miðvikudagur, maí 28, 2008

Nýja uppáhalds:

garparnir.blogcentral.is

Til samanburðar:

keea.blogcentral.is


Ég fór í hjólatúr í gær. Brunaði á skrilljón trilljón (mælieining á tímaeiningu óákveðin) upp og niður brekkur. Að hjóla er nýjasta skemmtilegt. Fáránlega skemmtilegt. Ég þarf að kaupa mér hjól, pabbi á hjólið sem ég er á. Og mig vantar hjálm. Og blikkljós. Ég er fáránlega safe og svöl.

Kökuboð á föstudaginn.
Útskrift(ir) á laugardaginn.
Eitthvað skemmtilegt á sunnudaginn.
Vinna á mánudaginn og þriðjudaginn.
Pakka á miðvikudaginn.
Spánn á fimmtudaginn.
Heim 18. júní.
Vinna.
Danmörk 28. júní.
Heim 8. júlí.
Útilega helgina fyrir versló.
Vinna um verlsó (?).

Tillögur að fleiri útilegum eru vel þegnar.

Ég ætla svo að labba á Esjuna í sumar. Hver vill með?

sunnudagur, maí 25, 2008

Já nei. Ekki svo mikið, en samt smá.

Ég er flutt. Rúmið mitt komið á nýjan stað og fötin mín líka. Bækurnar eru samt ekki komnar, nema ein - sem er fáránlega næs. Óreiða á striga eftir Kristínu Marju Baldursdóttur. Hún er í uppáhaldi. Óreiða á striga er framhald af Karitas án titils - sem er indeed uppáhaldsbókin mín í heiminum. Lesið eða grátið. Og grátið þegar þið lesið. Og hlæið líka.

Frí á morgun og mánudaginn. Nei það er víst sami dagurinn. Ég meinti frí á morgun og þriðjudaginn. Ég panta sól. Ég ætla að skemmta mér vel með henni.

Áááást attlæ blessh.

sunnudagur, maí 18, 2008

Þessi prófatíð var fáránlega mikið drasl. Ég uppskar metnað annarinnar blákalt sem var sárt fyrir sálina.
Ég er búin í prófum og búin með rúmlega þrjátíu einingar í háskóla. Sem er attlæ. Leiðinlegt að gera það ekki betur en þetta samt.

Nú tekur við sól og sumar. Vinna, frí, vinna, frí, vinna, frí. Sem er mjög næs. Miklu meira næs en að hafa alltaf stanslaust eitthvað hangandi yfir sér. Tsjillsumar framundan með einhverjum ferðalögum. Eitt til Spánar, eitt til Danmerkur, eitt til Tálknafjarðar, eitt til Stranda, að minnsta kosti ein útilega á Íslandi - helst mikið fleiri.
Hjólið komið í gagnið. Hárið orðið sítt. Lappahár farin með vaxi. Ég þarf sumarkjól.

Fullt af grillveislum, fullt af Austurvelli, fullt af bjór, fullt af gleði, fullt af litlum börnum.

Jáh. Til hamingju Davíð og Anna! Faðmogkyss ég kem í heimsókn.

Jæja, svefn fyrir 04:00 vinnu.
Attlæblessoggottlíf.
 

© Stefanía 2008