að læra (fyrir prófið sem ég fer í á fimmtudaginn - hef ekki meiri tíma fyrir höndum til að læra fyrir prófið á morgun ef ég vil ná fimmtudagsprófinu). Svo ætla ég að fara að sofa, vakna snemma og halda áfram að læra, mæta í próf, halda áfram að læra, fara að sofa, vakna snemma, halda áfram að læra, fara í próf, byrja að læra fyrir prófið á mánudaginn, nú og svo framvegis.
Partýstuðflippjeeess!
Attlæbless.
Pé ess. Besta intró í sögu heims (takið sérstaklega eftir atriðinu með appelsínunni, tryllt atriði):
Dæmi:
-Þá geng ég bara inn á þau í sleik! Og hann segir: "tvöfalltvaff té eff! Kanntekkjaðbanka stelpa?". Ég náttúrulega bara panika og labba út aftur.
Þetterekkert rétt! Því hún gekk inn og hann sagði og hún panikaði og labbaði.
Ayllavayga (allavega, með bandarískum hreimi (hreimur, um hreim, frá hreimi(?), til hreims). [Innskot: ég heyrði orðið rödd fallbeygt á rangan hátt í útvarpinu fyrr í kvöld. Meira að segja í barnaþætti. Er ekki krúsjal atriði að við kennum börnunum rétta fallbeygingu? Fjandansskramb.]
Ég er búin að vera svo lítið dugleg að það nær engri átt. Ég veit ekki hvaða átt það nær nokkurn tímann að vera lítið duglegur þ.a. það er kannski lítil áhersla að tala um að það nái ekki átt hversu lítið duglegur maður hefur verið. Ég hef allavega mjög lítið verið dugleg.
Ókey nei, ég er búin að vera fáránlega dugleg, bara við allt nema að læra. Á síðasta sólarhring er ég búin að fara til engiferbrauðs-/heits súkkulaðis-/kveðjuveislu ("heits súkkulaðisveislu" oj ha? Hversu ljót orðasamsetning? Tillögur að betri?), hengja upp jólaskraut, laga til, þrífa klósettið, þrífa eldhúsgluggatjöldin, sofa smá, læra í svona sjö klukkutíma samtals (sem er fáránlega slakt á tuttuguogfjórum tímum í prófatíð), svara könnun sem ég fékk senda heim, elda lasagne (lesist: lasaggne, ekki lasanja), ræða við pabba, svara tölvupósti, gera kaffi, fara í svo fáránlega góða sturtu mmm (eins og allar sturtur eru - sturtur eru svo góðar), máta skó, setja upp jólaseríur og aðventuljós, horfa á Dexter þátt, gera meira kaffi og þvo þvott.
Ekki í þessari röð og ekki algerlega tæmandi listi (er t.d. búin að bursta tennur og fleira líka).
Ridiikjúluuus. Hvernig getur þetta gerst í hverri einustu prófatíð? Nú hef ég upplifað þær ansi margar (var einmitt að telja þær áðan - fjöldi anna eftir grunnskólaútskrift (þær prótatíðir flokkast ekki með) var ein af spurningunum í ofangreindri könnun) og ég virðist ekki enn hafa lært að skipuleggja annirnar hjá mér þ.a. prófatíðir séu ekki svona mikið fokk, og enn síður hef ég lært að skipuleggja prófatíðir þ.a. þær séu ekki svona mikið fokk, og síst af öllu hef ég náð sjálfsaganum sem þarf til koma í veg fyrir að prófatíðir séu svona mikið fokk.
Skrambansfjand.
Þrátt fyrir að ég eyði tímanum í svona mikla vitleysu, gæti ég samt ekki eytt honum í eitthvað annað, skynsamlegra og skemmtilegra, eins og að mæta á kóræfingar eða -tónleika - því þá myndi ég gera það og allt ofangreint, svo ennþá minna en þessir sjö klukkutímar færu í lærdóm.
Íííjááá. Nú fer ég og reyni að læra (fyrir prófið sem ég fer í á fimmtudaginn - hef ekki meiri tíma fyrir höndum til að læra fyrir prófið á morgun ef ég vil ná fimmtudagsprófinu). Svo ætla ég að fara að sofa, vakna snemma og halda áfram að læra, mæta í próf, halda áfram að læra, fara að sofa, vakna snemma, halda áfram að læra, fara í próf, byrja að læra fyrir prófið á mánudaginn, nú og svo framvegis.
Partýstuðflippjeeess!
Attlæbless.
Pé ess. Besta intró í sögu heims (takið sérstaklega eftir atriðinu með appelsínunni, tryllt atriði):
föstudagur, desember 05, 2008
Tvennar
Tvennar Kárason og Már Guðmundsson finnst mér alltaf jafn skemmtilegir lesningar; sá fyrrnefndi sem frábær rithöfundur og sá síðarnefndi sem ádeilumaður - en hvor tveggja hefur að bera stórkostlegt stílbragð sem gerir það að verkum að þegar ég lýk lestri vil ég alltaf lesa meira.
- Már Guðmundsson skrifaði áhugaverða grein í Morgunblaðið í dag - ég hvet fólk til lesturs.
Síminn minn fannst. Arnþór Bjarnason var með hann, að sjálfsögðu. Honum datt ekki í hug að ég væri mögulega búin að vera að leita að honum dögum saman. Sjálfur er hann símalaus svo ekki gat ég náð í hann til að staðfesta grun minn.
En hann bætir allt upp með því að hafa kynnt mig fyrir Sleese-poppi, sem er mögulega það besta sem ég nokkurn tímann fæ. Þeir sem ekki vita nú þegar vita það núna að leiðin að hjarta mínu er mjög greið í gegnum popp. Pottapopp að sjálfsögðu. Ég vinn í því um þessar mundir að mastera það að poppa upp úr smjöri, hingað til hefur olía fengið að nægja.
Mmm: smjörpopp.
Ennþámeirammmm: sleese-popp.
- Már Guðmundsson skrifaði áhugaverða grein í Morgunblaðið í dag - ég hvet fólk til lesturs.
Síminn minn fannst. Arnþór Bjarnason var með hann, að sjálfsögðu. Honum datt ekki í hug að ég væri mögulega búin að vera að leita að honum dögum saman. Sjálfur er hann símalaus svo ekki gat ég náð í hann til að staðfesta grun minn.
En hann bætir allt upp með því að hafa kynnt mig fyrir Sleese-poppi, sem er mögulega það besta sem ég nokkurn tímann fæ. Þeir sem ekki vita nú þegar vita það núna að leiðin að hjarta mínu er mjög greið í gegnum popp. Pottapopp að sjálfsögðu. Ég vinn í því um þessar mundir að mastera það að poppa upp úr smjöri, hingað til hefur olía fengið að nægja.
Mmm: smjörpopp.
Ennþámeirammmm: sleese-popp.
fimmtudagur, desember 04, 2008
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)