sunnudagur, maí 18, 2008

Þessi prófatíð var fáránlega mikið drasl. Ég uppskar metnað annarinnar blákalt sem var sárt fyrir sálina.
Ég er búin í prófum og búin með rúmlega þrjátíu einingar í háskóla. Sem er attlæ. Leiðinlegt að gera það ekki betur en þetta samt.

Nú tekur við sól og sumar. Vinna, frí, vinna, frí, vinna, frí. Sem er mjög næs. Miklu meira næs en að hafa alltaf stanslaust eitthvað hangandi yfir sér. Tsjillsumar framundan með einhverjum ferðalögum. Eitt til Spánar, eitt til Danmerkur, eitt til Tálknafjarðar, eitt til Stranda, að minnsta kosti ein útilega á Íslandi - helst mikið fleiri.
Hjólið komið í gagnið. Hárið orðið sítt. Lappahár farin með vaxi. Ég þarf sumarkjól.

Fullt af grillveislum, fullt af Austurvelli, fullt af bjór, fullt af gleði, fullt af litlum börnum.

Jáh. Til hamingju Davíð og Anna! Faðmogkyss ég kem í heimsókn.

Jæja, svefn fyrir 04:00 vinnu.
Attlæblessoggottlíf.

Engin ummæli:

 

© Stefanía 2008