Og það varð eins og ég hélt það yrði. Ég fór á nýju Batman myndina, The Dark Knight (klígja útaf nafninu), búin að heyra stórkostlega hluti um myndina. Og þegar ég nefndi að ég væri reyndar ekki svo mikill Batman aðdáandi sagði fólk það ekki skipta máli því myndin væri svo rooosalega góð. Og þegar ég nefndi að þetta væri ábyggilega hæp útaf Ledgerláti, sagði fólk svo ekki vera.
Hún fór beint í toppsætið á imdb-listanum yfir bestu myndirnar, og hver má sjálfur sjá hvaða myndir eru á þeim lista. Ég gerði ráð fyrir að hún hefði flogið á toppinn þar sem fleiri en vanalega hefðu kosið um myndina vegna athyglinnar sem hún fékk við Ledgerlátið. Hann dó, allir sáu myndina, fullt af vitleysingum gaf myndinni aukastig, myndin fór hraðar á toppinn en eðlilegt er. Það sést alveg að óvenju margir eru búnir að kjósa um myndina miðað við tímann sem hún hefur verið í sýningu.
Eftir að hafa séð myndina er ég enn sömu skoðunar.
Heath Ledger er mjög góður í hlutverki jókersins, Michael Caine stendur náttúrulega alltaf fyrir sínu, en fyrir utan jókerinn og brytann finnst mér myndin mestmegnis vera tæknibrellur og aksjón. Reyndar eru tæknibrellurnar og aksjónið flott og myndin flott að því leyti. En ég varð fyrir vonbrigðum með múgæsinginn sem fjöldinn lét plata sig í. Þetta er ekki svona yfirþyrmandi frábær mynd.
En mig grunar að ég sé með teiknimyndasögumyndafordómana mína. Hún er kannski ágæt miðað við að vera þannig mynd, en ég er svekkt því mér var sagt að hún væri góð á hærri standard en það. En ég vissi að hún yrði það ekki. En fór samt með kröfur.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli