þriðjudagur, janúar 08, 2008

Já. Enginn hlaut verðlaunin fyrir skýringu þess að vera t.s.
Svekkjandi. En getraunin er enn í gangi fyrir þá sem vilja spreyta sig.

---

Byrjuð í skólanum aftur. Búin að eyða heilli kvöldstund í bull. Nei, það er bull. Ég skipulagði og raðaði svo mörgum blöðum (öll gömul) og las yfir örfáar glósur.
Einn dagur og svona tuttugu blaðsíður af glósum nú þegar. Kúl.

Hitti meistarakennara í dag. Stærðfræðiskor er full af meistarakennurum.
Líst ágætlega á þetta. Ágætlega.

Allar einkunnir síðustu annar eru komnar í hús og ekkert fall. Einkunnir á bilinu fimm til níu. Nían var afspyrnu ánægjuleg, eins ánægjuleg og fimman var pirrandi.

---

Ég er búin að taka niður allt jólaskraut (hluti af kvöldstundinni fór í þá skemmtun (það var samt gaman í alvöru - síðasta jólastundin, góð tónlist, kaffi, kerti, góð lykt (af kertunum)...)). Gleymdi að vísu einni krúttlegri jólastyttu - ég hugsa að ég leyfi henni að sitja hérna aðeins lengur bara. Annars á ég eftir að upplifa alltof mikið menningarsjokk.

Á morgun ætla ég að fara í bankann og baka köku og búa til barn (ég sá nefnilega krúttlegasta barn í heimi í kvöld) og fara í labbitúr og fá pening og knúsa einhvern og læra og kaupa bláan artlæn penna og tala við Guðrúnu Helgu og eitthvað svona dótarí.

Bleh.

Engin ummæli:

 

© Stefanía 2008